Vill afnema virðisaukaskatt af áskriftum fjölmiðla Ingvar Þór Björnsson og Þorbjörn Þórðarson skrifa 27. desember 2017 21:06 Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, vill að virðisaukaskattur af áskriftum fjölmiðla verði afnuminn. Hann segir að þetta myndi styrkja stöðu sjálfstæðra fjölmiðla. Menntamálaráðherra segir mikilvægt að breytingar á rekstrarumhverfi fjölmiðla gagnist þeim öllum óháð því hvernig þeir afla sér tekna. Einkareknir fjölmiðlar á Íslandi reiða sig á áskriftartekjur, auglýsingatekjur eða styrki. Virðisaukaskattur af áskriftum fjölmiðla er í dag 11%. Samkeppnisstaða íslenskra fjölmiðla er erfið því einn af keppinautum þeirra, Ríkisútvarpið, nýtur forskots í formi fastrar meðgjafar frá skattgreiðendum. RÚV fékk 3,8 milljarða króna frá íslenska ríkinu á síðasta ári og seldi samhliða því auglýsingar fyrir 2,2 milljarða króna.Sjálfstæðir fjölmiðlar flestir að berjast í bökkum Óli Björn segir í grein í Morgunblaðinu í dag að afnám virðisaukaskatts af áskriftum fjölmiðla gæti verið mikilvægt skref til að styrkja rekstur sjálfstæðra fjölmiðla og leiðrétta að einhverju leyti samkeppnisstöðu þeirra gagnvart RÚV. Óli Björn segir jafnframt að þetta myndi ekki einungis gagnast stóru einkareknu miðlunum. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta er auðvitað lítið skref en þetta myndi til dæmis gagnast héraðsfréttablöðum sem eru mikilvæg í sinni heimabyggð. Þetta mun styrkja rekstrargrundvöll lítilla tímarita. Það er alveg ljóst að sjálfstæðir fjölmiðlar eru flestir að berjast í bökkum. Þetta er ein leið til þess að styrkja þá og hún er frekar auðveld. Ég held að pólitískt sé samstaða um að grípa til slíkra aðgerða og svo getum við rætt um framhaldið,“ segir hann.Skýrsla nefndar um rekstrarumhverfi fjölmiðla væntanleg Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segist fagna því að formaður efnahags- og viðskiptanefndar vilji styrkja stöðu frjálsra fjölmiðla. „Það sem við erum að fara að gera núna er að fara í heildstæða stefnumótun er varðar ekki bara fjölmiðla heldur líka bókmenntir, tónlist, kvikmyndir og máltækni og þetta verður liður í því,“ segir Lilja. Ljóst er að afnám virðisaukaskatts myndi ekkert gagnast þeim fjölmiðlum sem reiða sig eingöngu á sölu auglýsinga og styrki. Lilja segir mikilvægt að breytingar á rekstrarumhverfi fjölmiðla gagnist þeim öllum óháð því hvernig þeir afli sér tekna. Illugi Gunnarsson, þáverandi menntamálaráðherra, skipaði nefnd um rekstrarumhverfi fjölmiðla í árslok 2016. Björgvin Guðmundsson, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við fréttastofu að skýrsla nefndarinnar væri tilbúin og að hún yrði afhent ráðherra á næstu dögum. Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, vill að virðisaukaskattur af áskriftum fjölmiðla verði afnuminn. Hann segir að þetta myndi styrkja stöðu sjálfstæðra fjölmiðla. Menntamálaráðherra segir mikilvægt að breytingar á rekstrarumhverfi fjölmiðla gagnist þeim öllum óháð því hvernig þeir afla sér tekna. Einkareknir fjölmiðlar á Íslandi reiða sig á áskriftartekjur, auglýsingatekjur eða styrki. Virðisaukaskattur af áskriftum fjölmiðla er í dag 11%. Samkeppnisstaða íslenskra fjölmiðla er erfið því einn af keppinautum þeirra, Ríkisútvarpið, nýtur forskots í formi fastrar meðgjafar frá skattgreiðendum. RÚV fékk 3,8 milljarða króna frá íslenska ríkinu á síðasta ári og seldi samhliða því auglýsingar fyrir 2,2 milljarða króna.Sjálfstæðir fjölmiðlar flestir að berjast í bökkum Óli Björn segir í grein í Morgunblaðinu í dag að afnám virðisaukaskatts af áskriftum fjölmiðla gæti verið mikilvægt skref til að styrkja rekstur sjálfstæðra fjölmiðla og leiðrétta að einhverju leyti samkeppnisstöðu þeirra gagnvart RÚV. Óli Björn segir jafnframt að þetta myndi ekki einungis gagnast stóru einkareknu miðlunum. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta er auðvitað lítið skref en þetta myndi til dæmis gagnast héraðsfréttablöðum sem eru mikilvæg í sinni heimabyggð. Þetta mun styrkja rekstrargrundvöll lítilla tímarita. Það er alveg ljóst að sjálfstæðir fjölmiðlar eru flestir að berjast í bökkum. Þetta er ein leið til þess að styrkja þá og hún er frekar auðveld. Ég held að pólitískt sé samstaða um að grípa til slíkra aðgerða og svo getum við rætt um framhaldið,“ segir hann.Skýrsla nefndar um rekstrarumhverfi fjölmiðla væntanleg Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segist fagna því að formaður efnahags- og viðskiptanefndar vilji styrkja stöðu frjálsra fjölmiðla. „Það sem við erum að fara að gera núna er að fara í heildstæða stefnumótun er varðar ekki bara fjölmiðla heldur líka bókmenntir, tónlist, kvikmyndir og máltækni og þetta verður liður í því,“ segir Lilja. Ljóst er að afnám virðisaukaskatts myndi ekkert gagnast þeim fjölmiðlum sem reiða sig eingöngu á sölu auglýsinga og styrki. Lilja segir mikilvægt að breytingar á rekstrarumhverfi fjölmiðla gagnist þeim öllum óháð því hvernig þeir afli sér tekna. Illugi Gunnarsson, þáverandi menntamálaráðherra, skipaði nefnd um rekstrarumhverfi fjölmiðla í árslok 2016. Björgvin Guðmundsson, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við fréttastofu að skýrsla nefndarinnar væri tilbúin og að hún yrði afhent ráðherra á næstu dögum.
Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira