Landgræðslustjóri fer fram á hamfarastyrki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. desember 2017 22:40 Landgræðslustjóri fer fram á það við ríkisvaldið að það greiði kornbændum hamfarastyrki vegna uppskerubrests síðustu ár. Formaður kornbænda stappar stálið í sína menn og hvetur bændur til að efla kornrækt í landinu. Boðað var til fundar með kornbændum í höfuðstöðvum Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti þar sem sérfræðingar á sviði kornræktar fóru upp í pontu og héldu fyrirlestra um stöðu kornræktar í landinu. Fram kom að kornrækt hefur dregist mikið saman síðustu ár vegna óhagstæðs veðurs. Þegar mest var 2009 var korn ræktað á fimm þúsund hekturum en á síðasta ári var ræktunin innan við þrjú þúsund hektara. Árni Bragason landgræðslustjóri skorar því á stjórnvöld að taka upp hamfarastyrki. „Það brást uppskera og þá fara menn að hugsa, það er viss áhætta og kostnaður við að koma þessu af stað, og þess vegna hugsa menn sig um tvisvar. Við ætlum að ræða meðal annarsþá möguleika hvort hægt væri að hafa einhvers konar hamfarastyrki eða eitthvað slíkt og skora á stjórnvöld að hugleiða það að taka upp eitthvað slíkt frekar heldur en að vera með einhverja fasta styrki.“ Árni segir að hamfarastyrkir myndu létta mikið undir hjá kornbændum. „Þá geta menn gert áætlanir til lengri tíma, þá geta menn fjárfest í tækjum og ef að það bregst þá uppskeran þá fara menn ekki á hausinn.“ Ólafur Eggertsson, kornbóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, er einn öflugasti ræktandi á korni og formaður Félags kornbænda. „Nú það er bara bjartsýni í mönnum að halda kornræktinni áfram og hún á eftir að sýna mikla möguleika. Við höfum hérna öll skilyrði til þess og batnandi jafnvel. Menn eru bara bjartsýnir á að það verði aukið við á næstu árum og ekki síst að menn þurfi að hugsa núna sem aldrei fyrr um meiri innlenda verðmætasköpun, að rækta kornið hér heima á Íslandi frekar en að flytja það erlendis frá með tilheyrandi kolefnisspori,“ segir Ólafur. Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Landgræðslustjóri fer fram á það við ríkisvaldið að það greiði kornbændum hamfarastyrki vegna uppskerubrests síðustu ár. Formaður kornbænda stappar stálið í sína menn og hvetur bændur til að efla kornrækt í landinu. Boðað var til fundar með kornbændum í höfuðstöðvum Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti þar sem sérfræðingar á sviði kornræktar fóru upp í pontu og héldu fyrirlestra um stöðu kornræktar í landinu. Fram kom að kornrækt hefur dregist mikið saman síðustu ár vegna óhagstæðs veðurs. Þegar mest var 2009 var korn ræktað á fimm þúsund hekturum en á síðasta ári var ræktunin innan við þrjú þúsund hektara. Árni Bragason landgræðslustjóri skorar því á stjórnvöld að taka upp hamfarastyrki. „Það brást uppskera og þá fara menn að hugsa, það er viss áhætta og kostnaður við að koma þessu af stað, og þess vegna hugsa menn sig um tvisvar. Við ætlum að ræða meðal annarsþá möguleika hvort hægt væri að hafa einhvers konar hamfarastyrki eða eitthvað slíkt og skora á stjórnvöld að hugleiða það að taka upp eitthvað slíkt frekar heldur en að vera með einhverja fasta styrki.“ Árni segir að hamfarastyrkir myndu létta mikið undir hjá kornbændum. „Þá geta menn gert áætlanir til lengri tíma, þá geta menn fjárfest í tækjum og ef að það bregst þá uppskeran þá fara menn ekki á hausinn.“ Ólafur Eggertsson, kornbóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, er einn öflugasti ræktandi á korni og formaður Félags kornbænda. „Nú það er bara bjartsýni í mönnum að halda kornræktinni áfram og hún á eftir að sýna mikla möguleika. Við höfum hérna öll skilyrði til þess og batnandi jafnvel. Menn eru bara bjartsýnir á að það verði aukið við á næstu árum og ekki síst að menn þurfi að hugsa núna sem aldrei fyrr um meiri innlenda verðmætasköpun, að rækta kornið hér heima á Íslandi frekar en að flytja það erlendis frá með tilheyrandi kolefnisspori,“ segir Ólafur.
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira