Þau kveðja ráðherrastólana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2017 14:03 Þorgerður Katrín kvaddi bílstjóra sinn með virktum áður en hún hélt á síðasta ríkisráðsfund sinn sem ráðherra. Vísir/Ernir Ráðherrar Bjartrar framtíðar, Viðreisnar auk Jóns Gunnarssonar úr röðum Sjálfstæðisflokksins mættu á sinn síðasta ríkisráðsfund á Bessastöðum klukkan 13:30 í dag. Eftir tæplega ár í embætti sem ráðherrar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar verða þau almennir þingmenn eða hverfa af þingi.Björt Ólafsdóttir er nýkjörin formaður Bjartrar framtíðar. Hún hverfur af þingi.Vísir/ErnirBjört Ólafsdóttir, fráfarandi umhverfisráðherra, hafði á orði þegar hún mætti á Bessastaði að ýmislegt í stjórnarsáttmálanum væri komið úr sáttmála fyrri ríkisstjórnar. Benedikt Jóhannesson, fráfarandi fjármálaráðherra, sagði að margt úr fyrri sáttmála væri „stolið“.Þorsteinn Víglundsson verður áfram þingmaður Viðreisnar en nú í stjórnarandstöðu.Vísir/ErnirÞorsteinn Víglundsson, fráfarandi félags- og jafnréttismálaráðherra, sagðist sjá á eftir ríkisstjórninni en vona að þeirri nýju myndi farnast vel. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var nýkomin úr líkamsrækt og því með tvær töskur með sér. Hún sagðist voan að Kristján Þór Júlíusson myndi fylgja eftir góðum verkum í ráðuneytinu.Jón Gunnarsson verður óbreyttur þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/ErnirJón Gunnarsson, fráfarandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, missti ráðherraembætti sitt hjá Sjálfstæðisflokknum en ráðherrum flokksins fækkar um einn í nýju samstarfi. Hann vildi bíða með að tjá sig við fjölmiðla þar til eftir fundinn með forseta.Benedikt Jóhannesson náði ekki sæti á Alþingi í kosningunum á dögunum.Vísir/ErnirÞá er Óttar Proppé staddur erlendis og því ekki viðstaddur fundinn. Hann er í Bangladess ásamt fullrúm Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.Ráðherrar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar að Óttari Proppé frátöldum á ríkisráðsfundinum á Bessastöðum í dag.Vísir/Ernir
Ráðherrar Bjartrar framtíðar, Viðreisnar auk Jóns Gunnarssonar úr röðum Sjálfstæðisflokksins mættu á sinn síðasta ríkisráðsfund á Bessastöðum klukkan 13:30 í dag. Eftir tæplega ár í embætti sem ráðherrar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar verða þau almennir þingmenn eða hverfa af þingi.Björt Ólafsdóttir er nýkjörin formaður Bjartrar framtíðar. Hún hverfur af þingi.Vísir/ErnirBjört Ólafsdóttir, fráfarandi umhverfisráðherra, hafði á orði þegar hún mætti á Bessastaði að ýmislegt í stjórnarsáttmálanum væri komið úr sáttmála fyrri ríkisstjórnar. Benedikt Jóhannesson, fráfarandi fjármálaráðherra, sagði að margt úr fyrri sáttmála væri „stolið“.Þorsteinn Víglundsson verður áfram þingmaður Viðreisnar en nú í stjórnarandstöðu.Vísir/ErnirÞorsteinn Víglundsson, fráfarandi félags- og jafnréttismálaráðherra, sagðist sjá á eftir ríkisstjórninni en vona að þeirri nýju myndi farnast vel. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var nýkomin úr líkamsrækt og því með tvær töskur með sér. Hún sagðist voan að Kristján Þór Júlíusson myndi fylgja eftir góðum verkum í ráðuneytinu.Jón Gunnarsson verður óbreyttur þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/ErnirJón Gunnarsson, fráfarandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, missti ráðherraembætti sitt hjá Sjálfstæðisflokknum en ráðherrum flokksins fækkar um einn í nýju samstarfi. Hann vildi bíða með að tjá sig við fjölmiðla þar til eftir fundinn með forseta.Benedikt Jóhannesson náði ekki sæti á Alþingi í kosningunum á dögunum.Vísir/ErnirÞá er Óttar Proppé staddur erlendis og því ekki viðstaddur fundinn. Hann er í Bangladess ásamt fullrúm Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.Ráðherrar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar að Óttari Proppé frátöldum á ríkisráðsfundinum á Bessastöðum í dag.Vísir/Ernir
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira