Innlent

Ný laug og hótel rísa í Þjórsárdal

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Laugin í Þjórsárdal er ónýt.
Laugin í Þjórsárdal er ónýt. vísir/vilhelm
Auglýsa á breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi svo hægt verði að byggja nýja sundlaug í Þjórsárdal og gistiaðstöðu þar hjá. Þetta var samþykkt í skipulagsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps þremur dögum fyrir jól.

„Áætlanir eru um að byggja upp baðstað á svæðinu með laugasvæði fyrir almenning, ásamt búningsaðstöðu, veitingastað og gistiaðstöðu í allt að 40 herbergjum/gistirýmum. Mannvirki verða á allt að tveimur hæðum og felld að landi eins og kostur er,“ segir í skipulagslýsingu.

Það er Rauðikambur ehf. sem stendur að verkefninu. Félagið er í eigu Ragnheiðar B. Sigurðardóttur, Ellerts K. Schram og Magnúsar Orra Schram, fyrrverandi alþingismanns.
Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.