Innlent

Samið um starfslok Loga Bergmanns

Anton Egilsson skrifar
Logi Bergmann Eiðsson.
Logi Bergmann Eiðsson.
Samkomulag hefur náðst á milli 365 miðla hf. og Logi Bergmanns Eiðssonar um starfslok Loga hjá fyrirtækinu. Þetta kem­ur fram í sam­eig­in­legri til­kynn­ingu frá aðilum dóms­máls um lykt­ir máls en mbl.is greindi fyrst frá þessu.

Í samkomulaginu felst að Logi hefji útvarpsstörf þann 1. mars 2018 og sjónvarpsstörf þann 1. maí 2018. Hafa bæði Árvak­ur og Fjar­skipti samþykkt þetta sam­komu­lag fyr­ir sitt leyti.

Þann 11. október síðastliðinn var greint frá því að Logi hefði sagt skilið við 365 og ráðið sig yfir til Árvakurs og Símans. Lögbann var lagt á störf Loga hjá Árvakri og Símanum þann 18. október en 365 gerði kröfu um að lögbann yrði sett á vinnu hans hjá fyrirtækjunum þar sem 365 taldi Loga brjóta gegn ráðningarsamningi sínum við fyrirtækið. Féllst Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu á lögbannskröfu 365.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×