Æfingar skiptu sköpum á slysstað Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2017 22:30 Alls þrjár þyrlur voru notaðar til að ferja slasaða af vettvangi í dag. Landsbjörg Allt tiltækt lið sjúkraliða, lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveita á Suðurlandi var kallað út þegar tilkynning barst um rútuslys á Suðurlandsvegi á tólfta tímanum í morgun. Rúmlega 60 félagar úr Slysavarnafélaginu Landsbjörg komu á einn eða annan hátt að aðgerðum vegna slyssins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Björgunarsveitarmennirnir sinntu m.a. verkefnum við aðgerðarstjórnun, samhæfingu, aðhlynningu á vettvangi, flutning á slösuðum og lokunum á Þjóðvegi 1.Frá aðgerðum viðbragðsaðila í dag.LandsbjörgSuðurlandsvegur við slysstað var opnaður aftur eftir lokanir dagsins rétt upp úr níu í kvöld en um það leyti luku síðustu hópar björgunarsveitanna jafnframt verkefnum sínum. Þá voru björgunarsveitarhópar enn að sinna verkefnum við flutning slasaðra um klukkan sjö í kvöld, að því er segir í tilkynningu. „Allir viðbragðsaðilar hafa unnið frábærlega vel saman og augljóst að æfingar sem haldnar hafi verið hafa skipt sköpum, því hinir fjölmörgu viðbragðsaðilar sem komu að aðgerðinni í dag náðu að vinna sem einn,“ segir Ármann Ingi Sigurðsson úr svæðisstjórn Landsbjargar. Hann var í björgunarmiðstöðinni á Selfossi í dag þegar vinna við slysið stóð sem hæst. Kínversk kona á þrítugsaldri lést í rútuslysinu á Suðurlandsvegi í morgun. Hún var úrskurðuð látin á vettvangi. Tólf voru fluttir með þyrlum af vettvangi alvarlega slasaðir. Slysið varð á Þjóðvegi 1 um Eldhraun, skammt frá Kirkjubæjarklaustri, er rúta lenti aftan á fólksbíl og valt á hliðina. Um borð í rútunni voru 44 kínverskir ferðamenn auk leiðsögumanns og bílstjóra. Tekið var á móti óslösuðum og minna slösuðum í fjöldahjálparstöðinni á Kirkjubæjarklaustri. Lögreglan á Suðurlandi virkjaði hópslysaáætlun sína og var aðgerðum stjórnað úr björgunarmiðstöðinni á Selfossi, sem og samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Tengdar fréttir Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01 Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11 Búið að opna Suðurlandsveg á ný Lokað var fyrir umferð um þjóðveginn í dag vegna rútuslyss. 27. desember 2017 21:20 Þriðja þyrlan kölluð út vegna slyssins TF-LÍF er nýlögð af stað af vettvangi með slasaða. 27. desember 2017 13:44 Margra klukkutíma bið á Landspítalanum: „Hér er hreinlega allt á hliðinni“ Mikill þungi er á Landspítalanum í dag. Margir verulega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys vestur við Kirkjubæjarklaustur eru á leið á spítalann. Spítalinn biður fólk um að leita aðstoðar annarsstaðar vegna minniháttar veikinda. 27. desember 2017 13:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Allt tiltækt lið sjúkraliða, lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveita á Suðurlandi var kallað út þegar tilkynning barst um rútuslys á Suðurlandsvegi á tólfta tímanum í morgun. Rúmlega 60 félagar úr Slysavarnafélaginu Landsbjörg komu á einn eða annan hátt að aðgerðum vegna slyssins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Björgunarsveitarmennirnir sinntu m.a. verkefnum við aðgerðarstjórnun, samhæfingu, aðhlynningu á vettvangi, flutning á slösuðum og lokunum á Þjóðvegi 1.Frá aðgerðum viðbragðsaðila í dag.LandsbjörgSuðurlandsvegur við slysstað var opnaður aftur eftir lokanir dagsins rétt upp úr níu í kvöld en um það leyti luku síðustu hópar björgunarsveitanna jafnframt verkefnum sínum. Þá voru björgunarsveitarhópar enn að sinna verkefnum við flutning slasaðra um klukkan sjö í kvöld, að því er segir í tilkynningu. „Allir viðbragðsaðilar hafa unnið frábærlega vel saman og augljóst að æfingar sem haldnar hafi verið hafa skipt sköpum, því hinir fjölmörgu viðbragðsaðilar sem komu að aðgerðinni í dag náðu að vinna sem einn,“ segir Ármann Ingi Sigurðsson úr svæðisstjórn Landsbjargar. Hann var í björgunarmiðstöðinni á Selfossi í dag þegar vinna við slysið stóð sem hæst. Kínversk kona á þrítugsaldri lést í rútuslysinu á Suðurlandsvegi í morgun. Hún var úrskurðuð látin á vettvangi. Tólf voru fluttir með þyrlum af vettvangi alvarlega slasaðir. Slysið varð á Þjóðvegi 1 um Eldhraun, skammt frá Kirkjubæjarklaustri, er rúta lenti aftan á fólksbíl og valt á hliðina. Um borð í rútunni voru 44 kínverskir ferðamenn auk leiðsögumanns og bílstjóra. Tekið var á móti óslösuðum og minna slösuðum í fjöldahjálparstöðinni á Kirkjubæjarklaustri. Lögreglan á Suðurlandi virkjaði hópslysaáætlun sína og var aðgerðum stjórnað úr björgunarmiðstöðinni á Selfossi, sem og samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð.
Tengdar fréttir Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01 Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11 Búið að opna Suðurlandsveg á ný Lokað var fyrir umferð um þjóðveginn í dag vegna rútuslyss. 27. desember 2017 21:20 Þriðja þyrlan kölluð út vegna slyssins TF-LÍF er nýlögð af stað af vettvangi með slasaða. 27. desember 2017 13:44 Margra klukkutíma bið á Landspítalanum: „Hér er hreinlega allt á hliðinni“ Mikill þungi er á Landspítalanum í dag. Margir verulega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys vestur við Kirkjubæjarklaustur eru á leið á spítalann. Spítalinn biður fólk um að leita aðstoðar annarsstaðar vegna minniháttar veikinda. 27. desember 2017 13:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01
Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11
Búið að opna Suðurlandsveg á ný Lokað var fyrir umferð um þjóðveginn í dag vegna rútuslyss. 27. desember 2017 21:20
Þriðja þyrlan kölluð út vegna slyssins TF-LÍF er nýlögð af stað af vettvangi með slasaða. 27. desember 2017 13:44
Margra klukkutíma bið á Landspítalanum: „Hér er hreinlega allt á hliðinni“ Mikill þungi er á Landspítalanum í dag. Margir verulega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys vestur við Kirkjubæjarklaustur eru á leið á spítalann. Spítalinn biður fólk um að leita aðstoðar annarsstaðar vegna minniháttar veikinda. 27. desember 2017 13:00