Ákærður fyrir manndráp á Hagamel Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2017 10:45 Maðurinn huldi ekki andlit sitt þegar hann var leiddur fyrir dómara í september þegar krafist var gæsluvarðhalds yfir honum. Vísir/anton brink Héraðssaksóknari hefur ákært Khaled Cairo, 38 ára gamlan karlmann frá Jemen, fyrir manndrápið á Sanitu Brauna á heimili hennar á Hagamel í september síðastliðnum. Ákæra var gefin út á hendur manninum þann 12. desember og verður málið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Er maðurinn ákærður fyrir brot á 211. grein almennra hegningarlaga þar sem lágmarksrefsing er fimm ára fangelsi en þyngsta refsing ævilangt fangelsi. Hér á landi er algengast að menn séu dæmdir í 16 ára fangelsi fyrir manndráp. Í ákærunni, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að maðurinn hafi veist með ofbeldi að Sanitu og slegið hana ítrekað í andlit og höfuð með tveimur til þremur glerflöskum sem og slökkvitæki sem vó tæp 10 kíló. Þá á hann að hafa hert kröftulega að hálsi hennar með þeim afleiðingum að Sanita lést vegna skerts blóðstreymis til heila. Fram hefur komið að maðurinn játaði í yfirheyrslum hjá lögreglu að hafa veist að Sanitu og meðal annars veitt henni höfuðhögg með slökkvitæki. Sanita var 44 ára gömul og frá Lettlandi. Hún lét eftir sig þrjú börn og foreldra. Í ákæru eru gerðar kröfur um miskabætur, annars vegar af hálfu foreldra hennar og hins vegar af hálfu barna hennar. Hljóða miskabótakröfurnar upp á samtals 15 milljónir króna. Lögreglumál Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Játar að hafa ráðist á Sanitu Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í vesturbæ Reykjavíkur þann 21. september síðastliðinn, hefur játað við yfirheyrslur að hafa veist að henni. 6. október 2017 16:12 Sætir geðrannsókn eftir manndrápið á Hagamel Maðurinn sem játaði að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel fyrir þremur vikum sætir nú geðrannsókn þar sem metið er hvort hann er sakhæfur. Lögreglumaðurinn Grímur Grímsson segir rannsókn málsins á lokametrunum. 13. október 2017 06:00 Rannsókn á manndrápi á Hagamel enn ekki lokið Rannsókn lögreglunnar á morrðinu á Sanitu Brauna er ekki lokið. 10. nóvember 2017 13:27 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært Khaled Cairo, 38 ára gamlan karlmann frá Jemen, fyrir manndrápið á Sanitu Brauna á heimili hennar á Hagamel í september síðastliðnum. Ákæra var gefin út á hendur manninum þann 12. desember og verður málið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Er maðurinn ákærður fyrir brot á 211. grein almennra hegningarlaga þar sem lágmarksrefsing er fimm ára fangelsi en þyngsta refsing ævilangt fangelsi. Hér á landi er algengast að menn séu dæmdir í 16 ára fangelsi fyrir manndráp. Í ákærunni, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að maðurinn hafi veist með ofbeldi að Sanitu og slegið hana ítrekað í andlit og höfuð með tveimur til þremur glerflöskum sem og slökkvitæki sem vó tæp 10 kíló. Þá á hann að hafa hert kröftulega að hálsi hennar með þeim afleiðingum að Sanita lést vegna skerts blóðstreymis til heila. Fram hefur komið að maðurinn játaði í yfirheyrslum hjá lögreglu að hafa veist að Sanitu og meðal annars veitt henni höfuðhögg með slökkvitæki. Sanita var 44 ára gömul og frá Lettlandi. Hún lét eftir sig þrjú börn og foreldra. Í ákæru eru gerðar kröfur um miskabætur, annars vegar af hálfu foreldra hennar og hins vegar af hálfu barna hennar. Hljóða miskabótakröfurnar upp á samtals 15 milljónir króna.
Lögreglumál Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Játar að hafa ráðist á Sanitu Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í vesturbæ Reykjavíkur þann 21. september síðastliðinn, hefur játað við yfirheyrslur að hafa veist að henni. 6. október 2017 16:12 Sætir geðrannsókn eftir manndrápið á Hagamel Maðurinn sem játaði að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel fyrir þremur vikum sætir nú geðrannsókn þar sem metið er hvort hann er sakhæfur. Lögreglumaðurinn Grímur Grímsson segir rannsókn málsins á lokametrunum. 13. október 2017 06:00 Rannsókn á manndrápi á Hagamel enn ekki lokið Rannsókn lögreglunnar á morrðinu á Sanitu Brauna er ekki lokið. 10. nóvember 2017 13:27 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Sjá meira
Játar að hafa ráðist á Sanitu Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í vesturbæ Reykjavíkur þann 21. september síðastliðinn, hefur játað við yfirheyrslur að hafa veist að henni. 6. október 2017 16:12
Sætir geðrannsókn eftir manndrápið á Hagamel Maðurinn sem játaði að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel fyrir þremur vikum sætir nú geðrannsókn þar sem metið er hvort hann er sakhæfur. Lögreglumaðurinn Grímur Grímsson segir rannsókn málsins á lokametrunum. 13. október 2017 06:00
Rannsókn á manndrápi á Hagamel enn ekki lokið Rannsókn lögreglunnar á morrðinu á Sanitu Brauna er ekki lokið. 10. nóvember 2017 13:27