Guðríður sakar Ragnar Þór um dylgjur og lygar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2017 12:34 Guðríður Arnardóttir segir nýkjörinn formann hafa borið á sig dylgjur og ósannindi. Vísir Guðríður Arnardóttir, formaður félags framhaldsskólakennara sem beið lægri hlut í kosningu til formanns Kennarasambands Íslands, segir nýkjörinn formann hafa borið á sig dylgjur og ósannindi. Hún hafi ekki viljað tjá sig um málið enda yrði það túlkað sem viðbrögð við tapinu í kosningunni, að hún væri tapsár. Hún geti hins vegar ekki bitið í tunguna sína lengur. Ragnar Þór Pétursson var kjörinn formaður KÍ þann 7. nóvember. Hann hlaut meirihluta atkvæða, 53%, en Guðríður 34%. 34 ára karlmaður frá Tálknafirði heldur því fram í viðtali við Vísi að Ragnar Þór hafi sýnt sér klám þegar hann var tólf ára. Ragnar Þór þvertekur fyrir að nokkuð slíkt hafi átt sér stað.Þurfi að þola skítkast og óhróðurGuðríður segir að henni berist ábendingar frá lokuðum spjallvefjum kennara þar sem stuðningsmenn Ragnars Þórs saki hana um að vera á bak við það að Tálknfirðingurinn steig fram í viðtali til að gera Ragnari Þór erfitt um vik. „Í aðdraganda þess að nýr formaður Kennarasambands Íslands var kosin mátti undirrituð þola frádæma skítkast og óhróður frá stuðningsmönnum nýkjörins verðandi formanns. Ég kaus að láta dylgjum og lygum ósvarað en vann þess í stað að framboði mínu á mínum forsendum, kynnti fyrir félagsmönnum sjálfa mig, áherslur mínar og talaði aldrei til mótframbjóðenda minna. Það hefði líklega ekki þótt smekklegt ef ég hefði farið að ræða gamla ásökun á hendur Ragnari um að misbjóða nemanda sínum enda hafði maðurinn farið mikinn í fjölmiðlum á sínum tíma að bera af sér sakir sem hann sagðist ekki hafa hugmynd um hverjar voru og taldi fullvíst að illa innrættur óvildarmaður bæri sökina.“ Guðríður segist vissulega hafa tekið tapinu illa, í einn dag. Svo haldi lífið áfram. „Nú aftur á móti berast mér upplýsingar um að á lokuðum spjallvefjum kennara séu þessir sömu aðilar enn við sama heygarðshornið. En núna á það að vera undan mínum rifjum runnið að ungur maður sakar verðandi formann KÍ um misnotkun. Ungur maður sem ég þekki ekki neitt, steig fram og sagði sögu sína. Og nú er því haldið fram af þessum sömu aðilum að slíkt hafi verið gert í þeim tilgangi að hafa áhrif á kosningu varaformanns sem stendur nú yfir en þessir sömu aðilar halda uppteknum hætti og ætla að koma Ásthildi Lóu Þórsdóttur stuðningsmanns og bandamanns Ragnars í sæti varaformanns við hlið hans.“ Ásthildur Lóa er ein sex sem bjóða fram krafta sína til varaformennsku hjá KÍ.Ragnar Þór Marinósson sem sakar nafna sinn Pétursson um blygðunarsemisbrot, með foreldrum sínum og systrum.Vísir/Anton BrinkEkki hægt að sitja undir ruglinu „Ég er nú búin að bíta í tunguna á mér undanfarna daga vitandi það að allt sem ég segi verður lesið í ljósi þess að ég tapaði fyrir Ragnari Þór. En það er ekki hægt að sitja undir þessu rugli lengur. Ragnar Þór og hans helstu stuðningsmenn reyna að klína þessu ömurlega máli á mig og stjórn KÍ.“ Í kjölfar þess að Tálknfirðingurinn steig fram ritaði Ragnar Þór pistil á vefsvæði sitt á Stundinni þann 4. desember. Þar sagði Ragnar Þór allt hafa verið uppi á borðinu varðandi ásakanirnar þegar hann hóf framboð sitt. Sömuleiðis að stjórn Kennarasambands Íslands hefði vitað allt um málið. Guðríður vill meina að þar fari Ragnar ekki með rétt mál. Ragnar Þór hafi gripið til skrifa um miðjan október eftir að fyrrverandi forstöðumaður félagsmiðstöðvar Norðlingaskóla tjáði sig um sitt hlutverk þegar ásakanirnar komu upp árið 2013. „Þar kom í fyrsta sinn fram að á sínum tíma var ekki um nafnlausa ábendingu að ræða heldur kæru til lögreglu.“ Þannig sé ekki rétt að Ragnar fullyrði að hann hafi sett allt upp á borð í upphafi. Hann hafi aldrei greint frá því að málið hefði ratað á borð lögreglu.Aldrei á borði KÍ Þá segir hún Ragnar Þór aldrei hafa tilkynnt stjórn KÍ um málið þegar það kom upp á sínum tíma, árið 2013. „Hvorki til formanns KÍ eða stjórnar. Ekkert var fjallað um þetta mál á stjórnarfundum KÍ – það er ekki flóknara en fletta upp fundargerðum til að sjá það.“ Þannig að þegar Ragnar fullyrði að málið hafi legið á borðinu í þeirri mynd sem það er í dag sé það ósatt. „Ragnar talar um að hann hafi verið „hrottalega heiðarlegur“, já það er líklega satt því kannski er óheiðarleikinn einmitt hrottalegur heiðarleiki. Ragnar Þór hikaði alla vega ekki við að bera á mig dylgjur og ósannindi.“ Tengdar fréttir Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands varðist ásökunum í bloggskrifum og Kastljósi árið 2013. Fjórum árum síðar stígur Ragnar Þór Marinósson fram og segir sína sögu. 3. desember 2017 14:00 Kennarasamband Íslands tekur ekki afstöðu í máli Ragnars Þórs Stjórn Kennarasamband Íslands ætlar ekki að taka afstöðu í máli Ragnars Þórs Péturssonar formanns sambandsins en tveir frambjóðendur til varaformanns KÍ lýstu yfir vantrausti á hann. 6. desember 2017 19:04 Ragnar Þór segir ekkert tilefni til vantrausts nú Ragnar Þór Pétursson, nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands, hvetur frambjóðendur til varaformanns sambandsins til að halda framboðum sínum til streitu. 5. desember 2017 07:25 Frambjóðendur til varaformanns KÍ lýsa yfir vantrausti á Ragnar Þór nýkjörinn formann Á framboðsfundi vegna kosningar til varaformanns Kennarasambands Íslands hvöttu tveir frambjóðendur Ragnar Þór nýkjörinn formann til að segja strax af sér. 4. desember 2017 21:15 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Guðríður Arnardóttir, formaður félags framhaldsskólakennara sem beið lægri hlut í kosningu til formanns Kennarasambands Íslands, segir nýkjörinn formann hafa borið á sig dylgjur og ósannindi. Hún hafi ekki viljað tjá sig um málið enda yrði það túlkað sem viðbrögð við tapinu í kosningunni, að hún væri tapsár. Hún geti hins vegar ekki bitið í tunguna sína lengur. Ragnar Þór Pétursson var kjörinn formaður KÍ þann 7. nóvember. Hann hlaut meirihluta atkvæða, 53%, en Guðríður 34%. 34 ára karlmaður frá Tálknafirði heldur því fram í viðtali við Vísi að Ragnar Þór hafi sýnt sér klám þegar hann var tólf ára. Ragnar Þór þvertekur fyrir að nokkuð slíkt hafi átt sér stað.Þurfi að þola skítkast og óhróðurGuðríður segir að henni berist ábendingar frá lokuðum spjallvefjum kennara þar sem stuðningsmenn Ragnars Þórs saki hana um að vera á bak við það að Tálknfirðingurinn steig fram í viðtali til að gera Ragnari Þór erfitt um vik. „Í aðdraganda þess að nýr formaður Kennarasambands Íslands var kosin mátti undirrituð þola frádæma skítkast og óhróður frá stuðningsmönnum nýkjörins verðandi formanns. Ég kaus að láta dylgjum og lygum ósvarað en vann þess í stað að framboði mínu á mínum forsendum, kynnti fyrir félagsmönnum sjálfa mig, áherslur mínar og talaði aldrei til mótframbjóðenda minna. Það hefði líklega ekki þótt smekklegt ef ég hefði farið að ræða gamla ásökun á hendur Ragnari um að misbjóða nemanda sínum enda hafði maðurinn farið mikinn í fjölmiðlum á sínum tíma að bera af sér sakir sem hann sagðist ekki hafa hugmynd um hverjar voru og taldi fullvíst að illa innrættur óvildarmaður bæri sökina.“ Guðríður segist vissulega hafa tekið tapinu illa, í einn dag. Svo haldi lífið áfram. „Nú aftur á móti berast mér upplýsingar um að á lokuðum spjallvefjum kennara séu þessir sömu aðilar enn við sama heygarðshornið. En núna á það að vera undan mínum rifjum runnið að ungur maður sakar verðandi formann KÍ um misnotkun. Ungur maður sem ég þekki ekki neitt, steig fram og sagði sögu sína. Og nú er því haldið fram af þessum sömu aðilum að slíkt hafi verið gert í þeim tilgangi að hafa áhrif á kosningu varaformanns sem stendur nú yfir en þessir sömu aðilar halda uppteknum hætti og ætla að koma Ásthildi Lóu Þórsdóttur stuðningsmanns og bandamanns Ragnars í sæti varaformanns við hlið hans.“ Ásthildur Lóa er ein sex sem bjóða fram krafta sína til varaformennsku hjá KÍ.Ragnar Þór Marinósson sem sakar nafna sinn Pétursson um blygðunarsemisbrot, með foreldrum sínum og systrum.Vísir/Anton BrinkEkki hægt að sitja undir ruglinu „Ég er nú búin að bíta í tunguna á mér undanfarna daga vitandi það að allt sem ég segi verður lesið í ljósi þess að ég tapaði fyrir Ragnari Þór. En það er ekki hægt að sitja undir þessu rugli lengur. Ragnar Þór og hans helstu stuðningsmenn reyna að klína þessu ömurlega máli á mig og stjórn KÍ.“ Í kjölfar þess að Tálknfirðingurinn steig fram ritaði Ragnar Þór pistil á vefsvæði sitt á Stundinni þann 4. desember. Þar sagði Ragnar Þór allt hafa verið uppi á borðinu varðandi ásakanirnar þegar hann hóf framboð sitt. Sömuleiðis að stjórn Kennarasambands Íslands hefði vitað allt um málið. Guðríður vill meina að þar fari Ragnar ekki með rétt mál. Ragnar Þór hafi gripið til skrifa um miðjan október eftir að fyrrverandi forstöðumaður félagsmiðstöðvar Norðlingaskóla tjáði sig um sitt hlutverk þegar ásakanirnar komu upp árið 2013. „Þar kom í fyrsta sinn fram að á sínum tíma var ekki um nafnlausa ábendingu að ræða heldur kæru til lögreglu.“ Þannig sé ekki rétt að Ragnar fullyrði að hann hafi sett allt upp á borð í upphafi. Hann hafi aldrei greint frá því að málið hefði ratað á borð lögreglu.Aldrei á borði KÍ Þá segir hún Ragnar Þór aldrei hafa tilkynnt stjórn KÍ um málið þegar það kom upp á sínum tíma, árið 2013. „Hvorki til formanns KÍ eða stjórnar. Ekkert var fjallað um þetta mál á stjórnarfundum KÍ – það er ekki flóknara en fletta upp fundargerðum til að sjá það.“ Þannig að þegar Ragnar fullyrði að málið hafi legið á borðinu í þeirri mynd sem það er í dag sé það ósatt. „Ragnar talar um að hann hafi verið „hrottalega heiðarlegur“, já það er líklega satt því kannski er óheiðarleikinn einmitt hrottalegur heiðarleiki. Ragnar Þór hikaði alla vega ekki við að bera á mig dylgjur og ósannindi.“
Tengdar fréttir Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands varðist ásökunum í bloggskrifum og Kastljósi árið 2013. Fjórum árum síðar stígur Ragnar Þór Marinósson fram og segir sína sögu. 3. desember 2017 14:00 Kennarasamband Íslands tekur ekki afstöðu í máli Ragnars Þórs Stjórn Kennarasamband Íslands ætlar ekki að taka afstöðu í máli Ragnars Þórs Péturssonar formanns sambandsins en tveir frambjóðendur til varaformanns KÍ lýstu yfir vantrausti á hann. 6. desember 2017 19:04 Ragnar Þór segir ekkert tilefni til vantrausts nú Ragnar Þór Pétursson, nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands, hvetur frambjóðendur til varaformanns sambandsins til að halda framboðum sínum til streitu. 5. desember 2017 07:25 Frambjóðendur til varaformanns KÍ lýsa yfir vantrausti á Ragnar Þór nýkjörinn formann Á framboðsfundi vegna kosningar til varaformanns Kennarasambands Íslands hvöttu tveir frambjóðendur Ragnar Þór nýkjörinn formann til að segja strax af sér. 4. desember 2017 21:15 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands varðist ásökunum í bloggskrifum og Kastljósi árið 2013. Fjórum árum síðar stígur Ragnar Þór Marinósson fram og segir sína sögu. 3. desember 2017 14:00
Kennarasamband Íslands tekur ekki afstöðu í máli Ragnars Þórs Stjórn Kennarasamband Íslands ætlar ekki að taka afstöðu í máli Ragnars Þórs Péturssonar formanns sambandsins en tveir frambjóðendur til varaformanns KÍ lýstu yfir vantrausti á hann. 6. desember 2017 19:04
Ragnar Þór segir ekkert tilefni til vantrausts nú Ragnar Þór Pétursson, nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands, hvetur frambjóðendur til varaformanns sambandsins til að halda framboðum sínum til streitu. 5. desember 2017 07:25
Frambjóðendur til varaformanns KÍ lýsa yfir vantrausti á Ragnar Þór nýkjörinn formann Á framboðsfundi vegna kosningar til varaformanns Kennarasambands Íslands hvöttu tveir frambjóðendur Ragnar Þór nýkjörinn formann til að segja strax af sér. 4. desember 2017 21:15