Bóndinn á Ósi býður gesti að taka í pensil Kristján Már Unnarsson skrifar 22. desember 2017 13:45 Þorbjörn Pétursson á Ósi í Mosdal var síðasti sauðfjárbóndinn til að bregða búi við norðanverðan Arnarfjörð. Rætt var við hann í þættinum „Um land allt“. Þegar við Stöðvar 2-menn vorum á ferðinni í hinum gamla Auðkúluhreppi í sumar kom það okkur á óvart að sjá hann uppi á þaki á eyðibýlinu að mála. Við vissum ekki betur en að hann hefði yfirgefið jörðina fyrir sjö árum og fargað fénu, brennt fjárhúsin, og keypt sér íbúð á Þingeyri. Við rifjum upp viðtal frá árinu 2010, sem sýnt var í Ísland í dag og sjá má hér að neðan.Þegar við heimsóttum Þorbjörn aftur í sumar, og brugðum okkur upp á þak, bauð hann okkur að taka í pensil. Gestinum var boðið að taka í pensil á þakinu á Ósi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Bjössi á Ósi, eins og hann er kallaður fyrir vestan, vildi jafnframt að við skoðuðum grafreitinn og legsteinana. Þar liggja kindurnar sem honum þótti vænst um, Svarta gengið, sem taldi um áttatíu kindur: „Blessun og friður hvíli yfir þessum hól. Þessi hóll og nánast umhverfi skal vera ósnert um ókomna tíð,“ stendur á öðrum legsteininum. Legsteinarnir tveir við grafreitinn í Mosdal þar sem kindurnar liggja.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hinn er fyrir Gamla féð. „Í þessum reit liggja Sóley, Fríðust, Fjóla, Björg, Sól og heimalningarnir.“ Við prílum aftur upp á þak og höfum orð á því að bóndi sem er að mála þakið sé nú alls ekki farinn.Þorbjörn á þakinu að spjalla við Stöðvar 2-menn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En svo viljum við ræða um mál málanna hér fyrir vestan, jarðgöngin sem byrjað er að grafa milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Hér má sjá bútinn með Þorbirni úr þættinum „Um land allt“: Ísafjarðarbær Um land allt Tengdar fréttir Vill láta jarða sig við hliðina á kindunum Síðasti sauðfjárbóndinn við norðanverðan Arnarfjörð er að bregða búi. Hann vill láta jarða sig við hliðina á uppáhaldskindunum sínum í sérstökum grafreit, sem hann er búinn að láta gera í virðingarskyni við kindurnar. Þetta kemur fram í viðtali Kristjáns Más Unnarssonar fréttastjóra við Þorbjörn Pétursson, bónda á Ósi í Mosdal, sem sýnt verður í kvöld í þættinum Ísland í dag á Stöð 2. 21. september 2010 15:41 Eitt stærsta hrossabú landsins í vestfirskum afdal Á sama tíma og hefðbundin sveitabyggð er brostin við norðanverðan Arnarfjörð hefur í einum afskekktasta dal landsins, lengst vestur á Vestfjörðum, byggst upp eitt veglegasta hrossabú landsins, með reiðhöll, skeiðvelli og öðru sem tilheyrir. Eigandinn, sem er líka með einkasundlaug og hefur svín á beit útí haga, segist vera að fjárfesta í skemmtilegum stundum og minningum. 22. september 2010 18:46 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Þorbjörn Pétursson á Ósi í Mosdal var síðasti sauðfjárbóndinn til að bregða búi við norðanverðan Arnarfjörð. Rætt var við hann í þættinum „Um land allt“. Þegar við Stöðvar 2-menn vorum á ferðinni í hinum gamla Auðkúluhreppi í sumar kom það okkur á óvart að sjá hann uppi á þaki á eyðibýlinu að mála. Við vissum ekki betur en að hann hefði yfirgefið jörðina fyrir sjö árum og fargað fénu, brennt fjárhúsin, og keypt sér íbúð á Þingeyri. Við rifjum upp viðtal frá árinu 2010, sem sýnt var í Ísland í dag og sjá má hér að neðan.Þegar við heimsóttum Þorbjörn aftur í sumar, og brugðum okkur upp á þak, bauð hann okkur að taka í pensil. Gestinum var boðið að taka í pensil á þakinu á Ósi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Bjössi á Ósi, eins og hann er kallaður fyrir vestan, vildi jafnframt að við skoðuðum grafreitinn og legsteinana. Þar liggja kindurnar sem honum þótti vænst um, Svarta gengið, sem taldi um áttatíu kindur: „Blessun og friður hvíli yfir þessum hól. Þessi hóll og nánast umhverfi skal vera ósnert um ókomna tíð,“ stendur á öðrum legsteininum. Legsteinarnir tveir við grafreitinn í Mosdal þar sem kindurnar liggja.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hinn er fyrir Gamla féð. „Í þessum reit liggja Sóley, Fríðust, Fjóla, Björg, Sól og heimalningarnir.“ Við prílum aftur upp á þak og höfum orð á því að bóndi sem er að mála þakið sé nú alls ekki farinn.Þorbjörn á þakinu að spjalla við Stöðvar 2-menn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En svo viljum við ræða um mál málanna hér fyrir vestan, jarðgöngin sem byrjað er að grafa milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Hér má sjá bútinn með Þorbirni úr þættinum „Um land allt“:
Ísafjarðarbær Um land allt Tengdar fréttir Vill láta jarða sig við hliðina á kindunum Síðasti sauðfjárbóndinn við norðanverðan Arnarfjörð er að bregða búi. Hann vill láta jarða sig við hliðina á uppáhaldskindunum sínum í sérstökum grafreit, sem hann er búinn að láta gera í virðingarskyni við kindurnar. Þetta kemur fram í viðtali Kristjáns Más Unnarssonar fréttastjóra við Þorbjörn Pétursson, bónda á Ósi í Mosdal, sem sýnt verður í kvöld í þættinum Ísland í dag á Stöð 2. 21. september 2010 15:41 Eitt stærsta hrossabú landsins í vestfirskum afdal Á sama tíma og hefðbundin sveitabyggð er brostin við norðanverðan Arnarfjörð hefur í einum afskekktasta dal landsins, lengst vestur á Vestfjörðum, byggst upp eitt veglegasta hrossabú landsins, með reiðhöll, skeiðvelli og öðru sem tilheyrir. Eigandinn, sem er líka með einkasundlaug og hefur svín á beit útí haga, segist vera að fjárfesta í skemmtilegum stundum og minningum. 22. september 2010 18:46 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Vill láta jarða sig við hliðina á kindunum Síðasti sauðfjárbóndinn við norðanverðan Arnarfjörð er að bregða búi. Hann vill láta jarða sig við hliðina á uppáhaldskindunum sínum í sérstökum grafreit, sem hann er búinn að láta gera í virðingarskyni við kindurnar. Þetta kemur fram í viðtali Kristjáns Más Unnarssonar fréttastjóra við Þorbjörn Pétursson, bónda á Ósi í Mosdal, sem sýnt verður í kvöld í þættinum Ísland í dag á Stöð 2. 21. september 2010 15:41
Eitt stærsta hrossabú landsins í vestfirskum afdal Á sama tíma og hefðbundin sveitabyggð er brostin við norðanverðan Arnarfjörð hefur í einum afskekktasta dal landsins, lengst vestur á Vestfjörðum, byggst upp eitt veglegasta hrossabú landsins, með reiðhöll, skeiðvelli og öðru sem tilheyrir. Eigandinn, sem er líka með einkasundlaug og hefur svín á beit útí haga, segist vera að fjárfesta í skemmtilegum stundum og minningum. 22. september 2010 18:46