Vill afnema virðisaukaskatt af áskriftum fjölmiðla Ingvar Þór Björnsson og Þorbjörn Þórðarson skrifa 27. desember 2017 21:06 Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, vill að virðisaukaskattur af áskriftum fjölmiðla verði afnuminn. Hann segir að þetta myndi styrkja stöðu sjálfstæðra fjölmiðla. Menntamálaráðherra segir mikilvægt að breytingar á rekstrarumhverfi fjölmiðla gagnist þeim öllum óháð því hvernig þeir afla sér tekna. Einkareknir fjölmiðlar á Íslandi reiða sig á áskriftartekjur, auglýsingatekjur eða styrki. Virðisaukaskattur af áskriftum fjölmiðla er í dag 11%. Samkeppnisstaða íslenskra fjölmiðla er erfið því einn af keppinautum þeirra, Ríkisútvarpið, nýtur forskots í formi fastrar meðgjafar frá skattgreiðendum. RÚV fékk 3,8 milljarða króna frá íslenska ríkinu á síðasta ári og seldi samhliða því auglýsingar fyrir 2,2 milljarða króna.Sjálfstæðir fjölmiðlar flestir að berjast í bökkum Óli Björn segir í grein í Morgunblaðinu í dag að afnám virðisaukaskatts af áskriftum fjölmiðla gæti verið mikilvægt skref til að styrkja rekstur sjálfstæðra fjölmiðla og leiðrétta að einhverju leyti samkeppnisstöðu þeirra gagnvart RÚV. Óli Björn segir jafnframt að þetta myndi ekki einungis gagnast stóru einkareknu miðlunum. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta er auðvitað lítið skref en þetta myndi til dæmis gagnast héraðsfréttablöðum sem eru mikilvæg í sinni heimabyggð. Þetta mun styrkja rekstrargrundvöll lítilla tímarita. Það er alveg ljóst að sjálfstæðir fjölmiðlar eru flestir að berjast í bökkum. Þetta er ein leið til þess að styrkja þá og hún er frekar auðveld. Ég held að pólitískt sé samstaða um að grípa til slíkra aðgerða og svo getum við rætt um framhaldið,“ segir hann.Skýrsla nefndar um rekstrarumhverfi fjölmiðla væntanleg Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segist fagna því að formaður efnahags- og viðskiptanefndar vilji styrkja stöðu frjálsra fjölmiðla. „Það sem við erum að fara að gera núna er að fara í heildstæða stefnumótun er varðar ekki bara fjölmiðla heldur líka bókmenntir, tónlist, kvikmyndir og máltækni og þetta verður liður í því,“ segir Lilja. Ljóst er að afnám virðisaukaskatts myndi ekkert gagnast þeim fjölmiðlum sem reiða sig eingöngu á sölu auglýsinga og styrki. Lilja segir mikilvægt að breytingar á rekstrarumhverfi fjölmiðla gagnist þeim öllum óháð því hvernig þeir afli sér tekna. Illugi Gunnarsson, þáverandi menntamálaráðherra, skipaði nefnd um rekstrarumhverfi fjölmiðla í árslok 2016. Björgvin Guðmundsson, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við fréttastofu að skýrsla nefndarinnar væri tilbúin og að hún yrði afhent ráðherra á næstu dögum. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, vill að virðisaukaskattur af áskriftum fjölmiðla verði afnuminn. Hann segir að þetta myndi styrkja stöðu sjálfstæðra fjölmiðla. Menntamálaráðherra segir mikilvægt að breytingar á rekstrarumhverfi fjölmiðla gagnist þeim öllum óháð því hvernig þeir afla sér tekna. Einkareknir fjölmiðlar á Íslandi reiða sig á áskriftartekjur, auglýsingatekjur eða styrki. Virðisaukaskattur af áskriftum fjölmiðla er í dag 11%. Samkeppnisstaða íslenskra fjölmiðla er erfið því einn af keppinautum þeirra, Ríkisútvarpið, nýtur forskots í formi fastrar meðgjafar frá skattgreiðendum. RÚV fékk 3,8 milljarða króna frá íslenska ríkinu á síðasta ári og seldi samhliða því auglýsingar fyrir 2,2 milljarða króna.Sjálfstæðir fjölmiðlar flestir að berjast í bökkum Óli Björn segir í grein í Morgunblaðinu í dag að afnám virðisaukaskatts af áskriftum fjölmiðla gæti verið mikilvægt skref til að styrkja rekstur sjálfstæðra fjölmiðla og leiðrétta að einhverju leyti samkeppnisstöðu þeirra gagnvart RÚV. Óli Björn segir jafnframt að þetta myndi ekki einungis gagnast stóru einkareknu miðlunum. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta er auðvitað lítið skref en þetta myndi til dæmis gagnast héraðsfréttablöðum sem eru mikilvæg í sinni heimabyggð. Þetta mun styrkja rekstrargrundvöll lítilla tímarita. Það er alveg ljóst að sjálfstæðir fjölmiðlar eru flestir að berjast í bökkum. Þetta er ein leið til þess að styrkja þá og hún er frekar auðveld. Ég held að pólitískt sé samstaða um að grípa til slíkra aðgerða og svo getum við rætt um framhaldið,“ segir hann.Skýrsla nefndar um rekstrarumhverfi fjölmiðla væntanleg Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segist fagna því að formaður efnahags- og viðskiptanefndar vilji styrkja stöðu frjálsra fjölmiðla. „Það sem við erum að fara að gera núna er að fara í heildstæða stefnumótun er varðar ekki bara fjölmiðla heldur líka bókmenntir, tónlist, kvikmyndir og máltækni og þetta verður liður í því,“ segir Lilja. Ljóst er að afnám virðisaukaskatts myndi ekkert gagnast þeim fjölmiðlum sem reiða sig eingöngu á sölu auglýsinga og styrki. Lilja segir mikilvægt að breytingar á rekstrarumhverfi fjölmiðla gagnist þeim öllum óháð því hvernig þeir afli sér tekna. Illugi Gunnarsson, þáverandi menntamálaráðherra, skipaði nefnd um rekstrarumhverfi fjölmiðla í árslok 2016. Björgvin Guðmundsson, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við fréttastofu að skýrsla nefndarinnar væri tilbúin og að hún yrði afhent ráðherra á næstu dögum.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira