Stendur upp úr þegar ég heyrði röddina hans pabba Kristján Már Unnarsson skrifar 16. desember 2017 09:30 Ólöf Þórunn Hafliðadóttir var fimmtán ára þegar hún var send með vistir á Látrabjarg um miðjan desember 1947. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ein þeirra þriggja kvenna, sem heiðraðar voru fyrir björgunarafrekið á Látrabjargi, segir standa upp úr að allir skyldu hafa komist heim lifandi. Ólöf Þórunn Hafliðadóttir frá Látrum var í viðtali í fréttum Stöðvar 2, sjötíu árum eftir að þessari þriggja sólarhringa björgun lauk. Þætti kvennannna var lýst í frægri heimildamynd Óskars Gíslasonar en þær voru í hópi 24 Íslendinga sem heiðraðir voru með margvíslegum hætti fyrir björgun tólf enskra skipbrotsmanna úr togaranum Dhoon árið 1947. Þetta voru þær Sigríður Erlendsdóttir, húsfreyja á Látrum, dóttir hennar Ólöf Hafliðadóttir og Oddný Guðmundsdóttir kennari. Ólöf var aðeins fimmtán ára gömul og er sú eina á lífi í dag. Þær voru allar sæmdar silfurstjörnu Slysavarnafélags Íslands auk þess sem útgerð skipsins sendi þeim þakkarskjal en þær fóru á Látrabjarg með mat og þurr föt.Ólöf varðveitir enn silfurstjörnu Slysavarnafélags Íslands, sem hún fékk fyrir þátt sinn í björgunarafrekinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það var allt tínt til sem til var og sent út á bjarg. Alveg sama hvaða föt þetta voru, hvort þetta voru kvenmanns- eða karlmannsföt," segir Ólöf. Og þetta átti eftir að verða háskaför. „Við sjáum ekki nokkurn skapaðan hlut. Það er svartamyrkur, dimmasta skammdegið og þoka. Svoleiðis að það getur ekki orðið meira myrkur." Leikið atriði í mynd Óskars Gíslasonar sýnir konurnar leggja af stað í leiðangurinn frá Látrum með vistir á Látrabjarg.Mynd/Óskar Gíslason.Sigmaður flutti matinn og fötin niður til skipbrotsmannanna og hinna björgunarmannanna, sem voru ýmist á syllum í bjarginu eða niðri í fjörunni, en konurnar sneru til baka að Látrum. Á heimleið villtist hópurinn og gekk fram á bjargbrúnina. „Það má þakka fyrir að maður gekk ekki fram af brúninni, því að brúnin leit út eins og snjóskafl í myrkrinu og þokunni. Þetta var mjög tæpt." Þær náðu að lokum heim að Látrum. "Ég hugsa að við höfum verið upp í tólf tíma. Og verst var það, - maður var orðinn svo svangur."Konurnar við Hvallátra, eins og þær birtust í leiknu atriði í heimildamynd Óskars.Mynd/Óskar Gíslason.Ensku sjómennirnir voru fluttir aðframkomnir á bæina Látra og Breiðavík þar sem þeim var hjúkrað. Björgunarverkið tók þrjá daga og þrjár nætur að viðbættum þremur klukkutímum, frá klukkan tólf á hádegi 12. desember til klukkan fimmtán þann 15. desember. „Ég held að það standi upp úr öllu þegar þeir komu heim og allir voru lifandi." Pabbi hennar, Hafliði Halldórsson, slasaðist við björgunarstörfin en hann fékk grjót eða klakastykki í höfuðið þegar hann stóð á syllu en björgunarmenn voru í mikilli hættu vegna stöðugs hruns úr bjarginu við þessar hrikalegu aðstæður. Heimkoma hans frá Látrabjargi var því eftirminnileg fyrir dótturina. „Og ég man alltaf eftir því þegar ég heyrði röddina hana pabba. Þetta stendur upp úr." Hér má sjá frétt Stöðvar 2 en þar voru sýnd brot úr mynd Óskars Gíslasonar um björgunarafrekið: Tengdar fréttir Sjötíu ár í dag frá björgunarafrekinu við Látrabjarg Það er af mörgum talið frækilegasta björgunarafrek Íslandssögunnar, þegar tólf sjómönnum var bjargað úr breskum togara sem strandað hafði undir Látrabjargi. 13. desember 2017 20:15 Mest lesið Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fleiri fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Sjá meira
Ein þeirra þriggja kvenna, sem heiðraðar voru fyrir björgunarafrekið á Látrabjargi, segir standa upp úr að allir skyldu hafa komist heim lifandi. Ólöf Þórunn Hafliðadóttir frá Látrum var í viðtali í fréttum Stöðvar 2, sjötíu árum eftir að þessari þriggja sólarhringa björgun lauk. Þætti kvennannna var lýst í frægri heimildamynd Óskars Gíslasonar en þær voru í hópi 24 Íslendinga sem heiðraðir voru með margvíslegum hætti fyrir björgun tólf enskra skipbrotsmanna úr togaranum Dhoon árið 1947. Þetta voru þær Sigríður Erlendsdóttir, húsfreyja á Látrum, dóttir hennar Ólöf Hafliðadóttir og Oddný Guðmundsdóttir kennari. Ólöf var aðeins fimmtán ára gömul og er sú eina á lífi í dag. Þær voru allar sæmdar silfurstjörnu Slysavarnafélags Íslands auk þess sem útgerð skipsins sendi þeim þakkarskjal en þær fóru á Látrabjarg með mat og þurr föt.Ólöf varðveitir enn silfurstjörnu Slysavarnafélags Íslands, sem hún fékk fyrir þátt sinn í björgunarafrekinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það var allt tínt til sem til var og sent út á bjarg. Alveg sama hvaða föt þetta voru, hvort þetta voru kvenmanns- eða karlmannsföt," segir Ólöf. Og þetta átti eftir að verða háskaför. „Við sjáum ekki nokkurn skapaðan hlut. Það er svartamyrkur, dimmasta skammdegið og þoka. Svoleiðis að það getur ekki orðið meira myrkur." Leikið atriði í mynd Óskars Gíslasonar sýnir konurnar leggja af stað í leiðangurinn frá Látrum með vistir á Látrabjarg.Mynd/Óskar Gíslason.Sigmaður flutti matinn og fötin niður til skipbrotsmannanna og hinna björgunarmannanna, sem voru ýmist á syllum í bjarginu eða niðri í fjörunni, en konurnar sneru til baka að Látrum. Á heimleið villtist hópurinn og gekk fram á bjargbrúnina. „Það má þakka fyrir að maður gekk ekki fram af brúninni, því að brúnin leit út eins og snjóskafl í myrkrinu og þokunni. Þetta var mjög tæpt." Þær náðu að lokum heim að Látrum. "Ég hugsa að við höfum verið upp í tólf tíma. Og verst var það, - maður var orðinn svo svangur."Konurnar við Hvallátra, eins og þær birtust í leiknu atriði í heimildamynd Óskars.Mynd/Óskar Gíslason.Ensku sjómennirnir voru fluttir aðframkomnir á bæina Látra og Breiðavík þar sem þeim var hjúkrað. Björgunarverkið tók þrjá daga og þrjár nætur að viðbættum þremur klukkutímum, frá klukkan tólf á hádegi 12. desember til klukkan fimmtán þann 15. desember. „Ég held að það standi upp úr öllu þegar þeir komu heim og allir voru lifandi." Pabbi hennar, Hafliði Halldórsson, slasaðist við björgunarstörfin en hann fékk grjót eða klakastykki í höfuðið þegar hann stóð á syllu en björgunarmenn voru í mikilli hættu vegna stöðugs hruns úr bjarginu við þessar hrikalegu aðstæður. Heimkoma hans frá Látrabjargi var því eftirminnileg fyrir dótturina. „Og ég man alltaf eftir því þegar ég heyrði röddina hana pabba. Þetta stendur upp úr." Hér má sjá frétt Stöðvar 2 en þar voru sýnd brot úr mynd Óskars Gíslasonar um björgunarafrekið:
Tengdar fréttir Sjötíu ár í dag frá björgunarafrekinu við Látrabjarg Það er af mörgum talið frækilegasta björgunarafrek Íslandssögunnar, þegar tólf sjómönnum var bjargað úr breskum togara sem strandað hafði undir Látrabjargi. 13. desember 2017 20:15 Mest lesið Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fleiri fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Sjá meira
Sjötíu ár í dag frá björgunarafrekinu við Látrabjarg Það er af mörgum talið frækilegasta björgunarafrek Íslandssögunnar, þegar tólf sjómönnum var bjargað úr breskum togara sem strandað hafði undir Látrabjargi. 13. desember 2017 20:15