„Það hefur hvorki gengið né rekið í samningaviðræðum við ríkið“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. desember 2017 18:45 Bandalag háskólamanna skorar á nýja ríkisstjórn að ganga nú þegar til viðræðna við sautján aðildarfélög bandalagsins um nýja kjarasamninga. Formaður BHM segir óþolandi að nær engar viðræður hafi átt sér stað frá því félögin losnuðu undan gerðardómi í september. Aðildarfélögin sautján hafa það sameiginlegt að vera verkalýðsfélög háskólamenntaðra launþega en félögin ásamt Bandalagi háskólamanna boðuðu til morgunverðarfundar með félagsmönnum sínum á Grand hótel Reykjavík í morgun þar sem kjaramál voru til umræðu. Samninganefndir aðildarfélaganna hafa átt í kjaraviðræðum við ríkið frá árinu 2014 en síðustu þrjá mánuði hefur ekkert gerst eða frá því félögin losnuðu undan gerðardómi. Formaður BHM segir að við það verði ekki unað. „Það hefur hvorki gengið né rekið í samningaviðræðum við ríkið í haust og í rauninni er staðan orðin óþolandi. Við fáum litla sem enga hlustun á kröfur sem að viðsemjandi okkar þekkir vel og hafa verið á borðinu árum saman,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Aðildarfélögin hafa fengið tilboð frá ríkinu en Þórunn segir að ekkert samtal hafi átt sér stað á milli viðsemjenda. Þegar formenn flokkanna þriggja sem nú mynda nýja ríkisstjórn áttu í samningaviðræðum um myndun hennar kölluðu þeir til sín aðila vinnumarkaðarins en eitt stærsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar er að halda friði á vinnumarkaði. „Við fengum einn fund með formönnunum. Það var ágætis fundur, þar sem að við fengum að koma helstu sjónarmiðum okkar á framfæri. Það hefur mikið verið rætt um frið á vinnumarkaði og stöðugleika þetta haustið, bæði fyrir kosningarnar og í þessari stjórnarmyndun. Núna viljum við að sjá nýja ríkisstjórn standa við stóru orðin,“ segir Þórunn. Framhaldsskólakennarar hafa vísað kjarasamningum sínum til ríkissáttasemjara og samningar grunnskólakennara losnuðu í dag. Á næsta ári losna áttatíu aðrir kjarasamningar á vinnumarkaði. Í dag sendi BHM áskorun til ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur um að gengið verði þegar til kjarasamninga og að hlustað verði á kröfur aðildarfélaganna. Þeir sem eru á lægstu laununum hjá ríkinu eru með undir fjögur hundruð þúsund í laun á mánuði en lágmarkslaun í landi stefna í að verða þrjúhundruðþúsund krónur. „Það sjá það allir að það verður ekki við það unandi að fólk sem hefur lagt á sig að fara í háskólanám sé á berstrípuðum lágmarkslaunum,“ segir Þórunn. Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira
Bandalag háskólamanna skorar á nýja ríkisstjórn að ganga nú þegar til viðræðna við sautján aðildarfélög bandalagsins um nýja kjarasamninga. Formaður BHM segir óþolandi að nær engar viðræður hafi átt sér stað frá því félögin losnuðu undan gerðardómi í september. Aðildarfélögin sautján hafa það sameiginlegt að vera verkalýðsfélög háskólamenntaðra launþega en félögin ásamt Bandalagi háskólamanna boðuðu til morgunverðarfundar með félagsmönnum sínum á Grand hótel Reykjavík í morgun þar sem kjaramál voru til umræðu. Samninganefndir aðildarfélaganna hafa átt í kjaraviðræðum við ríkið frá árinu 2014 en síðustu þrjá mánuði hefur ekkert gerst eða frá því félögin losnuðu undan gerðardómi. Formaður BHM segir að við það verði ekki unað. „Það hefur hvorki gengið né rekið í samningaviðræðum við ríkið í haust og í rauninni er staðan orðin óþolandi. Við fáum litla sem enga hlustun á kröfur sem að viðsemjandi okkar þekkir vel og hafa verið á borðinu árum saman,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Aðildarfélögin hafa fengið tilboð frá ríkinu en Þórunn segir að ekkert samtal hafi átt sér stað á milli viðsemjenda. Þegar formenn flokkanna þriggja sem nú mynda nýja ríkisstjórn áttu í samningaviðræðum um myndun hennar kölluðu þeir til sín aðila vinnumarkaðarins en eitt stærsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar er að halda friði á vinnumarkaði. „Við fengum einn fund með formönnunum. Það var ágætis fundur, þar sem að við fengum að koma helstu sjónarmiðum okkar á framfæri. Það hefur mikið verið rætt um frið á vinnumarkaði og stöðugleika þetta haustið, bæði fyrir kosningarnar og í þessari stjórnarmyndun. Núna viljum við að sjá nýja ríkisstjórn standa við stóru orðin,“ segir Þórunn. Framhaldsskólakennarar hafa vísað kjarasamningum sínum til ríkissáttasemjara og samningar grunnskólakennara losnuðu í dag. Á næsta ári losna áttatíu aðrir kjarasamningar á vinnumarkaði. Í dag sendi BHM áskorun til ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur um að gengið verði þegar til kjarasamninga og að hlustað verði á kröfur aðildarfélaganna. Þeir sem eru á lægstu laununum hjá ríkinu eru með undir fjögur hundruð þúsund í laun á mánuði en lágmarkslaun í landi stefna í að verða þrjúhundruðþúsund krónur. „Það sjá það allir að það verður ekki við það unandi að fólk sem hefur lagt á sig að fara í háskólanám sé á berstrípuðum lágmarkslaunum,“ segir Þórunn.
Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira