Boða þyngri refsistefnu við sölu og innflutningi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. nóvember 2017 06:00 Málefnasamningur nýrrar ríkisstjórnar var samþykktur í gær. Vísir/Ernir Tekjuafgangur verður 10 milljörðum lægri en stefnt var að í fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram í október síðastliðnum, samkvæmt málefnasamningi verðandi ríkisstjórnar. Þessir tíu milljarðar verða að langstærstum hluta nýttir til heilbrigðismála. Meðal þess sem fram kemur í málefnasamningnum sem Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur samþykktu í gær eru áform um afnám verðtryggingar í áföngum, móttaka fleiri flóttamanna, áhersla á uppbyggingu í samgöngumálum, bæði á suðvesturhorninu og landsbyggðinni. Sporna á gegn launamun kynjanna með nýjum skilyrðum í ársreikningagerð fyrirtækja og kanna kosti þess að beita aðgangsstýringu í ferðaþjónustu. Þá verður ekki af hækkun virðisaukaskatts á greinina sem síðasta ríkisstjórn stefndi á. Hinsegin málefni eru í fyrsta sinn nefnd í stjórnarsáttmála með áherslu á kynrænt sjálfræði. Ný ríkisstjórn hyggst herða refsingar fyrir sölu og innflutning fíkniefna en draga úr refsingum fyrir vörslu neysluskammta. Löggæsla verður efld, réttarstaða þolenda kynferðisofbeldis bætt og aðstoð til þeirra betur tryggð.Loftslagsmálin eru fyrirferðarmikil í málefnasamningnum. Þótt Parísarsamkomulagði verði leiðarljós er markmiðið að ganga enn lengra og ná kolefnishlutleysi árið 2040. Meðal aðgerða til að stuðla að þessum markmiðum er að tvöfalda kolefnisgjaldið strax og hækka það svo áfram í samræmi við áætlun í loftslagsmálum. Ný ríkisstjórn stefnir einnig að því að ná meðaltali OECD í fjármögnun háskóla á árinu 2020. Meðal breytinga á námslánakerfinu verða nýmæli sem stuðla eiga að því að fólk setjist að á landsbyggðinni. Ríkisfjármálin eru fyrirferðarmikil í sáttmálanum, bæði vegna komandi kjaraviðræðna en einnig vegna áherslu flokkanna á tekjur ríkisins af ríkiseignum og endurskipulagningu fjármálakerfisins. Aðild að ESB er ekki á dagskrá nýrrar stjórnar og ekki er minnst á aðild að Atlantshafsbandalaginu en Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hafa ætíð verið á öndverðum meiði í afstöðu sinni til þess. Í samningnum er hins vegar vísað til þjóðaröryggisstefnunnar sem Alþingi hefur samþykkt og þar kemur fram að aðildin að NATO sé hornsteinn varna landsins. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Tekjuafgangur verður 10 milljörðum lægri en stefnt var að í fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram í október síðastliðnum, samkvæmt málefnasamningi verðandi ríkisstjórnar. Þessir tíu milljarðar verða að langstærstum hluta nýttir til heilbrigðismála. Meðal þess sem fram kemur í málefnasamningnum sem Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur samþykktu í gær eru áform um afnám verðtryggingar í áföngum, móttaka fleiri flóttamanna, áhersla á uppbyggingu í samgöngumálum, bæði á suðvesturhorninu og landsbyggðinni. Sporna á gegn launamun kynjanna með nýjum skilyrðum í ársreikningagerð fyrirtækja og kanna kosti þess að beita aðgangsstýringu í ferðaþjónustu. Þá verður ekki af hækkun virðisaukaskatts á greinina sem síðasta ríkisstjórn stefndi á. Hinsegin málefni eru í fyrsta sinn nefnd í stjórnarsáttmála með áherslu á kynrænt sjálfræði. Ný ríkisstjórn hyggst herða refsingar fyrir sölu og innflutning fíkniefna en draga úr refsingum fyrir vörslu neysluskammta. Löggæsla verður efld, réttarstaða þolenda kynferðisofbeldis bætt og aðstoð til þeirra betur tryggð.Loftslagsmálin eru fyrirferðarmikil í málefnasamningnum. Þótt Parísarsamkomulagði verði leiðarljós er markmiðið að ganga enn lengra og ná kolefnishlutleysi árið 2040. Meðal aðgerða til að stuðla að þessum markmiðum er að tvöfalda kolefnisgjaldið strax og hækka það svo áfram í samræmi við áætlun í loftslagsmálum. Ný ríkisstjórn stefnir einnig að því að ná meðaltali OECD í fjármögnun háskóla á árinu 2020. Meðal breytinga á námslánakerfinu verða nýmæli sem stuðla eiga að því að fólk setjist að á landsbyggðinni. Ríkisfjármálin eru fyrirferðarmikil í sáttmálanum, bæði vegna komandi kjaraviðræðna en einnig vegna áherslu flokkanna á tekjur ríkisins af ríkiseignum og endurskipulagningu fjármálakerfisins. Aðild að ESB er ekki á dagskrá nýrrar stjórnar og ekki er minnst á aðild að Atlantshafsbandalaginu en Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hafa ætíð verið á öndverðum meiði í afstöðu sinni til þess. Í samningnum er hins vegar vísað til þjóðaröryggisstefnunnar sem Alþingi hefur samþykkt og þar kemur fram að aðildin að NATO sé hornsteinn varna landsins.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira