„Jólin eru ekki tími til að vera hlekkjaður við örtrefjaklút og skúringamoppu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. desember 2017 09:00 Margir upplifa kvíða og vanlíðan í kringum jólin. Vísir/Getty Dagana fyrir jól byrja margir setningarnar sínar á „Ég á eftir að“ eða „Ég þarf að“ og flestir eru með lista yfir allt sem þarf að kaupa, þrífa og gera. Þjálfarinn og sálfræðingurinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, hvetur fólk til að sleppa því að setja of mikla pressu á sig og passa að leyfa ekki stressinu að heltaka jólaundirbúninginn. „Þú hlammar þér í sófann í aðgerðarlömun. Opnar símann. Öppin sem gefa sýnishorn af veruleika náungans í gegnum tvívíðan veruleika á tölvuskjá. Vinkonurnar pósta myndum af bakstursafrekum. Óaðfinnanlegar Sörur. Sjö sortir á sunnudegi. Mannvirki úr piparkökum. Ein gerði Hallgrímskirkju. Önnur gerði Hörpu. Þriðja skellti í Buckingham Palace. Þú keyptir tilbúið piparkökuhús í Tiger. Lakkrístopparnir hvítar sorglegar klessur sem festust við bökunarplötuna.“ Á samfélagsmiðlum eins og Instagram og Snapchat eru myndir og myndbönd frá fólki sem er búið að þrífa allt og kaupa allt og gera allt. Ragga bendir á að fyrir jólin eru mörg heimilin sem sjást á samfélagsmiðlum, uppstillt eins og Hús og híbýli séu að koma í heimsókn. „Jólaskrautið þitt er tilviljanakennt samansafn frá mömmu, Kolaportinu og tombólum. Serían flækt og ein peran ónýt. Jólakvíðinn hríslast niður hryggjarsúluna. Hann hvíslar í eyrað á þér: Þú munt aldrei ná þessu öllu. Ekki-nógan mætir á kantinn og minnir þig á hversu léleg þú ert. „Þú átt eftir að setja upp jólagardínurnar... og það kortér í jól.” Hvað þér sé að mistakast á mörgum sviðum.“Ragga nagli hvetur Íslendinga til þess að slappa af um jólin og sleppa kvíðahnútnum yfir því að eitthvað sé ekki nóg.Aðsent/Andrea JónsdóttirÞað koma alltaf jól Ragga segir að fólk setji sér kröfur sem fari með himinskautum og ekki sé neinum fært nema fuglinum fljúgandi að ná þeim. „Jólin eru ekki tími til að vera hlekkjaður við örtrefjaklút og skúringamoppu. Jólin eru ekki tími til að vera andvaka af áhyggjum af óskrifuðum kortum. Jólin eru ekki tími til að vera lítill í sér yfir rykugum gluggakistum. Jólin eru tíminn til að vera með fjölskyldu og vinum. Drekka glögg. Sötra kakó. Smjatta Sörur. Sjoppa óþarfa á jólamarkaði. Fara á skauta. Máta kjóla.“ Hún hvetur fólk til þess að hylla myllumerkið #nógugott og sleppa óraunhæfum kröfum með tilheyrandi stressi, ekki láta kvíðahnút og vanlíðan eyðileggja jólin. „Það koma jól. Hvort sem það er ryk í hornunum. Sængin óviðruð. Eldhússkáparnir skipulagt kaos. Piparkökuhúsið E-efnafylltur fabrikkuskúr. Það koma alltaf jól. Spurningin er bara hvort við ætlum að njóta þeirra.“ Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Dagana fyrir jól byrja margir setningarnar sínar á „Ég á eftir að“ eða „Ég þarf að“ og flestir eru með lista yfir allt sem þarf að kaupa, þrífa og gera. Þjálfarinn og sálfræðingurinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, hvetur fólk til að sleppa því að setja of mikla pressu á sig og passa að leyfa ekki stressinu að heltaka jólaundirbúninginn. „Þú hlammar þér í sófann í aðgerðarlömun. Opnar símann. Öppin sem gefa sýnishorn af veruleika náungans í gegnum tvívíðan veruleika á tölvuskjá. Vinkonurnar pósta myndum af bakstursafrekum. Óaðfinnanlegar Sörur. Sjö sortir á sunnudegi. Mannvirki úr piparkökum. Ein gerði Hallgrímskirkju. Önnur gerði Hörpu. Þriðja skellti í Buckingham Palace. Þú keyptir tilbúið piparkökuhús í Tiger. Lakkrístopparnir hvítar sorglegar klessur sem festust við bökunarplötuna.“ Á samfélagsmiðlum eins og Instagram og Snapchat eru myndir og myndbönd frá fólki sem er búið að þrífa allt og kaupa allt og gera allt. Ragga bendir á að fyrir jólin eru mörg heimilin sem sjást á samfélagsmiðlum, uppstillt eins og Hús og híbýli séu að koma í heimsókn. „Jólaskrautið þitt er tilviljanakennt samansafn frá mömmu, Kolaportinu og tombólum. Serían flækt og ein peran ónýt. Jólakvíðinn hríslast niður hryggjarsúluna. Hann hvíslar í eyrað á þér: Þú munt aldrei ná þessu öllu. Ekki-nógan mætir á kantinn og minnir þig á hversu léleg þú ert. „Þú átt eftir að setja upp jólagardínurnar... og það kortér í jól.” Hvað þér sé að mistakast á mörgum sviðum.“Ragga nagli hvetur Íslendinga til þess að slappa af um jólin og sleppa kvíðahnútnum yfir því að eitthvað sé ekki nóg.Aðsent/Andrea JónsdóttirÞað koma alltaf jól Ragga segir að fólk setji sér kröfur sem fari með himinskautum og ekki sé neinum fært nema fuglinum fljúgandi að ná þeim. „Jólin eru ekki tími til að vera hlekkjaður við örtrefjaklút og skúringamoppu. Jólin eru ekki tími til að vera andvaka af áhyggjum af óskrifuðum kortum. Jólin eru ekki tími til að vera lítill í sér yfir rykugum gluggakistum. Jólin eru tíminn til að vera með fjölskyldu og vinum. Drekka glögg. Sötra kakó. Smjatta Sörur. Sjoppa óþarfa á jólamarkaði. Fara á skauta. Máta kjóla.“ Hún hvetur fólk til þess að hylla myllumerkið #nógugott og sleppa óraunhæfum kröfum með tilheyrandi stressi, ekki láta kvíðahnút og vanlíðan eyðileggja jólin. „Það koma jól. Hvort sem það er ryk í hornunum. Sængin óviðruð. Eldhússkáparnir skipulagt kaos. Piparkökuhúsið E-efnafylltur fabrikkuskúr. Það koma alltaf jól. Spurningin er bara hvort við ætlum að njóta þeirra.“
Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira