Vill afnema virðisaukaskatt af áskriftum fjölmiðla Ingvar Þór Björnsson og Þorbjörn Þórðarson skrifa 27. desember 2017 21:06 Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, vill að virðisaukaskattur af áskriftum fjölmiðla verði afnuminn. Hann segir að þetta myndi styrkja stöðu sjálfstæðra fjölmiðla. Menntamálaráðherra segir mikilvægt að breytingar á rekstrarumhverfi fjölmiðla gagnist þeim öllum óháð því hvernig þeir afla sér tekna. Einkareknir fjölmiðlar á Íslandi reiða sig á áskriftartekjur, auglýsingatekjur eða styrki. Virðisaukaskattur af áskriftum fjölmiðla er í dag 11%. Samkeppnisstaða íslenskra fjölmiðla er erfið því einn af keppinautum þeirra, Ríkisútvarpið, nýtur forskots í formi fastrar meðgjafar frá skattgreiðendum. RÚV fékk 3,8 milljarða króna frá íslenska ríkinu á síðasta ári og seldi samhliða því auglýsingar fyrir 2,2 milljarða króna.Sjálfstæðir fjölmiðlar flestir að berjast í bökkum Óli Björn segir í grein í Morgunblaðinu í dag að afnám virðisaukaskatts af áskriftum fjölmiðla gæti verið mikilvægt skref til að styrkja rekstur sjálfstæðra fjölmiðla og leiðrétta að einhverju leyti samkeppnisstöðu þeirra gagnvart RÚV. Óli Björn segir jafnframt að þetta myndi ekki einungis gagnast stóru einkareknu miðlunum. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta er auðvitað lítið skref en þetta myndi til dæmis gagnast héraðsfréttablöðum sem eru mikilvæg í sinni heimabyggð. Þetta mun styrkja rekstrargrundvöll lítilla tímarita. Það er alveg ljóst að sjálfstæðir fjölmiðlar eru flestir að berjast í bökkum. Þetta er ein leið til þess að styrkja þá og hún er frekar auðveld. Ég held að pólitískt sé samstaða um að grípa til slíkra aðgerða og svo getum við rætt um framhaldið,“ segir hann.Skýrsla nefndar um rekstrarumhverfi fjölmiðla væntanleg Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segist fagna því að formaður efnahags- og viðskiptanefndar vilji styrkja stöðu frjálsra fjölmiðla. „Það sem við erum að fara að gera núna er að fara í heildstæða stefnumótun er varðar ekki bara fjölmiðla heldur líka bókmenntir, tónlist, kvikmyndir og máltækni og þetta verður liður í því,“ segir Lilja. Ljóst er að afnám virðisaukaskatts myndi ekkert gagnast þeim fjölmiðlum sem reiða sig eingöngu á sölu auglýsinga og styrki. Lilja segir mikilvægt að breytingar á rekstrarumhverfi fjölmiðla gagnist þeim öllum óháð því hvernig þeir afli sér tekna. Illugi Gunnarsson, þáverandi menntamálaráðherra, skipaði nefnd um rekstrarumhverfi fjölmiðla í árslok 2016. Björgvin Guðmundsson, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við fréttastofu að skýrsla nefndarinnar væri tilbúin og að hún yrði afhent ráðherra á næstu dögum. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, vill að virðisaukaskattur af áskriftum fjölmiðla verði afnuminn. Hann segir að þetta myndi styrkja stöðu sjálfstæðra fjölmiðla. Menntamálaráðherra segir mikilvægt að breytingar á rekstrarumhverfi fjölmiðla gagnist þeim öllum óháð því hvernig þeir afla sér tekna. Einkareknir fjölmiðlar á Íslandi reiða sig á áskriftartekjur, auglýsingatekjur eða styrki. Virðisaukaskattur af áskriftum fjölmiðla er í dag 11%. Samkeppnisstaða íslenskra fjölmiðla er erfið því einn af keppinautum þeirra, Ríkisútvarpið, nýtur forskots í formi fastrar meðgjafar frá skattgreiðendum. RÚV fékk 3,8 milljarða króna frá íslenska ríkinu á síðasta ári og seldi samhliða því auglýsingar fyrir 2,2 milljarða króna.Sjálfstæðir fjölmiðlar flestir að berjast í bökkum Óli Björn segir í grein í Morgunblaðinu í dag að afnám virðisaukaskatts af áskriftum fjölmiðla gæti verið mikilvægt skref til að styrkja rekstur sjálfstæðra fjölmiðla og leiðrétta að einhverju leyti samkeppnisstöðu þeirra gagnvart RÚV. Óli Björn segir jafnframt að þetta myndi ekki einungis gagnast stóru einkareknu miðlunum. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta er auðvitað lítið skref en þetta myndi til dæmis gagnast héraðsfréttablöðum sem eru mikilvæg í sinni heimabyggð. Þetta mun styrkja rekstrargrundvöll lítilla tímarita. Það er alveg ljóst að sjálfstæðir fjölmiðlar eru flestir að berjast í bökkum. Þetta er ein leið til þess að styrkja þá og hún er frekar auðveld. Ég held að pólitískt sé samstaða um að grípa til slíkra aðgerða og svo getum við rætt um framhaldið,“ segir hann.Skýrsla nefndar um rekstrarumhverfi fjölmiðla væntanleg Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segist fagna því að formaður efnahags- og viðskiptanefndar vilji styrkja stöðu frjálsra fjölmiðla. „Það sem við erum að fara að gera núna er að fara í heildstæða stefnumótun er varðar ekki bara fjölmiðla heldur líka bókmenntir, tónlist, kvikmyndir og máltækni og þetta verður liður í því,“ segir Lilja. Ljóst er að afnám virðisaukaskatts myndi ekkert gagnast þeim fjölmiðlum sem reiða sig eingöngu á sölu auglýsinga og styrki. Lilja segir mikilvægt að breytingar á rekstrarumhverfi fjölmiðla gagnist þeim öllum óháð því hvernig þeir afli sér tekna. Illugi Gunnarsson, þáverandi menntamálaráðherra, skipaði nefnd um rekstrarumhverfi fjölmiðla í árslok 2016. Björgvin Guðmundsson, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við fréttastofu að skýrsla nefndarinnar væri tilbúin og að hún yrði afhent ráðherra á næstu dögum.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira