Rannsókn á manndrápi á Hagamel enn ekki lokið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 13:27 Frá vettvangi á Hagamel í september. Vísir Rannsókn lögreglunnar á morðinu á Sanitu Brauna er ekki lokið. Rannsóknin er þó langt á veg komin og er búist við því að málið verði sent til héraðssaksóknara á næstunni. Sanita Brauna var 44 ára gömul og fannst hún látin í íbúð á Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur þann 21. september síðastliðinn. Einn maður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Sanitu að bana. „Það er ekki búið að senda málið, það er ekki búið að ljúka henni endanlega en hún er langt komin. Það er svona verið að bíða eftir síðustu skýrslum frá tæknideild og þess háttar,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglu, í samtali við Vísi. „Þetta eru alls konar skýrslur sem á eftir að fá lokaútgáfu af og við ákveðum þá hvort við viljum yfirheyra út frá því.“Niðurstaða geðmats liggur ekki fyrir Farið var fram á geðrannsókn yfir hinum grunaða í málinu til að meta sakhæfi hans. Grímur segir að niðurstaða geðmats liggi ekki fyrir. „Það myndi ekki endilega fresta því að senda málið ef það væri fullrannsakað. Þó geðmatið lægi ekki fyrir þá kæmi það bara inn til saksóknara. En eins og ég segi þá liggur það ekki fyrir,“ segir Grímur. Aðspurður um hvort frekari upplýsingar um dánarorsök Sanitu liggi fyrir segir Grímur að lögreglan hyggist ekki upplýsa frekar um dánarorsök en hefur verið gert. „Hann hefur staðfest það að hafa veist að henni með slökkvitæki og lamið hana í höfuð. Það sé þá höfuðáverkar sem leiddu hana til dauða. Það er það sem við höfum sagt.“Hefur hann játað að hafa orðið henni að bana? „Hann hefur játað að hafa veist svona að henni.“ Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Manndrápið á Hagamel sent til héraðssaksóknara á næstu dögum Rannsókn lögreglu á morðinu á Sanitu Brauna sem var myrt á heimili sínu 21. september síðastliðinn, er á lokametrunum. 25. október 2017 12:57 Játar að hafa ráðist á Sanitu Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í vesturbæ Reykjavíkur þann 21. september síðastliðinn, hefur játað við yfirheyrslur að hafa veist að henni. 6. október 2017 16:12 Manndráp á Melunum: Úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald Maður sem grunaður er um að hafa ráðið Sanitu Brauna bana á heimili hennar við Hagamel í Reykjavík þann 21. september síðastliðinn var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 24. nóvember. 27. október 2017 16:06 Sætir geðrannsókn eftir manndrápið á Hagamel Maðurinn sem játaði að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel fyrir þremur vikum sætir nú geðrannsókn þar sem metið er hvort hann er sakhæfur. Lögreglumaðurinn Grímur Grímsson segir rannsókn málsins á lokametrunum. 13. október 2017 06:00 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á morðinu á Sanitu Brauna er ekki lokið. Rannsóknin er þó langt á veg komin og er búist við því að málið verði sent til héraðssaksóknara á næstunni. Sanita Brauna var 44 ára gömul og fannst hún látin í íbúð á Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur þann 21. september síðastliðinn. Einn maður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Sanitu að bana. „Það er ekki búið að senda málið, það er ekki búið að ljúka henni endanlega en hún er langt komin. Það er svona verið að bíða eftir síðustu skýrslum frá tæknideild og þess háttar,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglu, í samtali við Vísi. „Þetta eru alls konar skýrslur sem á eftir að fá lokaútgáfu af og við ákveðum þá hvort við viljum yfirheyra út frá því.“Niðurstaða geðmats liggur ekki fyrir Farið var fram á geðrannsókn yfir hinum grunaða í málinu til að meta sakhæfi hans. Grímur segir að niðurstaða geðmats liggi ekki fyrir. „Það myndi ekki endilega fresta því að senda málið ef það væri fullrannsakað. Þó geðmatið lægi ekki fyrir þá kæmi það bara inn til saksóknara. En eins og ég segi þá liggur það ekki fyrir,“ segir Grímur. Aðspurður um hvort frekari upplýsingar um dánarorsök Sanitu liggi fyrir segir Grímur að lögreglan hyggist ekki upplýsa frekar um dánarorsök en hefur verið gert. „Hann hefur staðfest það að hafa veist að henni með slökkvitæki og lamið hana í höfuð. Það sé þá höfuðáverkar sem leiddu hana til dauða. Það er það sem við höfum sagt.“Hefur hann játað að hafa orðið henni að bana? „Hann hefur játað að hafa veist svona að henni.“
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Manndrápið á Hagamel sent til héraðssaksóknara á næstu dögum Rannsókn lögreglu á morðinu á Sanitu Brauna sem var myrt á heimili sínu 21. september síðastliðinn, er á lokametrunum. 25. október 2017 12:57 Játar að hafa ráðist á Sanitu Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í vesturbæ Reykjavíkur þann 21. september síðastliðinn, hefur játað við yfirheyrslur að hafa veist að henni. 6. október 2017 16:12 Manndráp á Melunum: Úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald Maður sem grunaður er um að hafa ráðið Sanitu Brauna bana á heimili hennar við Hagamel í Reykjavík þann 21. september síðastliðinn var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 24. nóvember. 27. október 2017 16:06 Sætir geðrannsókn eftir manndrápið á Hagamel Maðurinn sem játaði að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel fyrir þremur vikum sætir nú geðrannsókn þar sem metið er hvort hann er sakhæfur. Lögreglumaðurinn Grímur Grímsson segir rannsókn málsins á lokametrunum. 13. október 2017 06:00 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Sjá meira
Manndrápið á Hagamel sent til héraðssaksóknara á næstu dögum Rannsókn lögreglu á morðinu á Sanitu Brauna sem var myrt á heimili sínu 21. september síðastliðinn, er á lokametrunum. 25. október 2017 12:57
Játar að hafa ráðist á Sanitu Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í vesturbæ Reykjavíkur þann 21. september síðastliðinn, hefur játað við yfirheyrslur að hafa veist að henni. 6. október 2017 16:12
Manndráp á Melunum: Úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald Maður sem grunaður er um að hafa ráðið Sanitu Brauna bana á heimili hennar við Hagamel í Reykjavík þann 21. september síðastliðinn var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 24. nóvember. 27. október 2017 16:06
Sætir geðrannsókn eftir manndrápið á Hagamel Maðurinn sem játaði að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel fyrir þremur vikum sætir nú geðrannsókn þar sem metið er hvort hann er sakhæfur. Lögreglumaðurinn Grímur Grímsson segir rannsókn málsins á lokametrunum. 13. október 2017 06:00