Meiri hætta af því að reykja rafrettur en margir halda Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. desember 2017 13:00 Fíkniefni og íþróttir eiga ekki samleið Allt að fjögurra ára keppnisbann gæti fylgt því að spila fótbolta eftir að reykja rafrettur (veipa). Þetta kemur fram í pistli sem Reynir Björnsson, læknir, skrifar á heimasíðu KSÍ í dag. Menn hafa þróað hassolíu, kannabis og THC, virka efnið í kannabis, sem hægt er að setja í rafrettur. Það finnst ekki af því nein kannabislykt, af efnunum eru óteljandi nöfn á götunni og engin innihaldslýsing eða styrkur uppgefinn. Rafrettur eru vinsælar á meðal ungs fólks í dag og oft prófað við hinar ýmsu kringumstæður, þó þær séu ekki reyktar daglega. Jafnvel gæti svo komið við að viðkomandi viti ekki að í veipinu sé kannabis, en ekki nikótín. Kannabis er bannað í keppni samkvæmt Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnuninni, WADA. Lyfjapróf eru algeng í knattspyrnuheiminum, sérstaklega í leikjum á vegum UEFA eða FIFA. Greinist leikmaður með kannabis í þvagi eða blóði er það fall á lyfjaprófi. Í framhaldi af falli á lyfjaprófi kærir stofnunin sem þreytti prófið, UEFA/FIFA/WADA/Lyfjaráð ÍSÍ, leikmanninn og málið tekið fyrir dómstóla. Refsingin er keppnisbann, allt frá mánuðum upp í 2-4 ár. „Við vitum til þess að leikmenn hafa prófað þetta og talið hættuna á því að falla á lyfjaprófi enga, eða bara ekkert hugsað út í hana,“ sagði Reynir í pistlinum. „Að ganga í gegnum þetta ferli er gríðarlegt álag á leikmanninn, biðin, dómurinn, dómur götunnar, bannið og áfram væri hægt að telja upp. Ekki er víst að ungur leikmaður standi undir svona dómi og fallið er hátt ef viðkomandi leikmaður er jafnvel kominn í landslið.“ Kannabis getur verið mjög lengi í líkamanum og ómögulegt er að segja fyrir um það hvenær efnið er algjörlega farið úr blóði. Þeir sem hafa reykt kannabis, í formi rafrettu eða ekki, á síðustu vikum eða mánuðum geta ekki tekið þátt í leikjum á vegum KSÍ nema það sé klárt að allt kannabis sé farið úr líkamanum. Pistilinn í heild sinni má lesa hér. Íslenski boltinn Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Allt að fjögurra ára keppnisbann gæti fylgt því að spila fótbolta eftir að reykja rafrettur (veipa). Þetta kemur fram í pistli sem Reynir Björnsson, læknir, skrifar á heimasíðu KSÍ í dag. Menn hafa þróað hassolíu, kannabis og THC, virka efnið í kannabis, sem hægt er að setja í rafrettur. Það finnst ekki af því nein kannabislykt, af efnunum eru óteljandi nöfn á götunni og engin innihaldslýsing eða styrkur uppgefinn. Rafrettur eru vinsælar á meðal ungs fólks í dag og oft prófað við hinar ýmsu kringumstæður, þó þær séu ekki reyktar daglega. Jafnvel gæti svo komið við að viðkomandi viti ekki að í veipinu sé kannabis, en ekki nikótín. Kannabis er bannað í keppni samkvæmt Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnuninni, WADA. Lyfjapróf eru algeng í knattspyrnuheiminum, sérstaklega í leikjum á vegum UEFA eða FIFA. Greinist leikmaður með kannabis í þvagi eða blóði er það fall á lyfjaprófi. Í framhaldi af falli á lyfjaprófi kærir stofnunin sem þreytti prófið, UEFA/FIFA/WADA/Lyfjaráð ÍSÍ, leikmanninn og málið tekið fyrir dómstóla. Refsingin er keppnisbann, allt frá mánuðum upp í 2-4 ár. „Við vitum til þess að leikmenn hafa prófað þetta og talið hættuna á því að falla á lyfjaprófi enga, eða bara ekkert hugsað út í hana,“ sagði Reynir í pistlinum. „Að ganga í gegnum þetta ferli er gríðarlegt álag á leikmanninn, biðin, dómurinn, dómur götunnar, bannið og áfram væri hægt að telja upp. Ekki er víst að ungur leikmaður standi undir svona dómi og fallið er hátt ef viðkomandi leikmaður er jafnvel kominn í landslið.“ Kannabis getur verið mjög lengi í líkamanum og ómögulegt er að segja fyrir um það hvenær efnið er algjörlega farið úr blóði. Þeir sem hafa reykt kannabis, í formi rafrettu eða ekki, á síðustu vikum eða mánuðum geta ekki tekið þátt í leikjum á vegum KSÍ nema það sé klárt að allt kannabis sé farið úr líkamanum. Pistilinn í heild sinni má lesa hér.
Íslenski boltinn Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira