Alexander og Emilía vinsælustu nöfn nýfæddra barna Daníel Freyr Birkisson skrifar 18. desember 2017 09:52 Alexander og Emilía voru vinsælustu eiginnöfnin í fyrra. vísir/getty Alexander er vinsælasta eiginnafn nýfæddra drengja á Íslandi og Emilía vinsælasta stúlkunafnið árið 2016. Hagstofa Íslands birti upplýsingarnar sem fengnar eru frá 1. janúar 2017 úr þjóðskrá. Á eftir Alexander komu eiginnöfnin Aron og Mikael en Emma og Elísabet á eftir Emilíu. Þór var langvinsælast sem annað eiginnafn drengja og þar á eftir Máni og Hrafn. María var algengasta annað eiginnafn nýfæddra stúlkna og þar á eftir Ósk og Rós. Í ársbyrjun 2017 voru tíu algengustu einnöfnin og fyrstu eiginnöfnin þau sömu og árið 2012. Jón var algengasta karlmannsnafnið, þá Sigurður og Guðmundur. Guðrún er algengasta kvenmannsnafnið, þá Anna og Kristín. Um 62 prósent landsmanna bera fleiri en eitt nafn. Algengustu tvínefni karla voru Jón Þór, Gunnar Þór og Jón Ingi. Þetta voru einnig algengustu tvínefnin fimm árum áður. Algengustu tvínefni kvenna voru Anna María, Anna Margrét og Anna Kristín.Þeim fækkar sem bera nöfnin Guðrún, Kristín, Sigurður, Gunnar og ÓlafurUm tvö hundruð algengustu nöfnin á Íslandi eru eiginnöfn um 80 prósent landsmanna. Sömu tuttugu nöfnin hafa verið algengust á Íslandi síðastliðin hundrað ár. Hinsvegar má sjá að færri börnum sem fæddust á síðustu tíu árum eru gefin nöfnin Guðrún, Kristín, Sigurður, Gunnar og Ólafur. Sum nöfn hafa notið mikilla vinsælda árum saman, eins og Kristján, Anna, Katrín og Elísabet. Þetta mynstur hefur hins vegar breyst nokkuð og eru nöfnin Emma, Sara, Emilía, Alexander, Aron, Viktor og Mikael vinsæl hjá yngri börnum en eru sjaldgæf í eldri aldurshópum. Mannanöfn Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Alexander er vinsælasta eiginnafn nýfæddra drengja á Íslandi og Emilía vinsælasta stúlkunafnið árið 2016. Hagstofa Íslands birti upplýsingarnar sem fengnar eru frá 1. janúar 2017 úr þjóðskrá. Á eftir Alexander komu eiginnöfnin Aron og Mikael en Emma og Elísabet á eftir Emilíu. Þór var langvinsælast sem annað eiginnafn drengja og þar á eftir Máni og Hrafn. María var algengasta annað eiginnafn nýfæddra stúlkna og þar á eftir Ósk og Rós. Í ársbyrjun 2017 voru tíu algengustu einnöfnin og fyrstu eiginnöfnin þau sömu og árið 2012. Jón var algengasta karlmannsnafnið, þá Sigurður og Guðmundur. Guðrún er algengasta kvenmannsnafnið, þá Anna og Kristín. Um 62 prósent landsmanna bera fleiri en eitt nafn. Algengustu tvínefni karla voru Jón Þór, Gunnar Þór og Jón Ingi. Þetta voru einnig algengustu tvínefnin fimm árum áður. Algengustu tvínefni kvenna voru Anna María, Anna Margrét og Anna Kristín.Þeim fækkar sem bera nöfnin Guðrún, Kristín, Sigurður, Gunnar og ÓlafurUm tvö hundruð algengustu nöfnin á Íslandi eru eiginnöfn um 80 prósent landsmanna. Sömu tuttugu nöfnin hafa verið algengust á Íslandi síðastliðin hundrað ár. Hinsvegar má sjá að færri börnum sem fæddust á síðustu tíu árum eru gefin nöfnin Guðrún, Kristín, Sigurður, Gunnar og Ólafur. Sum nöfn hafa notið mikilla vinsælda árum saman, eins og Kristján, Anna, Katrín og Elísabet. Þetta mynstur hefur hins vegar breyst nokkuð og eru nöfnin Emma, Sara, Emilía, Alexander, Aron, Viktor og Mikael vinsæl hjá yngri börnum en eru sjaldgæf í eldri aldurshópum.
Mannanöfn Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira