Gangandi og hjólandi gert hátt undir höfði í nýrri byggð við Kringlu Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 23:37 Vinningshugmynd Kanon arkitekta. Mynd/Kanon arkitektar Tillaga Kanon arkitekta um skipulag Kringlusvæðisins varð hlutskörpust í hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar og Arkitektafélags Íslands um Kringlusvæðið. Fimm tillögur að skipulagi svæðisins bárust.Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að keppendur í hugmyndasamkeppninni voru sérstaklega beðnir um að leggja fram framsæknar skipulagshugmyndir fyrir reitinn með sérstakri áherslu á góða nýtingu svæðisins ásamt fjölbreyttu og aðlaðandi borgarumhverfi sem verði eftirsótt til búsetu og starfa. Þá var sérstaklega minnst á að umhverfið ætti að vera gönguvænt auk þess sem áhersla var lögð á tengsl við biðstöðvar Borgarlínu og almenningsvagna. Í umsögn dómnefndar segir meðal annars um vinningstillöguna að „unnið sé með einfalda reitaskiptingu sem falli vel að hefðbundnu byggðarmynstri borgarinnar og skapi sterka heild. Borgarlínustöð er staðsett við Kringlumýrarbraut og getur þá bæði þjónað Kringlusvæðinu og Menntaskólanum við Hamrahlíð. Gatnakerfi er vel útfært og býður upp á hefðbundnar borgargötur með rólegri bílaumferð og lífvænlegri þjónustu á jarðhæðum. Húsareitir eru ferningslaga með rúmgóðum, opnum inngörðum. Gert er ráð fyrir allstóru almenningsrými á miðju svæðisins, sem kallast Kringlustétt. Hamrahlíð er framlengd inn á svæðið og nýr inngangur í Kringluna hafður í öndvegi við enda götunnar. Hús Sjóvár og Hús verslunarinnar eru felld haganlega inn í nýja byggð. Eins konar fortorg sunnan við Borgarleikhúsið gæti lyft húsinu upp í umhverfinu og gert aðkomuna að því skemmtilegri en nú er.“ Íbúðirnar sem reistar verða munu vera um 400 til 600 talsins og geta hýst um það bil 1200 íbúa.Íbúar geti sinnt daglegum erindum án einkabílsÍ tillögunni er gert ráð fyrir blöndun verslunarbyggðar og íbúðarbyggðar þar sem verslun og þjónusta yrði alla jafna á neðri hæðum en íbúðir á efri hæðum húsa. Þá er gert ráð fyrir stækkun Kringlunnar til norðurs að Miklubraut. Sú stækkun nemur alls 30 þúsund fermetrum. Leitast er við að bæta aðstæður gangandi og hjólandi vegfarenda og gert verður ráð fyrir að íbúar geti nálgast helstu daglega þjónustu án einkabíls. Þá er í tillögunni gert ráð fyrir almenningsrýmum sem geta nýst undir margvíslega starfsemi. Eitt þessara rýma, Kringlustéttin, mun bjóða upp á aðstöðu fyrir t.d. útibíó, útileikhús, tónleikahald, útiveitingar, útimarkaði, gosbrunna og skautasvell. Hægt er að skoða vinningstillöguna í heild sinni hér. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Tillaga Kanon arkitekta um skipulag Kringlusvæðisins varð hlutskörpust í hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar og Arkitektafélags Íslands um Kringlusvæðið. Fimm tillögur að skipulagi svæðisins bárust.Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að keppendur í hugmyndasamkeppninni voru sérstaklega beðnir um að leggja fram framsæknar skipulagshugmyndir fyrir reitinn með sérstakri áherslu á góða nýtingu svæðisins ásamt fjölbreyttu og aðlaðandi borgarumhverfi sem verði eftirsótt til búsetu og starfa. Þá var sérstaklega minnst á að umhverfið ætti að vera gönguvænt auk þess sem áhersla var lögð á tengsl við biðstöðvar Borgarlínu og almenningsvagna. Í umsögn dómnefndar segir meðal annars um vinningstillöguna að „unnið sé með einfalda reitaskiptingu sem falli vel að hefðbundnu byggðarmynstri borgarinnar og skapi sterka heild. Borgarlínustöð er staðsett við Kringlumýrarbraut og getur þá bæði þjónað Kringlusvæðinu og Menntaskólanum við Hamrahlíð. Gatnakerfi er vel útfært og býður upp á hefðbundnar borgargötur með rólegri bílaumferð og lífvænlegri þjónustu á jarðhæðum. Húsareitir eru ferningslaga með rúmgóðum, opnum inngörðum. Gert er ráð fyrir allstóru almenningsrými á miðju svæðisins, sem kallast Kringlustétt. Hamrahlíð er framlengd inn á svæðið og nýr inngangur í Kringluna hafður í öndvegi við enda götunnar. Hús Sjóvár og Hús verslunarinnar eru felld haganlega inn í nýja byggð. Eins konar fortorg sunnan við Borgarleikhúsið gæti lyft húsinu upp í umhverfinu og gert aðkomuna að því skemmtilegri en nú er.“ Íbúðirnar sem reistar verða munu vera um 400 til 600 talsins og geta hýst um það bil 1200 íbúa.Íbúar geti sinnt daglegum erindum án einkabílsÍ tillögunni er gert ráð fyrir blöndun verslunarbyggðar og íbúðarbyggðar þar sem verslun og þjónusta yrði alla jafna á neðri hæðum en íbúðir á efri hæðum húsa. Þá er gert ráð fyrir stækkun Kringlunnar til norðurs að Miklubraut. Sú stækkun nemur alls 30 þúsund fermetrum. Leitast er við að bæta aðstæður gangandi og hjólandi vegfarenda og gert verður ráð fyrir að íbúar geti nálgast helstu daglega þjónustu án einkabíls. Þá er í tillögunni gert ráð fyrir almenningsrýmum sem geta nýst undir margvíslega starfsemi. Eitt þessara rýma, Kringlustéttin, mun bjóða upp á aðstöðu fyrir t.d. útibíó, útileikhús, tónleikahald, útiveitingar, útimarkaði, gosbrunna og skautasvell. Hægt er að skoða vinningstillöguna í heild sinni hér.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira