Gangandi og hjólandi gert hátt undir höfði í nýrri byggð við Kringlu Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 23:37 Vinningshugmynd Kanon arkitekta. Mynd/Kanon arkitektar Tillaga Kanon arkitekta um skipulag Kringlusvæðisins varð hlutskörpust í hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar og Arkitektafélags Íslands um Kringlusvæðið. Fimm tillögur að skipulagi svæðisins bárust.Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að keppendur í hugmyndasamkeppninni voru sérstaklega beðnir um að leggja fram framsæknar skipulagshugmyndir fyrir reitinn með sérstakri áherslu á góða nýtingu svæðisins ásamt fjölbreyttu og aðlaðandi borgarumhverfi sem verði eftirsótt til búsetu og starfa. Þá var sérstaklega minnst á að umhverfið ætti að vera gönguvænt auk þess sem áhersla var lögð á tengsl við biðstöðvar Borgarlínu og almenningsvagna. Í umsögn dómnefndar segir meðal annars um vinningstillöguna að „unnið sé með einfalda reitaskiptingu sem falli vel að hefðbundnu byggðarmynstri borgarinnar og skapi sterka heild. Borgarlínustöð er staðsett við Kringlumýrarbraut og getur þá bæði þjónað Kringlusvæðinu og Menntaskólanum við Hamrahlíð. Gatnakerfi er vel útfært og býður upp á hefðbundnar borgargötur með rólegri bílaumferð og lífvænlegri þjónustu á jarðhæðum. Húsareitir eru ferningslaga með rúmgóðum, opnum inngörðum. Gert er ráð fyrir allstóru almenningsrými á miðju svæðisins, sem kallast Kringlustétt. Hamrahlíð er framlengd inn á svæðið og nýr inngangur í Kringluna hafður í öndvegi við enda götunnar. Hús Sjóvár og Hús verslunarinnar eru felld haganlega inn í nýja byggð. Eins konar fortorg sunnan við Borgarleikhúsið gæti lyft húsinu upp í umhverfinu og gert aðkomuna að því skemmtilegri en nú er.“ Íbúðirnar sem reistar verða munu vera um 400 til 600 talsins og geta hýst um það bil 1200 íbúa.Íbúar geti sinnt daglegum erindum án einkabílsÍ tillögunni er gert ráð fyrir blöndun verslunarbyggðar og íbúðarbyggðar þar sem verslun og þjónusta yrði alla jafna á neðri hæðum en íbúðir á efri hæðum húsa. Þá er gert ráð fyrir stækkun Kringlunnar til norðurs að Miklubraut. Sú stækkun nemur alls 30 þúsund fermetrum. Leitast er við að bæta aðstæður gangandi og hjólandi vegfarenda og gert verður ráð fyrir að íbúar geti nálgast helstu daglega þjónustu án einkabíls. Þá er í tillögunni gert ráð fyrir almenningsrýmum sem geta nýst undir margvíslega starfsemi. Eitt þessara rýma, Kringlustéttin, mun bjóða upp á aðstöðu fyrir t.d. útibíó, útileikhús, tónleikahald, útiveitingar, útimarkaði, gosbrunna og skautasvell. Hægt er að skoða vinningstillöguna í heild sinni hér. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Tillaga Kanon arkitekta um skipulag Kringlusvæðisins varð hlutskörpust í hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar og Arkitektafélags Íslands um Kringlusvæðið. Fimm tillögur að skipulagi svæðisins bárust.Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að keppendur í hugmyndasamkeppninni voru sérstaklega beðnir um að leggja fram framsæknar skipulagshugmyndir fyrir reitinn með sérstakri áherslu á góða nýtingu svæðisins ásamt fjölbreyttu og aðlaðandi borgarumhverfi sem verði eftirsótt til búsetu og starfa. Þá var sérstaklega minnst á að umhverfið ætti að vera gönguvænt auk þess sem áhersla var lögð á tengsl við biðstöðvar Borgarlínu og almenningsvagna. Í umsögn dómnefndar segir meðal annars um vinningstillöguna að „unnið sé með einfalda reitaskiptingu sem falli vel að hefðbundnu byggðarmynstri borgarinnar og skapi sterka heild. Borgarlínustöð er staðsett við Kringlumýrarbraut og getur þá bæði þjónað Kringlusvæðinu og Menntaskólanum við Hamrahlíð. Gatnakerfi er vel útfært og býður upp á hefðbundnar borgargötur með rólegri bílaumferð og lífvænlegri þjónustu á jarðhæðum. Húsareitir eru ferningslaga með rúmgóðum, opnum inngörðum. Gert er ráð fyrir allstóru almenningsrými á miðju svæðisins, sem kallast Kringlustétt. Hamrahlíð er framlengd inn á svæðið og nýr inngangur í Kringluna hafður í öndvegi við enda götunnar. Hús Sjóvár og Hús verslunarinnar eru felld haganlega inn í nýja byggð. Eins konar fortorg sunnan við Borgarleikhúsið gæti lyft húsinu upp í umhverfinu og gert aðkomuna að því skemmtilegri en nú er.“ Íbúðirnar sem reistar verða munu vera um 400 til 600 talsins og geta hýst um það bil 1200 íbúa.Íbúar geti sinnt daglegum erindum án einkabílsÍ tillögunni er gert ráð fyrir blöndun verslunarbyggðar og íbúðarbyggðar þar sem verslun og þjónusta yrði alla jafna á neðri hæðum en íbúðir á efri hæðum húsa. Þá er gert ráð fyrir stækkun Kringlunnar til norðurs að Miklubraut. Sú stækkun nemur alls 30 þúsund fermetrum. Leitast er við að bæta aðstæður gangandi og hjólandi vegfarenda og gert verður ráð fyrir að íbúar geti nálgast helstu daglega þjónustu án einkabíls. Þá er í tillögunni gert ráð fyrir almenningsrýmum sem geta nýst undir margvíslega starfsemi. Eitt þessara rýma, Kringlustéttin, mun bjóða upp á aðstöðu fyrir t.d. útibíó, útileikhús, tónleikahald, útiveitingar, útimarkaði, gosbrunna og skautasvell. Hægt er að skoða vinningstillöguna í heild sinni hér.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira