Boða þyngri refsistefnu við sölu og innflutningi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. nóvember 2017 06:00 Málefnasamningur nýrrar ríkisstjórnar var samþykktur í gær. Vísir/Ernir Tekjuafgangur verður 10 milljörðum lægri en stefnt var að í fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram í október síðastliðnum, samkvæmt málefnasamningi verðandi ríkisstjórnar. Þessir tíu milljarðar verða að langstærstum hluta nýttir til heilbrigðismála. Meðal þess sem fram kemur í málefnasamningnum sem Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur samþykktu í gær eru áform um afnám verðtryggingar í áföngum, móttaka fleiri flóttamanna, áhersla á uppbyggingu í samgöngumálum, bæði á suðvesturhorninu og landsbyggðinni. Sporna á gegn launamun kynjanna með nýjum skilyrðum í ársreikningagerð fyrirtækja og kanna kosti þess að beita aðgangsstýringu í ferðaþjónustu. Þá verður ekki af hækkun virðisaukaskatts á greinina sem síðasta ríkisstjórn stefndi á. Hinsegin málefni eru í fyrsta sinn nefnd í stjórnarsáttmála með áherslu á kynrænt sjálfræði. Ný ríkisstjórn hyggst herða refsingar fyrir sölu og innflutning fíkniefna en draga úr refsingum fyrir vörslu neysluskammta. Löggæsla verður efld, réttarstaða þolenda kynferðisofbeldis bætt og aðstoð til þeirra betur tryggð.Loftslagsmálin eru fyrirferðarmikil í málefnasamningnum. Þótt Parísarsamkomulagði verði leiðarljós er markmiðið að ganga enn lengra og ná kolefnishlutleysi árið 2040. Meðal aðgerða til að stuðla að þessum markmiðum er að tvöfalda kolefnisgjaldið strax og hækka það svo áfram í samræmi við áætlun í loftslagsmálum. Ný ríkisstjórn stefnir einnig að því að ná meðaltali OECD í fjármögnun háskóla á árinu 2020. Meðal breytinga á námslánakerfinu verða nýmæli sem stuðla eiga að því að fólk setjist að á landsbyggðinni. Ríkisfjármálin eru fyrirferðarmikil í sáttmálanum, bæði vegna komandi kjaraviðræðna en einnig vegna áherslu flokkanna á tekjur ríkisins af ríkiseignum og endurskipulagningu fjármálakerfisins. Aðild að ESB er ekki á dagskrá nýrrar stjórnar og ekki er minnst á aðild að Atlantshafsbandalaginu en Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hafa ætíð verið á öndverðum meiði í afstöðu sinni til þess. Í samningnum er hins vegar vísað til þjóðaröryggisstefnunnar sem Alþingi hefur samþykkt og þar kemur fram að aðildin að NATO sé hornsteinn varna landsins. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira
Tekjuafgangur verður 10 milljörðum lægri en stefnt var að í fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram í október síðastliðnum, samkvæmt málefnasamningi verðandi ríkisstjórnar. Þessir tíu milljarðar verða að langstærstum hluta nýttir til heilbrigðismála. Meðal þess sem fram kemur í málefnasamningnum sem Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur samþykktu í gær eru áform um afnám verðtryggingar í áföngum, móttaka fleiri flóttamanna, áhersla á uppbyggingu í samgöngumálum, bæði á suðvesturhorninu og landsbyggðinni. Sporna á gegn launamun kynjanna með nýjum skilyrðum í ársreikningagerð fyrirtækja og kanna kosti þess að beita aðgangsstýringu í ferðaþjónustu. Þá verður ekki af hækkun virðisaukaskatts á greinina sem síðasta ríkisstjórn stefndi á. Hinsegin málefni eru í fyrsta sinn nefnd í stjórnarsáttmála með áherslu á kynrænt sjálfræði. Ný ríkisstjórn hyggst herða refsingar fyrir sölu og innflutning fíkniefna en draga úr refsingum fyrir vörslu neysluskammta. Löggæsla verður efld, réttarstaða þolenda kynferðisofbeldis bætt og aðstoð til þeirra betur tryggð.Loftslagsmálin eru fyrirferðarmikil í málefnasamningnum. Þótt Parísarsamkomulagði verði leiðarljós er markmiðið að ganga enn lengra og ná kolefnishlutleysi árið 2040. Meðal aðgerða til að stuðla að þessum markmiðum er að tvöfalda kolefnisgjaldið strax og hækka það svo áfram í samræmi við áætlun í loftslagsmálum. Ný ríkisstjórn stefnir einnig að því að ná meðaltali OECD í fjármögnun háskóla á árinu 2020. Meðal breytinga á námslánakerfinu verða nýmæli sem stuðla eiga að því að fólk setjist að á landsbyggðinni. Ríkisfjármálin eru fyrirferðarmikil í sáttmálanum, bæði vegna komandi kjaraviðræðna en einnig vegna áherslu flokkanna á tekjur ríkisins af ríkiseignum og endurskipulagningu fjármálakerfisins. Aðild að ESB er ekki á dagskrá nýrrar stjórnar og ekki er minnst á aðild að Atlantshafsbandalaginu en Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hafa ætíð verið á öndverðum meiði í afstöðu sinni til þess. Í samningnum er hins vegar vísað til þjóðaröryggisstefnunnar sem Alþingi hefur samþykkt og þar kemur fram að aðildin að NATO sé hornsteinn varna landsins.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira