Stokkað upp í stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar og stefnt á framboð til borgarstjórnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. apríl 2017 19:35 Nokkur átök hafa verið innan flokksins, en tveir lykilmenn; Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson, sögðu sig úr flokknum rétt fyrir síðustu alþingiskosningar. vísir/stefán Uppstokkun varð í stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar á landsfundi flokksins sem haldinn var í Kiwanishúsinu í Hafnarfirði í dag. Flokkurinn stefnir á framboð í borgarstjórnarkosningunum á næsta ári. Alls voru fjórir í framboði til formanns en Guðmundur Þorleifsson stóð uppi sem sigurvegari. Guðmundur tekur við formennsku af Helga Helgasyni, stofnanda flokksins. Jens G. Garðarsson fékk næstflest atkvæði í formannskjörinu og þar á eftir komu Hjördís Diljá Bech og Jón Valur Jensson. Nýr varaformaður er Reynir Heiðarsson og tekur hann við af Birgi Eiríkssyni. Þá tekur Sverrir J. Sverrisson við starfi ritara, sem Sigurlaug Oddný Björnsdóttir gegndi áður. Þá voru tólf kjörnir í flokksstjórn og þrír varamenn, en flokksstjórnin mun skipa gjaldkera á aðalfundi flokksins.Helgi Helgason víkur fyrir nýjum formanni, Guðmundi Þorleifssyni. Hann segist hafa viljað leyfa öðrum að spreyta sig.Helgi Helgason, fyrrverandi formaður flokksins og stofnandi hans, segist afar ánægður með breytingarnar. „Það var góður andi á fundinum og þetta var allt í bróðerni. Það var tekist á og það voru kosningar og það var heilmikið líf í okkur en það voru líka 35 manns á fundinum. Þetta lofar mjög góðu, nú er nýtt fólk tekið við keflinu. Ég er núna bara í fótgönguliðinu eins og sagt er en mun halda áfram að vinna að framgangi mála, þó ég komi ekki að yfirstjórninni,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Hann segir að stefnt verði að framboði til borgarstjórnarkosninga, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um sveitarstjórnarkosningar. Helstu áherslumál flokksins verði að vinna gegn uppbyggingu mosku og að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri. Deilur innan flokksins urðu til þess að hann bauð ekki fram í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir síðustu alþingiskosningar, líkt og fyrirhugað var. Oddvitar þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson, drógu framboð sín til baka og sögðust ekki ætla fram fyrir flokkinn á meðan forysta hans væri í höndum Helga. Helgi segir þessar deilur ekki ástæðu þess að hann bauð sig ekki fram, heldur hafi hann margt á sínum snærum þessa dagana. „Mig langar að leyfa öðrum að spreyta sig og svo er ég bara í svo mörgu öðru. Ég tók þessa ákvörðun alls ekki út af þessu, heldur fyrst og fremst til að geta sinnt öðrum hlutum betur. Það er engin krafa um að ég víki.“ Tengdar fréttir Sakar Gústaf um stuld á gögnum Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar segir fullyrðingar Gústafs Níelssonar og Gunnlaugs Ingvarssonar um sig, vera undarlegar. 15. október 2016 07:00 Segir „fjórmenningaklíkuna“ hafa hótað að eyðileggja Þjóðfylkinguna Helgi Helgason, formaður Þjóðfylkingarinnar, segir flokksfólk slegið eftir innrás þriggja aðila á flokksstjórnarfund í gær. 21. október 2016 16:27 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Sjá meira
Uppstokkun varð í stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar á landsfundi flokksins sem haldinn var í Kiwanishúsinu í Hafnarfirði í dag. Flokkurinn stefnir á framboð í borgarstjórnarkosningunum á næsta ári. Alls voru fjórir í framboði til formanns en Guðmundur Þorleifsson stóð uppi sem sigurvegari. Guðmundur tekur við formennsku af Helga Helgasyni, stofnanda flokksins. Jens G. Garðarsson fékk næstflest atkvæði í formannskjörinu og þar á eftir komu Hjördís Diljá Bech og Jón Valur Jensson. Nýr varaformaður er Reynir Heiðarsson og tekur hann við af Birgi Eiríkssyni. Þá tekur Sverrir J. Sverrisson við starfi ritara, sem Sigurlaug Oddný Björnsdóttir gegndi áður. Þá voru tólf kjörnir í flokksstjórn og þrír varamenn, en flokksstjórnin mun skipa gjaldkera á aðalfundi flokksins.Helgi Helgason víkur fyrir nýjum formanni, Guðmundi Þorleifssyni. Hann segist hafa viljað leyfa öðrum að spreyta sig.Helgi Helgason, fyrrverandi formaður flokksins og stofnandi hans, segist afar ánægður með breytingarnar. „Það var góður andi á fundinum og þetta var allt í bróðerni. Það var tekist á og það voru kosningar og það var heilmikið líf í okkur en það voru líka 35 manns á fundinum. Þetta lofar mjög góðu, nú er nýtt fólk tekið við keflinu. Ég er núna bara í fótgönguliðinu eins og sagt er en mun halda áfram að vinna að framgangi mála, þó ég komi ekki að yfirstjórninni,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Hann segir að stefnt verði að framboði til borgarstjórnarkosninga, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um sveitarstjórnarkosningar. Helstu áherslumál flokksins verði að vinna gegn uppbyggingu mosku og að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri. Deilur innan flokksins urðu til þess að hann bauð ekki fram í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir síðustu alþingiskosningar, líkt og fyrirhugað var. Oddvitar þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson, drógu framboð sín til baka og sögðust ekki ætla fram fyrir flokkinn á meðan forysta hans væri í höndum Helga. Helgi segir þessar deilur ekki ástæðu þess að hann bauð sig ekki fram, heldur hafi hann margt á sínum snærum þessa dagana. „Mig langar að leyfa öðrum að spreyta sig og svo er ég bara í svo mörgu öðru. Ég tók þessa ákvörðun alls ekki út af þessu, heldur fyrst og fremst til að geta sinnt öðrum hlutum betur. Það er engin krafa um að ég víki.“
Tengdar fréttir Sakar Gústaf um stuld á gögnum Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar segir fullyrðingar Gústafs Níelssonar og Gunnlaugs Ingvarssonar um sig, vera undarlegar. 15. október 2016 07:00 Segir „fjórmenningaklíkuna“ hafa hótað að eyðileggja Þjóðfylkinguna Helgi Helgason, formaður Þjóðfylkingarinnar, segir flokksfólk slegið eftir innrás þriggja aðila á flokksstjórnarfund í gær. 21. október 2016 16:27 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Sjá meira
Sakar Gústaf um stuld á gögnum Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar segir fullyrðingar Gústafs Níelssonar og Gunnlaugs Ingvarssonar um sig, vera undarlegar. 15. október 2016 07:00
Segir „fjórmenningaklíkuna“ hafa hótað að eyðileggja Þjóðfylkinguna Helgi Helgason, formaður Þjóðfylkingarinnar, segir flokksfólk slegið eftir innrás þriggja aðila á flokksstjórnarfund í gær. 21. október 2016 16:27