Vill afnema virðisaukaskatt af áskriftum fjölmiðla Ingvar Þór Björnsson og Þorbjörn Þórðarson skrifa 27. desember 2017 21:06 Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, vill að virðisaukaskattur af áskriftum fjölmiðla verði afnuminn. Hann segir að þetta myndi styrkja stöðu sjálfstæðra fjölmiðla. Menntamálaráðherra segir mikilvægt að breytingar á rekstrarumhverfi fjölmiðla gagnist þeim öllum óháð því hvernig þeir afla sér tekna. Einkareknir fjölmiðlar á Íslandi reiða sig á áskriftartekjur, auglýsingatekjur eða styrki. Virðisaukaskattur af áskriftum fjölmiðla er í dag 11%. Samkeppnisstaða íslenskra fjölmiðla er erfið því einn af keppinautum þeirra, Ríkisútvarpið, nýtur forskots í formi fastrar meðgjafar frá skattgreiðendum. RÚV fékk 3,8 milljarða króna frá íslenska ríkinu á síðasta ári og seldi samhliða því auglýsingar fyrir 2,2 milljarða króna.Sjálfstæðir fjölmiðlar flestir að berjast í bökkum Óli Björn segir í grein í Morgunblaðinu í dag að afnám virðisaukaskatts af áskriftum fjölmiðla gæti verið mikilvægt skref til að styrkja rekstur sjálfstæðra fjölmiðla og leiðrétta að einhverju leyti samkeppnisstöðu þeirra gagnvart RÚV. Óli Björn segir jafnframt að þetta myndi ekki einungis gagnast stóru einkareknu miðlunum. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta er auðvitað lítið skref en þetta myndi til dæmis gagnast héraðsfréttablöðum sem eru mikilvæg í sinni heimabyggð. Þetta mun styrkja rekstrargrundvöll lítilla tímarita. Það er alveg ljóst að sjálfstæðir fjölmiðlar eru flestir að berjast í bökkum. Þetta er ein leið til þess að styrkja þá og hún er frekar auðveld. Ég held að pólitískt sé samstaða um að grípa til slíkra aðgerða og svo getum við rætt um framhaldið,“ segir hann.Skýrsla nefndar um rekstrarumhverfi fjölmiðla væntanleg Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segist fagna því að formaður efnahags- og viðskiptanefndar vilji styrkja stöðu frjálsra fjölmiðla. „Það sem við erum að fara að gera núna er að fara í heildstæða stefnumótun er varðar ekki bara fjölmiðla heldur líka bókmenntir, tónlist, kvikmyndir og máltækni og þetta verður liður í því,“ segir Lilja. Ljóst er að afnám virðisaukaskatts myndi ekkert gagnast þeim fjölmiðlum sem reiða sig eingöngu á sölu auglýsinga og styrki. Lilja segir mikilvægt að breytingar á rekstrarumhverfi fjölmiðla gagnist þeim öllum óháð því hvernig þeir afli sér tekna. Illugi Gunnarsson, þáverandi menntamálaráðherra, skipaði nefnd um rekstrarumhverfi fjölmiðla í árslok 2016. Björgvin Guðmundsson, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við fréttastofu að skýrsla nefndarinnar væri tilbúin og að hún yrði afhent ráðherra á næstu dögum. Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, vill að virðisaukaskattur af áskriftum fjölmiðla verði afnuminn. Hann segir að þetta myndi styrkja stöðu sjálfstæðra fjölmiðla. Menntamálaráðherra segir mikilvægt að breytingar á rekstrarumhverfi fjölmiðla gagnist þeim öllum óháð því hvernig þeir afla sér tekna. Einkareknir fjölmiðlar á Íslandi reiða sig á áskriftartekjur, auglýsingatekjur eða styrki. Virðisaukaskattur af áskriftum fjölmiðla er í dag 11%. Samkeppnisstaða íslenskra fjölmiðla er erfið því einn af keppinautum þeirra, Ríkisútvarpið, nýtur forskots í formi fastrar meðgjafar frá skattgreiðendum. RÚV fékk 3,8 milljarða króna frá íslenska ríkinu á síðasta ári og seldi samhliða því auglýsingar fyrir 2,2 milljarða króna.Sjálfstæðir fjölmiðlar flestir að berjast í bökkum Óli Björn segir í grein í Morgunblaðinu í dag að afnám virðisaukaskatts af áskriftum fjölmiðla gæti verið mikilvægt skref til að styrkja rekstur sjálfstæðra fjölmiðla og leiðrétta að einhverju leyti samkeppnisstöðu þeirra gagnvart RÚV. Óli Björn segir jafnframt að þetta myndi ekki einungis gagnast stóru einkareknu miðlunum. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta er auðvitað lítið skref en þetta myndi til dæmis gagnast héraðsfréttablöðum sem eru mikilvæg í sinni heimabyggð. Þetta mun styrkja rekstrargrundvöll lítilla tímarita. Það er alveg ljóst að sjálfstæðir fjölmiðlar eru flestir að berjast í bökkum. Þetta er ein leið til þess að styrkja þá og hún er frekar auðveld. Ég held að pólitískt sé samstaða um að grípa til slíkra aðgerða og svo getum við rætt um framhaldið,“ segir hann.Skýrsla nefndar um rekstrarumhverfi fjölmiðla væntanleg Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segist fagna því að formaður efnahags- og viðskiptanefndar vilji styrkja stöðu frjálsra fjölmiðla. „Það sem við erum að fara að gera núna er að fara í heildstæða stefnumótun er varðar ekki bara fjölmiðla heldur líka bókmenntir, tónlist, kvikmyndir og máltækni og þetta verður liður í því,“ segir Lilja. Ljóst er að afnám virðisaukaskatts myndi ekkert gagnast þeim fjölmiðlum sem reiða sig eingöngu á sölu auglýsinga og styrki. Lilja segir mikilvægt að breytingar á rekstrarumhverfi fjölmiðla gagnist þeim öllum óháð því hvernig þeir afli sér tekna. Illugi Gunnarsson, þáverandi menntamálaráðherra, skipaði nefnd um rekstrarumhverfi fjölmiðla í árslok 2016. Björgvin Guðmundsson, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við fréttastofu að skýrsla nefndarinnar væri tilbúin og að hún yrði afhent ráðherra á næstu dögum.
Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira