Verkfall er aldei markmið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. desember 2017 20:30 Samningar grunnskólakennara hafa verið lausir frá því á fimmtudag. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að stefnt sé á að funda tvisvar í viku næstu vikurnar og viðræður fari hægt en þó örugglega af stað. Helstu málefni eru laun kennara og hvernig sé hægt að tryggja nægan kennsluundirbúning. „Það eru þrjú hundruð manns að kenna án leyfa og eru með undanþágu til kennslu og við sjáum það að á næstu árum, mun verða verulegur skortur. Það er eitthvað til að hafa verulegar áhyggjur af. Og það er sama hvað margar nefndir eru settar í það mál, lausnin felst alltaf í að laga launin og starfsaðstæðurnar. Það er bara þannig," segir Ólafur. Á síðasta ári felldu grunnskólakennarar tvisvar nýja kjarasamninga enda ósáttir við þær launahækkanir sem voru boðnar og sögðu fjölmargir kennarar upp störfum fyrir ári vegna ástandsins. Ólafur segir of snemmt að segja hvort önnur uppsagnarbylgja verði en viðurkennir að neikvæð umræða hafi einkennt starfið síðustu ár. „Og við berum einhverja ábyrgð á því. Svo er það líka þannig að bæði við og fleiri erum orðin hundleið á því að þurfa að taka svona erfiðar kjaraviðræður. Við náum ekki einu sinni meðal grunnlaunum í landinu," segir Ólafur en er bjartsýnn á viðræðurnar og bendir á að málamiðlanir skili oft bestu langtímalausninni.Þannig að það er ekki endilega verkfallshugur í ykkur?„Á meðan viðræður eru í gangi, gangur í þeim, þá er engin ástæða til að velta því fyrir sér. Það er aldrei markmið, það er eitthvað sem menn grípa til í algjörri neyð.“ Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Samningar grunnskólakennara hafa verið lausir frá því á fimmtudag. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að stefnt sé á að funda tvisvar í viku næstu vikurnar og viðræður fari hægt en þó örugglega af stað. Helstu málefni eru laun kennara og hvernig sé hægt að tryggja nægan kennsluundirbúning. „Það eru þrjú hundruð manns að kenna án leyfa og eru með undanþágu til kennslu og við sjáum það að á næstu árum, mun verða verulegur skortur. Það er eitthvað til að hafa verulegar áhyggjur af. Og það er sama hvað margar nefndir eru settar í það mál, lausnin felst alltaf í að laga launin og starfsaðstæðurnar. Það er bara þannig," segir Ólafur. Á síðasta ári felldu grunnskólakennarar tvisvar nýja kjarasamninga enda ósáttir við þær launahækkanir sem voru boðnar og sögðu fjölmargir kennarar upp störfum fyrir ári vegna ástandsins. Ólafur segir of snemmt að segja hvort önnur uppsagnarbylgja verði en viðurkennir að neikvæð umræða hafi einkennt starfið síðustu ár. „Og við berum einhverja ábyrgð á því. Svo er það líka þannig að bæði við og fleiri erum orðin hundleið á því að þurfa að taka svona erfiðar kjaraviðræður. Við náum ekki einu sinni meðal grunnlaunum í landinu," segir Ólafur en er bjartsýnn á viðræðurnar og bendir á að málamiðlanir skili oft bestu langtímalausninni.Þannig að það er ekki endilega verkfallshugur í ykkur?„Á meðan viðræður eru í gangi, gangur í þeim, þá er engin ástæða til að velta því fyrir sér. Það er aldrei markmið, það er eitthvað sem menn grípa til í algjörri neyð.“
Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira