Bjarni segir formenn leggja mikinn metnað í stjórnarsáttmálann Heimir Már Pétursson skrifar 22. nóvember 2017 13:09 Formaður Sjálfstæðisflokksins segir formenn flokkanna sem ræða stjórnarmyndun leggja mikinn metnað í gerð stjórnarsáttmála, enda ætli flokkarnir að gera góða hluti fyrir land og þjóð. Ekki stendur til að senda út fundarboð fyrir flokksráð Vinstri grænna í dag en senda þarf út slíka boðun með tveggja daga fyrirvara. Formenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sögðu allir í gær að þau teldu að ekki væru margir dagar þar til þau gætu kallað stofnanir flokkana saman til að staðfesta eða hafna stjórnarsáttmála. Hægt er að boða fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins og miðstjórn Framsóknarflokksins saman með um sólarhrings fyrirvara, en lög Vinstri grænna gera ráð fyrir að minnst tveir sólarhringa þurfi til að boða saman flokksráð. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í gær að hún teldi ólíklegt að flokksráð kæmi saman á morgun fimmtudag eða á föstudag og ef flokksráð á að koma saman á laugardag þyrfti að boða fund þess á morgun. En samkvæmt heimildum fréttastofunnar stendur ekki til að boða til fundar ráðsins í dag. „Það hefur verið ágætis gangur í þessu. Þetta eru þrír ólíkir flokkar. Við erum að nálgast í mjög stórum málum. Það tekur tíma. Sérstaklega vegna þess að ég held að í svona stjórnarsamstarfi, sem er auðvitað að mörgu leyti mjög óvenjulegt, þarf að vanda undirstöðurnar sérlega vel,“ segir Katrín. Formennirnir funduð til klukkan sjö í gærdag og halda viðræðum sínum áfram í dag. Katrín segist vinna að því að viðhlítandi niðurstaða fáist í þeim málum sem hennar hreyfing hafi helst barist fyrir eins og varðandi rammaáætlun um vernd og nýtingu landsvæða sem hefur verið bitbein milli VG og Sjálfstæðisflokksins undanfarin kjörtímabil. En í kvöldfréttum okkar í gær sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins mikilvægt að sátt ríkti um þau mál. „Það er ekkert launungarmál að við höfum lagt mikla áherslu á til að mynda loftlagsmál og jafnréttismál í þessum samtölum og viðræðum. Og það eru mál þar sem hefur verið langt á milli sem við eigum eftir að lenda í einhverri niðurstöðu,“ segir Katrín.Er þetta ennþá dálítið eins og póker eða eruð þið farin að sjá til lands í flestum málum? „Ég myndi alla vega ekki líkja þessu samtali við póker. Enda ekki mikil „pókerfeis“ sem eiga þátt að máli,“ segir Katrín. Bjarni sagði í gær að hann teldi engin ákveðin mál erfiðari en önnur. En nauðsynlegt væri fyrir þessa þrjá flokka að fara skipulega í gegnum helstu málefnasviðin. „Við höfum verið að ræða mál sem voru á dagskrá fyrir þessar kosningar. Við erum líka að horfa breiðar yfir sviðið og við erum með mikinn metnað í þessari vinnu. Þannig að við ætlum okkur að gera góða hluti fyrir land og þjóð og laða fram það besta í þessum aðstæðum,“ segir Bjarni. Nú þegar kosið hafi verið í tvígang á einu ári hafi það áhrif á samskipti allra þeirra flokka sem náðu kjöri á Alþingi. „Þetta samtal er mótað af aðstæðum og við þurfum einfaldlega að leggja okkur fram við að láta tækifæri sem eru til staðar í þessu landi til framfara verða að veruleika. Til þess þurfa stjórnmálin að virka,“ segir Bjarni Benediktsson. Kosningar 2017 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir formenn flokkanna sem ræða stjórnarmyndun leggja mikinn metnað í gerð stjórnarsáttmála, enda ætli flokkarnir að gera góða hluti fyrir land og þjóð. Ekki stendur til að senda út fundarboð fyrir flokksráð Vinstri grænna í dag en senda þarf út slíka boðun með tveggja daga fyrirvara. Formenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sögðu allir í gær að þau teldu að ekki væru margir dagar þar til þau gætu kallað stofnanir flokkana saman til að staðfesta eða hafna stjórnarsáttmála. Hægt er að boða fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins og miðstjórn Framsóknarflokksins saman með um sólarhrings fyrirvara, en lög Vinstri grænna gera ráð fyrir að minnst tveir sólarhringa þurfi til að boða saman flokksráð. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í gær að hún teldi ólíklegt að flokksráð kæmi saman á morgun fimmtudag eða á föstudag og ef flokksráð á að koma saman á laugardag þyrfti að boða fund þess á morgun. En samkvæmt heimildum fréttastofunnar stendur ekki til að boða til fundar ráðsins í dag. „Það hefur verið ágætis gangur í þessu. Þetta eru þrír ólíkir flokkar. Við erum að nálgast í mjög stórum málum. Það tekur tíma. Sérstaklega vegna þess að ég held að í svona stjórnarsamstarfi, sem er auðvitað að mörgu leyti mjög óvenjulegt, þarf að vanda undirstöðurnar sérlega vel,“ segir Katrín. Formennirnir funduð til klukkan sjö í gærdag og halda viðræðum sínum áfram í dag. Katrín segist vinna að því að viðhlítandi niðurstaða fáist í þeim málum sem hennar hreyfing hafi helst barist fyrir eins og varðandi rammaáætlun um vernd og nýtingu landsvæða sem hefur verið bitbein milli VG og Sjálfstæðisflokksins undanfarin kjörtímabil. En í kvöldfréttum okkar í gær sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins mikilvægt að sátt ríkti um þau mál. „Það er ekkert launungarmál að við höfum lagt mikla áherslu á til að mynda loftlagsmál og jafnréttismál í þessum samtölum og viðræðum. Og það eru mál þar sem hefur verið langt á milli sem við eigum eftir að lenda í einhverri niðurstöðu,“ segir Katrín.Er þetta ennþá dálítið eins og póker eða eruð þið farin að sjá til lands í flestum málum? „Ég myndi alla vega ekki líkja þessu samtali við póker. Enda ekki mikil „pókerfeis“ sem eiga þátt að máli,“ segir Katrín. Bjarni sagði í gær að hann teldi engin ákveðin mál erfiðari en önnur. En nauðsynlegt væri fyrir þessa þrjá flokka að fara skipulega í gegnum helstu málefnasviðin. „Við höfum verið að ræða mál sem voru á dagskrá fyrir þessar kosningar. Við erum líka að horfa breiðar yfir sviðið og við erum með mikinn metnað í þessari vinnu. Þannig að við ætlum okkur að gera góða hluti fyrir land og þjóð og laða fram það besta í þessum aðstæðum,“ segir Bjarni. Nú þegar kosið hafi verið í tvígang á einu ári hafi það áhrif á samskipti allra þeirra flokka sem náðu kjöri á Alþingi. „Þetta samtal er mótað af aðstæðum og við þurfum einfaldlega að leggja okkur fram við að láta tækifæri sem eru til staðar í þessu landi til framfara verða að veruleika. Til þess þurfa stjórnmálin að virka,“ segir Bjarni Benediktsson.
Kosningar 2017 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira