Segja fólk sem vill ganga í miðborginni geta gengið í kringum tjörnina Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. desember 2017 06:28 Verslunareigandi efst á Skólavörðustíg er hæstánægður með göngugöturnar. VÍSIR/ANTON BRINK Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að opna göngugötur í miðborg Reykjavíkur á aðventunni. Göngugöturnar verða á tímabilinu 14. til 23. desember og verða þær opnar á milli klukkan 16:00 og 07:00 á virkum dögum á tímabilinu en frá klukkan 12:00 til 7:00 um helgar. Gengur borgin útfrá því að flutningi aðfanga til og frá verslunum í miðborginni sé þá lokið. Eftirtöldu svæði verður breytt í göngugötur: Laugavegur og Bankastræti - milli Vatnsstígs og Þingholtsstrætis Skólavörðurstígur - neðan Bergstaðastrætis Pósthússtræti - milli Kirkjustrætis og Hafnarstrætis Austurstræti auk Veltusunds og Vallarstrætis Skiptar skoðanir eru um málið með verslunareigenda í miðborginni. Við afgreiðslu málsins bárust borginni fimm mótmælabréf og þrjú meðmælabréf frá rekstraraðilum á Laugavegi ásamt einu meðmælabréfi frá verslunareiganda efst á Skólavörðustíg.Labba heldur í kringum tjörnina Í bréfi gullsmiðsins Ófeigs Björnssonar til framkvæmdastjóra Miðborgarinnar okkar, Jakobs Frímanns Magnússonar, eru tilteknar 11 verslanir sem leggjast gegn göngugötufyrirkomulaginu. „Með þessum jólalokunum er enn verið að gera aðför að okkur verslunarmönnum,“ segir í bréfinu og bætt við að það megi „öllum vera ljóst að almenn verslun á undir högg að sækja hérna í miðbænum, það er engu líkara en að borgarstjórnin vilji þess verslun út úr miðborinni eða að hún leggjist af.“ Verslanirnar ellefu segja að í stað göngugata ætti borgin heldur að greiða götur að verslunum til að viðhalda blómlegri miðborg. „Laugarvegur, Bankastræti og Skólavörðustígur eru verslunargötur. Þeir sem vilja fara í göngutúr þar sem enginn bílaumferð er geta gengið í hljómskálagarðinum og hringinn í kringum tjörnina,“ segir í bréfinu. Göngugötusvæðið var sem fyrr segir samþykkt í Borgarráði í gær. Kjartan Magnússon, borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sat hins vegar hjá við afgreiðslu málsins. Við samþykktina beindi Borgarráð því til Bílastæðasjóðs að auglýsa tryggilega staðsetningu og opnunartíma bílastæðahúsa og bílastæða sem eru til afnota á meðan opnun göngugatna stendur yfir á aðventunni. Göngugötur Reykjavík Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að opna göngugötur í miðborg Reykjavíkur á aðventunni. Göngugöturnar verða á tímabilinu 14. til 23. desember og verða þær opnar á milli klukkan 16:00 og 07:00 á virkum dögum á tímabilinu en frá klukkan 12:00 til 7:00 um helgar. Gengur borgin útfrá því að flutningi aðfanga til og frá verslunum í miðborginni sé þá lokið. Eftirtöldu svæði verður breytt í göngugötur: Laugavegur og Bankastræti - milli Vatnsstígs og Þingholtsstrætis Skólavörðurstígur - neðan Bergstaðastrætis Pósthússtræti - milli Kirkjustrætis og Hafnarstrætis Austurstræti auk Veltusunds og Vallarstrætis Skiptar skoðanir eru um málið með verslunareigenda í miðborginni. Við afgreiðslu málsins bárust borginni fimm mótmælabréf og þrjú meðmælabréf frá rekstraraðilum á Laugavegi ásamt einu meðmælabréfi frá verslunareiganda efst á Skólavörðustíg.Labba heldur í kringum tjörnina Í bréfi gullsmiðsins Ófeigs Björnssonar til framkvæmdastjóra Miðborgarinnar okkar, Jakobs Frímanns Magnússonar, eru tilteknar 11 verslanir sem leggjast gegn göngugötufyrirkomulaginu. „Með þessum jólalokunum er enn verið að gera aðför að okkur verslunarmönnum,“ segir í bréfinu og bætt við að það megi „öllum vera ljóst að almenn verslun á undir högg að sækja hérna í miðbænum, það er engu líkara en að borgarstjórnin vilji þess verslun út úr miðborinni eða að hún leggjist af.“ Verslanirnar ellefu segja að í stað göngugata ætti borgin heldur að greiða götur að verslunum til að viðhalda blómlegri miðborg. „Laugarvegur, Bankastræti og Skólavörðustígur eru verslunargötur. Þeir sem vilja fara í göngutúr þar sem enginn bílaumferð er geta gengið í hljómskálagarðinum og hringinn í kringum tjörnina,“ segir í bréfinu. Göngugötusvæðið var sem fyrr segir samþykkt í Borgarráði í gær. Kjartan Magnússon, borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sat hins vegar hjá við afgreiðslu málsins. Við samþykktina beindi Borgarráð því til Bílastæðasjóðs að auglýsa tryggilega staðsetningu og opnunartíma bílastæðahúsa og bílastæða sem eru til afnota á meðan opnun göngugatna stendur yfir á aðventunni.
Göngugötur Reykjavík Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira