Innlent

Búið að virkja almannavarnaástand vegna rútuslyss í Víðidal

Birgir Olgeirsson skrifar
Björgunarmenn að störfum. Mynd tengist frétt ekki beint.
Björgunarmenn að störfum. Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/Ernir

Björgunarsveitir á Norðurlandi eystra hafa verið kallaðar út vegna rútuslyss í Víðidal á Fjöllum. Lögreglan á Egilsstöðum segir rútuna hafa lent aftan á snjóruðningstæki. 

25 farþegar frá Taívan voru í rútunni ásamt bílstjóra frá Íslandi. Í tilkynningu frá almannavörnum kemur fram að einn farþegi hafi hlotið minniháttar meiðsl í slysinu.

Allar björgunarsveitir á svæðinu hafa verið ræstar út og búið að virkja almannavarnaástand. Mjög blint er á svæðinu og hríðarbylur og hefur Vegagerðin lokað Mývatns- og Möðrudalsöræfum vegna ófærðar.

Er vitað til þess að sjúkrabíll sem var sendur frá Vopnafirði hafi farið út af á leiðinni á slysstað.

Búið er að loka veginum frá Jökuldalnum og norður að Mývatni.

Uppfært klukkan 16:25:
Um fjörutíu björgunarsveitarmenn vinna nú á vettvangi slyssins. Vonskuveður er á svæðinu og aðstoða björgunarsveitarmenn meðal annars ökumenn sem hafa lent i vandræðum á þessum slóðum, sem og viðbragðsaðila sem voru kallaðir út vegna slyssins.

Slysið varð á veginum við Víðidal. Loftmyndir ehf


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.