Forlagið skal enn lúta skilyrðum Samkeppniseftirlitsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. desember 2017 12:27 Egill Örn Jóhannsson (t.v.) er framkvæmdastjóri Forlagsins en Páll Gunnar Pálsson (t.h.) er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Samkeppniseftirlitið birtir í dag ákvörðun sína sem snýr að beiðni bókaútgáfunnar Forlagsins ehf. um endurupptöku ákvörðunar eftirlitsins er varðar samruna JPV útgáfu ehf. og Vegamóta ehf. árið 2008. Laut beiðni Forlagsins nú að því að skilyrði vegna samrunans verði felld úr gildi eða dregið úr þeim en niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er að Forlagið sé enn í markaðsráðandi stöðu á bókamarkaði. Því sé nauðsynlegt að skilyrðin gildi áfram að því er fram kemur í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Sjá einnig:Forlagið sagt í stöðu til að beita hefndaraðgerðum Í tilkynningunni segir að Forlagið hafi mótmælt skilgreiningu markaðarins í málinu og mati á hlutdeild félagsins á markaðnum. Þá taldi fyrirtækið einnig að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna samruna JPV og Vegamóta árið 2008 hefði byggt á röngum forsendum, aðstæður hefðu breyst auk þess sem skilyrðin væru íþyngjandi fyrir rekstur félagsins. Sjá einnig:Segir Samkeppniseftirlitið leggja Forlagið í einelti „Athugun Samkeppniseftirlitsins á bókamarkaðnum núna sýnir að staða Forlagsins hefur ekki breyst í meginatriðum á liðnum árum. Forlagið er enn stærsta bókaútgáfan á Íslandi með 45-50% hlutdeild í almennri bókaútgáfu og er með u.þ.b. fjórfalt meiri hlutdeild en sá útgefandi sem næst kemur að stærð sem er Bjartur-Veröld. Þá er Forlagið með mikla breidd í útgáfu samanborið við flesta aðra bókaútgefendur. Er það því niðurstaðan í ákvörðun eftirlitsins að Forlagið sé ennþá í markaðsráðandi stöðu á bókamarkaði. Samkeppniseftirlitið telur því mikilvægt að skilyrðin, sem Forlagið óskar nú eftir að verði felld niður, og snúast aðallega um að Forlagið beiti ekki styrk sínum gagnvart keppinautum og skaði þannig samkeppni, gildi áfram. Skiptir líka máli að meirihluti keppinauta sem tók þátt í könnun eftirlitsins telja að skilyrðin hafi stuðlað að aukinni samkeppni og að ekki séu forsendur til að fella þau úr gildi að hluta til eða öllu leyti. Þá telur eftirlitið að Forlagið hafi ekki rökstutt hvernig skilyrðin setji félaginu í raun skorður og hvaða áhrif það hafi fyrir það og aðra ef þau yrðu felld niður,“ segir í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins þar sem skilyrðin sem Forlagið skal áfram lúta eru einnig rakin. Þau felast meðal annars í eftirfarandi: • Forlagið má aðeins semja um útgáfurétt á einum bókartitli hverju sinni við hvern rithöfund. • Forlaginu er óheimilt að veita endurseljendum bóka afslátt frá heildsöluverði bóka sinna nema Forlagið geti með óyggjandi hætti sýnt fram á kostnaðarlegt hagræði af viðskiptum við viðkomandi endurseljanda sem sé í samræmi við afsláttinn. • Forlaginu er óheimilt að mismuna endurseljendum bóka í hvers kyns kynningarstarfi, auglýsingaherferðum, eða með efni sem snýr að uppstillingu og auglýsingu bóka í verslunum endurseljenda nema slík mismunun byggist á almennum viðskiptalegum sjónarmiðum. • Forlaginu er óheimilt að gera hvers kyns einkakaupasamninga við endurseljendur bóka. • Forlaginu er óheimilt að hafa nokkur afskipti af söluverði endurseljenda þeirra bóka sem félagið gefur út eða birta með nokkru móti söluverð endurseljenda. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Sjá meira
Samkeppniseftirlitið birtir í dag ákvörðun sína sem snýr að beiðni bókaútgáfunnar Forlagsins ehf. um endurupptöku ákvörðunar eftirlitsins er varðar samruna JPV útgáfu ehf. og Vegamóta ehf. árið 2008. Laut beiðni Forlagsins nú að því að skilyrði vegna samrunans verði felld úr gildi eða dregið úr þeim en niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er að Forlagið sé enn í markaðsráðandi stöðu á bókamarkaði. Því sé nauðsynlegt að skilyrðin gildi áfram að því er fram kemur í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Sjá einnig:Forlagið sagt í stöðu til að beita hefndaraðgerðum Í tilkynningunni segir að Forlagið hafi mótmælt skilgreiningu markaðarins í málinu og mati á hlutdeild félagsins á markaðnum. Þá taldi fyrirtækið einnig að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna samruna JPV og Vegamóta árið 2008 hefði byggt á röngum forsendum, aðstæður hefðu breyst auk þess sem skilyrðin væru íþyngjandi fyrir rekstur félagsins. Sjá einnig:Segir Samkeppniseftirlitið leggja Forlagið í einelti „Athugun Samkeppniseftirlitsins á bókamarkaðnum núna sýnir að staða Forlagsins hefur ekki breyst í meginatriðum á liðnum árum. Forlagið er enn stærsta bókaútgáfan á Íslandi með 45-50% hlutdeild í almennri bókaútgáfu og er með u.þ.b. fjórfalt meiri hlutdeild en sá útgefandi sem næst kemur að stærð sem er Bjartur-Veröld. Þá er Forlagið með mikla breidd í útgáfu samanborið við flesta aðra bókaútgefendur. Er það því niðurstaðan í ákvörðun eftirlitsins að Forlagið sé ennþá í markaðsráðandi stöðu á bókamarkaði. Samkeppniseftirlitið telur því mikilvægt að skilyrðin, sem Forlagið óskar nú eftir að verði felld niður, og snúast aðallega um að Forlagið beiti ekki styrk sínum gagnvart keppinautum og skaði þannig samkeppni, gildi áfram. Skiptir líka máli að meirihluti keppinauta sem tók þátt í könnun eftirlitsins telja að skilyrðin hafi stuðlað að aukinni samkeppni og að ekki séu forsendur til að fella þau úr gildi að hluta til eða öllu leyti. Þá telur eftirlitið að Forlagið hafi ekki rökstutt hvernig skilyrðin setji félaginu í raun skorður og hvaða áhrif það hafi fyrir það og aðra ef þau yrðu felld niður,“ segir í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins þar sem skilyrðin sem Forlagið skal áfram lúta eru einnig rakin. Þau felast meðal annars í eftirfarandi: • Forlagið má aðeins semja um útgáfurétt á einum bókartitli hverju sinni við hvern rithöfund. • Forlaginu er óheimilt að veita endurseljendum bóka afslátt frá heildsöluverði bóka sinna nema Forlagið geti með óyggjandi hætti sýnt fram á kostnaðarlegt hagræði af viðskiptum við viðkomandi endurseljanda sem sé í samræmi við afsláttinn. • Forlaginu er óheimilt að mismuna endurseljendum bóka í hvers kyns kynningarstarfi, auglýsingaherferðum, eða með efni sem snýr að uppstillingu og auglýsingu bóka í verslunum endurseljenda nema slík mismunun byggist á almennum viðskiptalegum sjónarmiðum. • Forlaginu er óheimilt að gera hvers kyns einkakaupasamninga við endurseljendur bóka. • Forlaginu er óheimilt að hafa nokkur afskipti af söluverði endurseljenda þeirra bóka sem félagið gefur út eða birta með nokkru móti söluverð endurseljenda.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Sjá meira