Björgunarsveitir koma fólki til bjargar á Holtavörðuheiði Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2017 07:14 Frá kafaldsbyl á Holtavörðuheiði. STEINGRÍMUR ÞÓRÐARSON Björgunarsveitir af Norðurlandi og af Vesturlandi eru nú að aðstoða fólk í þónokkkrum föstum bílum á Holtavörðuheiði, í slæmu veðri og þar er allt kolófært. Norðansveitirnar voru kallaðar út upp úr miðnætti og hinar sveitirnar undir morgun. Fréttastofu er ekki kunnugt um slys í þessum tilvikum og ekki er nánar vitað um líðan fólksins í bílunum. Fólk sem ætlar að vera á faraldsfæti í dag er beðið að athuga veðurspá og færð á vegum áður en það heldur af stað.Á vef Vegagerðinnar segir:Hálka er á Höfuðborgarsvæðinu og hálka og skafrenningur á Sandskeiði, Hellisheiði og Lyngdalsheiði og þæfingsfærð á Mosfellsheiði. Hálka er mjög víða á Suðurlandi. Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og ófært á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði. Mjög hvasst er á sunnanverðu Snæfellsnesi. Það er snjóþekja eða hálka á sunnanverðum Vestfjörðum og skafrenningur á fjallvegum. Ófært er á Klettshálsi og Hjallahálsi. Einnig er ófært á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum og slæmt veður. Þungfært er í Ísafjarðardjúpi á Drangsnesvegi og á Innstrandavegi. Á Norðurlandi vestra er snjóþekja eða hálka á vegum og lokað yfir Þverárfjall. Þæfingsfærð er í Skagafirði og á Siglufjarðarvegi að Ketilási. Verið er að kanna ástand á Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarvegi m.t.t. snjóflóðahættu. Norðaustanlands er hálka eða snjóþekja og töluverð snjókoma á Melrakkssléttu og Langanesi. Þungfært er í Hófaskarði. Hálka eða snjóþekja er á vegum á Austurlandi og hálka eða hálkublettir með Suðausturströndinni frá Höfn og áfram suður. 500 tonn af snjóÞá er Siglufjarðarvegur enn ófær eftir að stórt snjóflóð féll á hann udir kvöld í gær, skammt vestan við Strákagöng. Í gærkvöldi féll svo stórt flóð á veginn um Ólafsfjarðarmúla og lokaði honum og Súðavíkurhlíð var svo lokað á miðnætti vegna snjóflóðahættu og féll þar flóð í nótt. Flóðin á Siglufjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla mælast 2,5 stig, sem þýðir að 100 til 500 tonn af snjó hafi fallið fram. Slík flóð geta hæglega kaffært heilu bílana og valdið tjóni á mannvirkjum en engin mun hafa verið á ferð á þessum slóðum þegar flóðin féllu. Aðstæður til að opna vegina á ný verða kannaðar í birtingu. Veðurstofan segir að töluverð snjóflóðahætta sé á utanverðum Tröllaskaga, norðanverðum Vestfjörðum og nokkur hætta á Austfjörðum, en áfram er spáð snjókomu og skafrenningi á þessum slóðum næstu daga.Gul viðvörun er í gildi fyrir allt landið.VeðurstofanAllt landið gult Veðurstofan spáir hvassviðri eðs stormi um allt land í dag og víða snjókomu og skafrenningi. Gul viðvörun er í gildi fyrir allt landið og segir Veðurstofan útlit sé fyrir slæmt ferðaveður, annað hvort í stífum vindi með ofankomu eða vegna varasamra vindstrengja. Fólk er því hvatt til að kynna sér aðstæður vel áður en lagt er í ferðir um þjóðvegina. Á þetta við bæði um fjallvegi og á láglendi. Þegar líður á daginn má búast við að vindhviður geti farið upp í allt á 40 metra á sekúndu suðaustanlands, einkum í Öræfum. Spáin er áfram slæm næstu daga þannig að búast má við að færð spillist víða. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Sjá meira
Björgunarsveitir af Norðurlandi og af Vesturlandi eru nú að aðstoða fólk í þónokkkrum föstum bílum á Holtavörðuheiði, í slæmu veðri og þar er allt kolófært. Norðansveitirnar voru kallaðar út upp úr miðnætti og hinar sveitirnar undir morgun. Fréttastofu er ekki kunnugt um slys í þessum tilvikum og ekki er nánar vitað um líðan fólksins í bílunum. Fólk sem ætlar að vera á faraldsfæti í dag er beðið að athuga veðurspá og færð á vegum áður en það heldur af stað.Á vef Vegagerðinnar segir:Hálka er á Höfuðborgarsvæðinu og hálka og skafrenningur á Sandskeiði, Hellisheiði og Lyngdalsheiði og þæfingsfærð á Mosfellsheiði. Hálka er mjög víða á Suðurlandi. Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og ófært á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði. Mjög hvasst er á sunnanverðu Snæfellsnesi. Það er snjóþekja eða hálka á sunnanverðum Vestfjörðum og skafrenningur á fjallvegum. Ófært er á Klettshálsi og Hjallahálsi. Einnig er ófært á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum og slæmt veður. Þungfært er í Ísafjarðardjúpi á Drangsnesvegi og á Innstrandavegi. Á Norðurlandi vestra er snjóþekja eða hálka á vegum og lokað yfir Þverárfjall. Þæfingsfærð er í Skagafirði og á Siglufjarðarvegi að Ketilási. Verið er að kanna ástand á Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarvegi m.t.t. snjóflóðahættu. Norðaustanlands er hálka eða snjóþekja og töluverð snjókoma á Melrakkssléttu og Langanesi. Þungfært er í Hófaskarði. Hálka eða snjóþekja er á vegum á Austurlandi og hálka eða hálkublettir með Suðausturströndinni frá Höfn og áfram suður. 500 tonn af snjóÞá er Siglufjarðarvegur enn ófær eftir að stórt snjóflóð féll á hann udir kvöld í gær, skammt vestan við Strákagöng. Í gærkvöldi féll svo stórt flóð á veginn um Ólafsfjarðarmúla og lokaði honum og Súðavíkurhlíð var svo lokað á miðnætti vegna snjóflóðahættu og féll þar flóð í nótt. Flóðin á Siglufjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla mælast 2,5 stig, sem þýðir að 100 til 500 tonn af snjó hafi fallið fram. Slík flóð geta hæglega kaffært heilu bílana og valdið tjóni á mannvirkjum en engin mun hafa verið á ferð á þessum slóðum þegar flóðin féllu. Aðstæður til að opna vegina á ný verða kannaðar í birtingu. Veðurstofan segir að töluverð snjóflóðahætta sé á utanverðum Tröllaskaga, norðanverðum Vestfjörðum og nokkur hætta á Austfjörðum, en áfram er spáð snjókomu og skafrenningi á þessum slóðum næstu daga.Gul viðvörun er í gildi fyrir allt landið.VeðurstofanAllt landið gult Veðurstofan spáir hvassviðri eðs stormi um allt land í dag og víða snjókomu og skafrenningi. Gul viðvörun er í gildi fyrir allt landið og segir Veðurstofan útlit sé fyrir slæmt ferðaveður, annað hvort í stífum vindi með ofankomu eða vegna varasamra vindstrengja. Fólk er því hvatt til að kynna sér aðstæður vel áður en lagt er í ferðir um þjóðvegina. Á þetta við bæði um fjallvegi og á láglendi. Þegar líður á daginn má búast við að vindhviður geti farið upp í allt á 40 metra á sekúndu suðaustanlands, einkum í Öræfum. Spáin er áfram slæm næstu daga þannig að búast má við að færð spillist víða.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Sjá meira