Landgræðslustjóri fer fram á hamfarastyrki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. desember 2017 22:40 Landgræðslustjóri fer fram á það við ríkisvaldið að það greiði kornbændum hamfarastyrki vegna uppskerubrests síðustu ár. Formaður kornbænda stappar stálið í sína menn og hvetur bændur til að efla kornrækt í landinu. Boðað var til fundar með kornbændum í höfuðstöðvum Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti þar sem sérfræðingar á sviði kornræktar fóru upp í pontu og héldu fyrirlestra um stöðu kornræktar í landinu. Fram kom að kornrækt hefur dregist mikið saman síðustu ár vegna óhagstæðs veðurs. Þegar mest var 2009 var korn ræktað á fimm þúsund hekturum en á síðasta ári var ræktunin innan við þrjú þúsund hektara. Árni Bragason landgræðslustjóri skorar því á stjórnvöld að taka upp hamfarastyrki. „Það brást uppskera og þá fara menn að hugsa, það er viss áhætta og kostnaður við að koma þessu af stað, og þess vegna hugsa menn sig um tvisvar. Við ætlum að ræða meðal annarsþá möguleika hvort hægt væri að hafa einhvers konar hamfarastyrki eða eitthvað slíkt og skora á stjórnvöld að hugleiða það að taka upp eitthvað slíkt frekar heldur en að vera með einhverja fasta styrki.“ Árni segir að hamfarastyrkir myndu létta mikið undir hjá kornbændum. „Þá geta menn gert áætlanir til lengri tíma, þá geta menn fjárfest í tækjum og ef að það bregst þá uppskeran þá fara menn ekki á hausinn.“ Ólafur Eggertsson, kornbóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, er einn öflugasti ræktandi á korni og formaður Félags kornbænda. „Nú það er bara bjartsýni í mönnum að halda kornræktinni áfram og hún á eftir að sýna mikla möguleika. Við höfum hérna öll skilyrði til þess og batnandi jafnvel. Menn eru bara bjartsýnir á að það verði aukið við á næstu árum og ekki síst að menn þurfi að hugsa núna sem aldrei fyrr um meiri innlenda verðmætasköpun, að rækta kornið hér heima á Íslandi frekar en að flytja það erlendis frá með tilheyrandi kolefnisspori,“ segir Ólafur. Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Sjá meira
Landgræðslustjóri fer fram á það við ríkisvaldið að það greiði kornbændum hamfarastyrki vegna uppskerubrests síðustu ár. Formaður kornbænda stappar stálið í sína menn og hvetur bændur til að efla kornrækt í landinu. Boðað var til fundar með kornbændum í höfuðstöðvum Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti þar sem sérfræðingar á sviði kornræktar fóru upp í pontu og héldu fyrirlestra um stöðu kornræktar í landinu. Fram kom að kornrækt hefur dregist mikið saman síðustu ár vegna óhagstæðs veðurs. Þegar mest var 2009 var korn ræktað á fimm þúsund hekturum en á síðasta ári var ræktunin innan við þrjú þúsund hektara. Árni Bragason landgræðslustjóri skorar því á stjórnvöld að taka upp hamfarastyrki. „Það brást uppskera og þá fara menn að hugsa, það er viss áhætta og kostnaður við að koma þessu af stað, og þess vegna hugsa menn sig um tvisvar. Við ætlum að ræða meðal annarsþá möguleika hvort hægt væri að hafa einhvers konar hamfarastyrki eða eitthvað slíkt og skora á stjórnvöld að hugleiða það að taka upp eitthvað slíkt frekar heldur en að vera með einhverja fasta styrki.“ Árni segir að hamfarastyrkir myndu létta mikið undir hjá kornbændum. „Þá geta menn gert áætlanir til lengri tíma, þá geta menn fjárfest í tækjum og ef að það bregst þá uppskeran þá fara menn ekki á hausinn.“ Ólafur Eggertsson, kornbóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, er einn öflugasti ræktandi á korni og formaður Félags kornbænda. „Nú það er bara bjartsýni í mönnum að halda kornræktinni áfram og hún á eftir að sýna mikla möguleika. Við höfum hérna öll skilyrði til þess og batnandi jafnvel. Menn eru bara bjartsýnir á að það verði aukið við á næstu árum og ekki síst að menn þurfi að hugsa núna sem aldrei fyrr um meiri innlenda verðmætasköpun, að rækta kornið hér heima á Íslandi frekar en að flytja það erlendis frá með tilheyrandi kolefnisspori,“ segir Ólafur.
Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Sjá meira