Þau kveðja ráðherrastólana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2017 14:03 Þorgerður Katrín kvaddi bílstjóra sinn með virktum áður en hún hélt á síðasta ríkisráðsfund sinn sem ráðherra. Vísir/Ernir Ráðherrar Bjartrar framtíðar, Viðreisnar auk Jóns Gunnarssonar úr röðum Sjálfstæðisflokksins mættu á sinn síðasta ríkisráðsfund á Bessastöðum klukkan 13:30 í dag. Eftir tæplega ár í embætti sem ráðherrar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar verða þau almennir þingmenn eða hverfa af þingi.Björt Ólafsdóttir er nýkjörin formaður Bjartrar framtíðar. Hún hverfur af þingi.Vísir/ErnirBjört Ólafsdóttir, fráfarandi umhverfisráðherra, hafði á orði þegar hún mætti á Bessastaði að ýmislegt í stjórnarsáttmálanum væri komið úr sáttmála fyrri ríkisstjórnar. Benedikt Jóhannesson, fráfarandi fjármálaráðherra, sagði að margt úr fyrri sáttmála væri „stolið“.Þorsteinn Víglundsson verður áfram þingmaður Viðreisnar en nú í stjórnarandstöðu.Vísir/ErnirÞorsteinn Víglundsson, fráfarandi félags- og jafnréttismálaráðherra, sagðist sjá á eftir ríkisstjórninni en vona að þeirri nýju myndi farnast vel. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var nýkomin úr líkamsrækt og því með tvær töskur með sér. Hún sagðist voan að Kristján Þór Júlíusson myndi fylgja eftir góðum verkum í ráðuneytinu.Jón Gunnarsson verður óbreyttur þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/ErnirJón Gunnarsson, fráfarandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, missti ráðherraembætti sitt hjá Sjálfstæðisflokknum en ráðherrum flokksins fækkar um einn í nýju samstarfi. Hann vildi bíða með að tjá sig við fjölmiðla þar til eftir fundinn með forseta.Benedikt Jóhannesson náði ekki sæti á Alþingi í kosningunum á dögunum.Vísir/ErnirÞá er Óttar Proppé staddur erlendis og því ekki viðstaddur fundinn. Hann er í Bangladess ásamt fullrúm Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.Ráðherrar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar að Óttari Proppé frátöldum á ríkisráðsfundinum á Bessastöðum í dag.Vísir/Ernir
Ráðherrar Bjartrar framtíðar, Viðreisnar auk Jóns Gunnarssonar úr röðum Sjálfstæðisflokksins mættu á sinn síðasta ríkisráðsfund á Bessastöðum klukkan 13:30 í dag. Eftir tæplega ár í embætti sem ráðherrar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar verða þau almennir þingmenn eða hverfa af þingi.Björt Ólafsdóttir er nýkjörin formaður Bjartrar framtíðar. Hún hverfur af þingi.Vísir/ErnirBjört Ólafsdóttir, fráfarandi umhverfisráðherra, hafði á orði þegar hún mætti á Bessastaði að ýmislegt í stjórnarsáttmálanum væri komið úr sáttmála fyrri ríkisstjórnar. Benedikt Jóhannesson, fráfarandi fjármálaráðherra, sagði að margt úr fyrri sáttmála væri „stolið“.Þorsteinn Víglundsson verður áfram þingmaður Viðreisnar en nú í stjórnarandstöðu.Vísir/ErnirÞorsteinn Víglundsson, fráfarandi félags- og jafnréttismálaráðherra, sagðist sjá á eftir ríkisstjórninni en vona að þeirri nýju myndi farnast vel. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var nýkomin úr líkamsrækt og því með tvær töskur með sér. Hún sagðist voan að Kristján Þór Júlíusson myndi fylgja eftir góðum verkum í ráðuneytinu.Jón Gunnarsson verður óbreyttur þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/ErnirJón Gunnarsson, fráfarandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, missti ráðherraembætti sitt hjá Sjálfstæðisflokknum en ráðherrum flokksins fækkar um einn í nýju samstarfi. Hann vildi bíða með að tjá sig við fjölmiðla þar til eftir fundinn með forseta.Benedikt Jóhannesson náði ekki sæti á Alþingi í kosningunum á dögunum.Vísir/ErnirÞá er Óttar Proppé staddur erlendis og því ekki viðstaddur fundinn. Hann er í Bangladess ásamt fullrúm Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.Ráðherrar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar að Óttari Proppé frátöldum á ríkisráðsfundinum á Bessastöðum í dag.Vísir/Ernir
Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira