Gamla flugstöðin í Keflavík hverfur Kristján Már Unnarsson skrifar 8. desember 2017 21:15 Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, við gömlu flugstöðina í dag. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ákveðið hefur verið að rífa gömlu flugstöðina á Keflavíkurflugvelli og hefst niðurrif hennar strax eftir helgi. Flugskýli verður reist í staðinn. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Flugstöðin í Varnarstöðinni þjónaði sem aðalmillilandaflugstöð Íslendinga í aldarfjórðung, frá því snemma á sjöunda áratugnum og fram til ársins 1987 er Leifsstöð var opnuð. Þar hófst ferðin til útlanda, þar voru innritunarborðin og síðan tók við vegabréfaskoðun og vopnaleit.Þarna hófst utanlandsferðin þegar gengið var inn í brottfararsalinn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir innan var bandaríski herinn hins vegar búinn að breyta flestum innréttingum, en hann notaði flugstöðina þar til Varnarliðið fór. Í frétt Stöðvar 2 sýnir Friðþór Eydal, fulltrúi Isavia, hvar barinn var í flugstöðinni. „Þessi frægi þar sem Íslendingar vöndust á að drekka fyrsta bjórinn eldsnemma á morgnana,” segir Friðþór.Friðþór Eydal sýnir hvar barinn var í gömlu flugstöðinni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Barinn er löngu horfinn. Það er helst að eldri Íslendingar þekki aftur salinn þar sem menn fengu töskurnar og fóru í gegnum tollskoðun. Margir muna eftir glugganum á efri hæðinni þar sem sjá mátti flugvélarnar koma. En nú eru örlög hússins ráðin: „Já, það verður rifið og niðurrifið hefst bara á allra næstu dögum og því á að vera lokið í mars,” segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.Vél Loftleiða séð af efri hæð gömlu flugstöðvarinnar um miðjan sjöunda áratuginn.Mynd/Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir.Einhverjir spyrja kannski hvort ástæða hafi verið til að halda í húsið í ljósi sögulegs gildis. En Friðþór spyr á móti hver eigi þá að borga fyrir það. En kom til greina að halda flugstöðinni, til dæmis fyrir innanlandsflug? Guðjón kveðst ekki vita til þess að nein slík ósk hafi borist. „Þetta hús hefur ekki verið notað síðan Varnarliðið fór. Svo er komin upp mygla á nokkrum stöðum í húsinu. Svo er það í rauninni, má segja, barn síns tíma.”Flugstöðin var tekin í notkun árið 1949.Mynd/Isavia.Flugvélar nýta enn stæðin fyrir utan gömlu flugstöðina. En núna þarf hún að víkja fyrir nýrri starfsemi. Reisa á flugskýli á staðnum, samkvæmt samþykktu deiliskipulagi, að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15 Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Sjá meira
Ákveðið hefur verið að rífa gömlu flugstöðina á Keflavíkurflugvelli og hefst niðurrif hennar strax eftir helgi. Flugskýli verður reist í staðinn. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Flugstöðin í Varnarstöðinni þjónaði sem aðalmillilandaflugstöð Íslendinga í aldarfjórðung, frá því snemma á sjöunda áratugnum og fram til ársins 1987 er Leifsstöð var opnuð. Þar hófst ferðin til útlanda, þar voru innritunarborðin og síðan tók við vegabréfaskoðun og vopnaleit.Þarna hófst utanlandsferðin þegar gengið var inn í brottfararsalinn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir innan var bandaríski herinn hins vegar búinn að breyta flestum innréttingum, en hann notaði flugstöðina þar til Varnarliðið fór. Í frétt Stöðvar 2 sýnir Friðþór Eydal, fulltrúi Isavia, hvar barinn var í flugstöðinni. „Þessi frægi þar sem Íslendingar vöndust á að drekka fyrsta bjórinn eldsnemma á morgnana,” segir Friðþór.Friðþór Eydal sýnir hvar barinn var í gömlu flugstöðinni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Barinn er löngu horfinn. Það er helst að eldri Íslendingar þekki aftur salinn þar sem menn fengu töskurnar og fóru í gegnum tollskoðun. Margir muna eftir glugganum á efri hæðinni þar sem sjá mátti flugvélarnar koma. En nú eru örlög hússins ráðin: „Já, það verður rifið og niðurrifið hefst bara á allra næstu dögum og því á að vera lokið í mars,” segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.Vél Loftleiða séð af efri hæð gömlu flugstöðvarinnar um miðjan sjöunda áratuginn.Mynd/Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir.Einhverjir spyrja kannski hvort ástæða hafi verið til að halda í húsið í ljósi sögulegs gildis. En Friðþór spyr á móti hver eigi þá að borga fyrir það. En kom til greina að halda flugstöðinni, til dæmis fyrir innanlandsflug? Guðjón kveðst ekki vita til þess að nein slík ósk hafi borist. „Þetta hús hefur ekki verið notað síðan Varnarliðið fór. Svo er komin upp mygla á nokkrum stöðum í húsinu. Svo er það í rauninni, má segja, barn síns tíma.”Flugstöðin var tekin í notkun árið 1949.Mynd/Isavia.Flugvélar nýta enn stæðin fyrir utan gömlu flugstöðina. En núna þarf hún að víkja fyrir nýrri starfsemi. Reisa á flugskýli á staðnum, samkvæmt samþykktu deiliskipulagi, að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15 Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Sjá meira
Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15
Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15