Stjórnarmeirihlutinn vill kanna einkavæðingu Keflavíkurflugvallar Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2017 12:00 Eignirnar á Keflavíkurflugvelli eru gífurlega verðmætar og hafa heyrst tölur upp í allt að tvö hundruð milljarðar í þeim efnum. Vísir/Pjetur Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að skoðað verði að einkavæða eignir ríkisins á Keflavíkurflugvelli, þar með flugstöð Leifs Eiríkssonar og söluandvirðið nýtt til átaks í samgöngumálum. Fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir þetta arfavitlausa hagstjórn og mikilvægt sé að aðalhliðið til og frá landinu sé í eigu ríkisins. Fjárlaganefnd hefur lokið afgreiðslu sinni á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára og mun meirihluti nefndarinnar birta álit sitt á áætluninni síðar í dag. Þar er meðal annars lagt til að fallið verði frá hugmyndum Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónusta og aðrir kostir til tekjuöflunar skoðaðir, eins og að taka upp komugjöld til landsins. Það vekur líka athygli að meirihlutinn leggur til að skoðað verði að selja eignir ríkisins á Keflavíkurflugvelli, þar með flugstöð Leifs Eiríkssonar. Undanfarin nokkur ár hefur verið framkvæmt fyrir um 45 milljarða króna í flugstöðinni og mannvirkjum sem tengjast henni og hefur það verið gert með lánum með veðum í tekjum flugstöðvarinnar og án ríkisábyrgðar. En áætlanir eru um að fjárfesta þar fyrir allt að 100 milljarða án aðkomu ríkissjóðs. Oddnýju G. Harðardóttur sem situr í fjárlaganefnd fyrir Samfylkinguna líst illa á þessar hugmyndir. „Mér finnst að mikilvægasta hliðið okkar til og frá landinu eigi að vera í opinberum rekstri. Og eigi ekki að ganga kaupum og sölum,“ segir Oddný. Þá standi reksturinn á flugvellinum mjög vel undir sér og muni skila þjóðinni arði að nokkrum árum liðnum. „Svo er það náttúrlega arfavitlaus hagstjórn að ætla að ætla að fara að selja svo verðmæta eign núna og setja fjármunina í vegakerfið. Núna þegar spennan í hagkerfinu er svona mikil. Þannig að þetta er afleit hugmynd,“ segir Oddný. Eignirnar á Keflavíkurflugvelli eru gífurlega verðmætar og hafa heyrst tölur upp í allt að tvö hundruð milljarðar í þeim efnum. Í fljótu bragði virðast ekki margir aðilar, ef einhver í landinu, hafa efni á því að kaupa þetta? „Þetta yrði auðvitað boðið til sölu á evrópska efnahagssvæðinu geri ég ráð fyrir. Þannig að það geta allir boðið í ef þetta fer á markað,“ segir Oddný. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa stórir alþjóðlegir aðilar sem sérhæfa sig í rekstri flugvalla þegar sýnt því áhuga að taka yfir Keflavíkurflugvöll og þeir hafa fjárhagslegt bolmagn til þess. Þar með yrðu yfirráðin yfir flugstöðinni og jafnvel flugvellinum komin í hendur erlendra aðila. „Það er bara svo mikilvægt að að svona starfsemi fyrir okkur sem eyþjóð sé í opinberum rekstri. Að það séu ekki einhver öfl sem ætli að græða á rekstrinum sem fara með svona mikilvæga starfsemi fyrir okkur Íslendinga. Mér finnst þetta bara óhugsandi. Eins og ég segi; þetta er bæði óskynsamleg hagstjórn og þetta er líka óskynsamleg stýring á hliðinu inn og út úr landinu,“ segir Oddný G. Harðardóttir. Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að skoðað verði að einkavæða eignir ríkisins á Keflavíkurflugvelli, þar með flugstöð Leifs Eiríkssonar og söluandvirðið nýtt til átaks í samgöngumálum. Fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir þetta arfavitlausa hagstjórn og mikilvægt sé að aðalhliðið til og frá landinu sé í eigu ríkisins. Fjárlaganefnd hefur lokið afgreiðslu sinni á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára og mun meirihluti nefndarinnar birta álit sitt á áætluninni síðar í dag. Þar er meðal annars lagt til að fallið verði frá hugmyndum Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónusta og aðrir kostir til tekjuöflunar skoðaðir, eins og að taka upp komugjöld til landsins. Það vekur líka athygli að meirihlutinn leggur til að skoðað verði að selja eignir ríkisins á Keflavíkurflugvelli, þar með flugstöð Leifs Eiríkssonar. Undanfarin nokkur ár hefur verið framkvæmt fyrir um 45 milljarða króna í flugstöðinni og mannvirkjum sem tengjast henni og hefur það verið gert með lánum með veðum í tekjum flugstöðvarinnar og án ríkisábyrgðar. En áætlanir eru um að fjárfesta þar fyrir allt að 100 milljarða án aðkomu ríkissjóðs. Oddnýju G. Harðardóttur sem situr í fjárlaganefnd fyrir Samfylkinguna líst illa á þessar hugmyndir. „Mér finnst að mikilvægasta hliðið okkar til og frá landinu eigi að vera í opinberum rekstri. Og eigi ekki að ganga kaupum og sölum,“ segir Oddný. Þá standi reksturinn á flugvellinum mjög vel undir sér og muni skila þjóðinni arði að nokkrum árum liðnum. „Svo er það náttúrlega arfavitlaus hagstjórn að ætla að ætla að fara að selja svo verðmæta eign núna og setja fjármunina í vegakerfið. Núna þegar spennan í hagkerfinu er svona mikil. Þannig að þetta er afleit hugmynd,“ segir Oddný. Eignirnar á Keflavíkurflugvelli eru gífurlega verðmætar og hafa heyrst tölur upp í allt að tvö hundruð milljarðar í þeim efnum. Í fljótu bragði virðast ekki margir aðilar, ef einhver í landinu, hafa efni á því að kaupa þetta? „Þetta yrði auðvitað boðið til sölu á evrópska efnahagssvæðinu geri ég ráð fyrir. Þannig að það geta allir boðið í ef þetta fer á markað,“ segir Oddný. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa stórir alþjóðlegir aðilar sem sérhæfa sig í rekstri flugvalla þegar sýnt því áhuga að taka yfir Keflavíkurflugvöll og þeir hafa fjárhagslegt bolmagn til þess. Þar með yrðu yfirráðin yfir flugstöðinni og jafnvel flugvellinum komin í hendur erlendra aðila. „Það er bara svo mikilvægt að að svona starfsemi fyrir okkur sem eyþjóð sé í opinberum rekstri. Að það séu ekki einhver öfl sem ætli að græða á rekstrinum sem fara með svona mikilvæga starfsemi fyrir okkur Íslendinga. Mér finnst þetta bara óhugsandi. Eins og ég segi; þetta er bæði óskynsamleg hagstjórn og þetta er líka óskynsamleg stýring á hliðinu inn og út úr landinu,“ segir Oddný G. Harðardóttir.
Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent