Biskup greiðir lægri leigu en stúdentar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. desember 2017 07:15 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. vísir/anton brink Leigan sem Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, er gert að greiða fyrir að búa í embættisbústað biskups í Bergstaðastræti 75 er lægri en háskólanemendur þurfa að greiða fyrir 44 fermetra, tveggja herbergja fjölskylduíbúð á Hjónagörðunum. Agnes sagði í Fréttablaðinu í gær að leigan væri tæpar 90 þúsund krónur en nákvæm upphæð er samkvæmt framkvæmdastjóra kirkjuráðs 86.270 krónur á mánuði með hita og rafmagni. Heildarstærð biskupsbústaðarins er 487 fermetrar og því ljóst að leigan er umtalsvert lægri en gengur og gerist á leigumarkaðinum í Reykjavík. Fyrir sömu upphæð, 86 þúsund krónur, fá háskólanemar 29 fermetra stúdíóíbúð á Stúdentagörðunum, nánar tiltekið í Skerjagarði, með hita og rafmagni.Sjá einnig: Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn 44 fermetra, tveggja herbergja fjölskylduíbúð á Hjónagörðunum leigist hins vegar á alls rúmlega 97 þúsund krónur. Ríflega tíu þúsund krónum meira en biskup greiðir fyrir bústaðinn. Þessu til viðbótar má sjá á tölfræði frá Þjóðskrá Íslands að meðalleiga á mánuði fyrir eignir 160 fermetrar eða stærri, í miðbæ Reykjavíkur, var um 290 þúsund krónur árið 2017. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær var þessi tæplega 90 þúsund króna leigugreiðsla einn þeirra þátta sem biskup tilgreindi sérstaklega í bréfi sínu til kjararáðs í aðdraganda 18 prósenta afturvirkrar launahækkunar á dögunum. Hún þyrfti nú að greiða húsaleigu af embættisbústaðnum, nokkuð sem forverar hennar hafi ekki þurft að gera. Hafið var að rukka biskup og vígslubiskupa um leigugreiðslu árið 2012. Spurningar hafa vaknað um hvort lágt leiguverð biskups kunni að vera skilgreint sem skattskyld húsnæðishlunnindi. Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að ekki sé litið á búsetufyrirkomulag biskups sem hlunnindi. „Almennt er það álit presta og biskups að slík kvöð sé frekar íþyngjandi.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, tiltók í bréfi sínu til kjararáðs sérstaklega að hún greiddi nú leigu fyrir afnot af embættisbústað sínum. Húsaleigan nemur að hennar sögn tæpum 90 þúsund krónum á mánuði. 28. desember 2017 06:00 Almennt litið á búsetu í biskupsbústaðnum sem kvöð frekar en hlunnindi Athygli hefur vakið að húsaleigan er talsvert undir því sem tíðkast um sambærilegar eignir í hverfinu. 28. desember 2017 20:05 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Leigan sem Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, er gert að greiða fyrir að búa í embættisbústað biskups í Bergstaðastræti 75 er lægri en háskólanemendur þurfa að greiða fyrir 44 fermetra, tveggja herbergja fjölskylduíbúð á Hjónagörðunum. Agnes sagði í Fréttablaðinu í gær að leigan væri tæpar 90 þúsund krónur en nákvæm upphæð er samkvæmt framkvæmdastjóra kirkjuráðs 86.270 krónur á mánuði með hita og rafmagni. Heildarstærð biskupsbústaðarins er 487 fermetrar og því ljóst að leigan er umtalsvert lægri en gengur og gerist á leigumarkaðinum í Reykjavík. Fyrir sömu upphæð, 86 þúsund krónur, fá háskólanemar 29 fermetra stúdíóíbúð á Stúdentagörðunum, nánar tiltekið í Skerjagarði, með hita og rafmagni.Sjá einnig: Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn 44 fermetra, tveggja herbergja fjölskylduíbúð á Hjónagörðunum leigist hins vegar á alls rúmlega 97 þúsund krónur. Ríflega tíu þúsund krónum meira en biskup greiðir fyrir bústaðinn. Þessu til viðbótar má sjá á tölfræði frá Þjóðskrá Íslands að meðalleiga á mánuði fyrir eignir 160 fermetrar eða stærri, í miðbæ Reykjavíkur, var um 290 þúsund krónur árið 2017. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær var þessi tæplega 90 þúsund króna leigugreiðsla einn þeirra þátta sem biskup tilgreindi sérstaklega í bréfi sínu til kjararáðs í aðdraganda 18 prósenta afturvirkrar launahækkunar á dögunum. Hún þyrfti nú að greiða húsaleigu af embættisbústaðnum, nokkuð sem forverar hennar hafi ekki þurft að gera. Hafið var að rukka biskup og vígslubiskupa um leigugreiðslu árið 2012. Spurningar hafa vaknað um hvort lágt leiguverð biskups kunni að vera skilgreint sem skattskyld húsnæðishlunnindi. Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að ekki sé litið á búsetufyrirkomulag biskups sem hlunnindi. „Almennt er það álit presta og biskups að slík kvöð sé frekar íþyngjandi.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, tiltók í bréfi sínu til kjararáðs sérstaklega að hún greiddi nú leigu fyrir afnot af embættisbústað sínum. Húsaleigan nemur að hennar sögn tæpum 90 þúsund krónum á mánuði. 28. desember 2017 06:00 Almennt litið á búsetu í biskupsbústaðnum sem kvöð frekar en hlunnindi Athygli hefur vakið að húsaleigan er talsvert undir því sem tíðkast um sambærilegar eignir í hverfinu. 28. desember 2017 20:05 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, tiltók í bréfi sínu til kjararáðs sérstaklega að hún greiddi nú leigu fyrir afnot af embættisbústað sínum. Húsaleigan nemur að hennar sögn tæpum 90 þúsund krónum á mánuði. 28. desember 2017 06:00
Almennt litið á búsetu í biskupsbústaðnum sem kvöð frekar en hlunnindi Athygli hefur vakið að húsaleigan er talsvert undir því sem tíðkast um sambærilegar eignir í hverfinu. 28. desember 2017 20:05