„Mig grunar að ég hafi sært fólk án þess að gera mér grein fyrir því“ 1. desember 2017 19:30 Snæbjörn opnar sig á Facebook. Vísir / Ernir „Strákar! Ég veit alveg að margir okkar hafa orðið fyrir allskonar áreiti frá konum þegar við stöndum á sviði eða í kringum þá vinnu. En í allra góðra vætta nafni, ekki nota það sem einhvers konar mótrök eða argjúment í umræðu undanfarinna daga og vikna,“ skrifar Snæbjörn Ragnarsson, meðlimur Skálmaldar og starfsmaður Pipar/TBWA, í einlægum pistli á Facebook-síðu sinni. Göngum umræðuna til enda Pistillinn kemur í kjölfar mikillar umræðu um kynferðislega áreitni og ofbeldi innan ýmissa stétta. Margir lokaðir Facebook-hópar hafa verið stofnaðir þar sem konur opna sig um sína reynslu og hefur kassamerkið #metoo tröllriðið samfélagsmiðlum síðustu daga og vikur. Sjá einnig: Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Snæbjörn höfðar til karlmanna í pistli sínum og hvetur þá til að taka umræðuna um kynferðislegt ofbeldi og horfa í eigin barm. „Umræðan núna snýst um þá afstöðu sem komin er upp milli karla og kvenna þar sem þær hafa lent undir vegna þess að við höfum með yfirgangi rúllað yfir þær. Göngum þá umræðu til enda, horfum allir í eigin barm og förum yfir stöðu okkar, gjörðir og skoðanir í stað þess að benda á það sem mögulega er gert á okkar hluta.“ Sjá einnig: Efnir til strákahittings og leitar leiða til að brjótast úr viðjum íþyngjandi kynhlutverka „Ég get verið dóni, durtur og óttalegur pungur“ Snæbjörn segist hugsanlega hafa gerst sekur um það að særa aðra í kringum sig í gegnum tíðina, án þess að gera sér fyllilega grein fyrir því. „Ég get verið dóni, durtur og óttalegur pungur, ég hef alltaf vitað það og jafnvel gengist upp í því. Ég á mér fá tabú í lífinu og læt allt flakka. Ég get þó sem betur fer sagt með góðri samvisku að ég ætla mér aldrei illt og horfi aldrei viljandi niður á fólk sem ég tala við. En þessi umræða, og samtöl við konur og karla kringum hana, hefur vissulega opnað augu mín fyrir mörgu sem ég sá ekki áður. Mig grunar að ég hafi sært fólk án þess að gera mér grein fyrir því. Mér þykir það afar leitt og þarf að huga að því hverju ég þarf að breyta í mínu fari,“ skrifar Snæbjörn og bætir við. „Ég held að við getum allir bætt okkur. Gerum það í sameiningu, allir sem einn. Í kjölfarið getum við svo haldið áfram að tala um alla hina hlutina sem hægt er að bæta.“Pistil Snæbjörns má sjá hér fyrir neðan: MeToo Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira
„Strákar! Ég veit alveg að margir okkar hafa orðið fyrir allskonar áreiti frá konum þegar við stöndum á sviði eða í kringum þá vinnu. En í allra góðra vætta nafni, ekki nota það sem einhvers konar mótrök eða argjúment í umræðu undanfarinna daga og vikna,“ skrifar Snæbjörn Ragnarsson, meðlimur Skálmaldar og starfsmaður Pipar/TBWA, í einlægum pistli á Facebook-síðu sinni. Göngum umræðuna til enda Pistillinn kemur í kjölfar mikillar umræðu um kynferðislega áreitni og ofbeldi innan ýmissa stétta. Margir lokaðir Facebook-hópar hafa verið stofnaðir þar sem konur opna sig um sína reynslu og hefur kassamerkið #metoo tröllriðið samfélagsmiðlum síðustu daga og vikur. Sjá einnig: Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Snæbjörn höfðar til karlmanna í pistli sínum og hvetur þá til að taka umræðuna um kynferðislegt ofbeldi og horfa í eigin barm. „Umræðan núna snýst um þá afstöðu sem komin er upp milli karla og kvenna þar sem þær hafa lent undir vegna þess að við höfum með yfirgangi rúllað yfir þær. Göngum þá umræðu til enda, horfum allir í eigin barm og förum yfir stöðu okkar, gjörðir og skoðanir í stað þess að benda á það sem mögulega er gert á okkar hluta.“ Sjá einnig: Efnir til strákahittings og leitar leiða til að brjótast úr viðjum íþyngjandi kynhlutverka „Ég get verið dóni, durtur og óttalegur pungur“ Snæbjörn segist hugsanlega hafa gerst sekur um það að særa aðra í kringum sig í gegnum tíðina, án þess að gera sér fyllilega grein fyrir því. „Ég get verið dóni, durtur og óttalegur pungur, ég hef alltaf vitað það og jafnvel gengist upp í því. Ég á mér fá tabú í lífinu og læt allt flakka. Ég get þó sem betur fer sagt með góðri samvisku að ég ætla mér aldrei illt og horfi aldrei viljandi niður á fólk sem ég tala við. En þessi umræða, og samtöl við konur og karla kringum hana, hefur vissulega opnað augu mín fyrir mörgu sem ég sá ekki áður. Mig grunar að ég hafi sært fólk án þess að gera mér grein fyrir því. Mér þykir það afar leitt og þarf að huga að því hverju ég þarf að breyta í mínu fari,“ skrifar Snæbjörn og bætir við. „Ég held að við getum allir bætt okkur. Gerum það í sameiningu, allir sem einn. Í kjölfarið getum við svo haldið áfram að tala um alla hina hlutina sem hægt er að bæta.“Pistil Snæbjörns má sjá hér fyrir neðan:
MeToo Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira