Byggja þarf 280 hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu til að mæta grunnþörf Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. maí 2017 19:00 Byggja þarf 280 hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu fram til 2022 til viðbótar við þau sem þegar er áætlað að byggja. Engar áætlanir hafa verið gerðar um þessi rými en byggingarkostnaður er um níu milljarðar króna. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að verði þörfinni ekki mætt muni það auka enn frekar á útskriftarvanda spítalans. Aldursamsetning íslensku þjóðarinnar er að breytast hratt. Stórir árgangar fólks sem fæddist um og eftir síðari heimsstyrjöld mun þurfa á umönnun og hjúkrun að halda í nálægri framtíð. Lengi vel var aðskilnaður á milli dvalarrýma og hjúkrunarrýma en í dag er þetta undir sama þaki. Hrafnista og Grund eru dæmi um staði sem hýsa hjúkrunarrými. Samkvæmt tölum sem Landspítalinn aflaði frá velferðarráðuneytinu eru áætlanir um byggingu hjúkrunarrýma á höfuðborgarsvæðinu engan veginn í takti við fyrirsjáanlega þörf. „Í viðbót við þau hjúkrunarrými sem þegar hefur verið ákveðið að byggja fram til 2022 á höfuðborgarsvæðinu er vöntun á 280 hjúkrunarrýmum til viðbótar sem ekki er búið að gera áætlanir um. Miðað við að það kosti 30 milljónir króna að byggja hvert hjúkrunarrými þá eru það nærri níu milljörðum króna að byggja þau,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. Hann segir að huga verði að því hvernig eigi að mæta þessari þörf. Eitt helsta vandamál Landspítalans undanfarin ár snýr að svokölluðum fráflæðisvanda eða útskriftarvanda. Sú staðreynd að spítalinn getur ekki útskrifað sjúklinga vegna skorts á hjúkrunarrýmum annars staðar bitnar með einum eða öðrum hætti á öllum deildum spítalans. Páll segir að ef þessi hjúkrunarrými verða ekki byggð þá muni það bitna á útskriftarvanda spítalans. „Að öllu óbreyttu, ef þessari þörf fyrir hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu verður ekki mætt er ljóst að það mun torvelda útskriftir enn frekar en orðið er.“ Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Byggja þarf 280 hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu fram til 2022 til viðbótar við þau sem þegar er áætlað að byggja. Engar áætlanir hafa verið gerðar um þessi rými en byggingarkostnaður er um níu milljarðar króna. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að verði þörfinni ekki mætt muni það auka enn frekar á útskriftarvanda spítalans. Aldursamsetning íslensku þjóðarinnar er að breytast hratt. Stórir árgangar fólks sem fæddist um og eftir síðari heimsstyrjöld mun þurfa á umönnun og hjúkrun að halda í nálægri framtíð. Lengi vel var aðskilnaður á milli dvalarrýma og hjúkrunarrýma en í dag er þetta undir sama þaki. Hrafnista og Grund eru dæmi um staði sem hýsa hjúkrunarrými. Samkvæmt tölum sem Landspítalinn aflaði frá velferðarráðuneytinu eru áætlanir um byggingu hjúkrunarrýma á höfuðborgarsvæðinu engan veginn í takti við fyrirsjáanlega þörf. „Í viðbót við þau hjúkrunarrými sem þegar hefur verið ákveðið að byggja fram til 2022 á höfuðborgarsvæðinu er vöntun á 280 hjúkrunarrýmum til viðbótar sem ekki er búið að gera áætlanir um. Miðað við að það kosti 30 milljónir króna að byggja hvert hjúkrunarrými þá eru það nærri níu milljörðum króna að byggja þau,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. Hann segir að huga verði að því hvernig eigi að mæta þessari þörf. Eitt helsta vandamál Landspítalans undanfarin ár snýr að svokölluðum fráflæðisvanda eða útskriftarvanda. Sú staðreynd að spítalinn getur ekki útskrifað sjúklinga vegna skorts á hjúkrunarrýmum annars staðar bitnar með einum eða öðrum hætti á öllum deildum spítalans. Páll segir að ef þessi hjúkrunarrými verða ekki byggð þá muni það bitna á útskriftarvanda spítalans. „Að öllu óbreyttu, ef þessari þörf fyrir hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu verður ekki mætt er ljóst að það mun torvelda útskriftir enn frekar en orðið er.“
Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira