Táknrænt bankahrun fer fram þessa dagana í Lækjargötu Heimir Már Pétursson skrifar 25. nóvember 2017 19:45 Þessa dagana verða borgarbúar vitni að því að áður glæsilegt stórhýsi í miðborginni er smátt og smátt að hverfa fyrir augum þeirra. Eftir um tvö ár verður risið þar nýtt hótel en eigendur þess segja enn mikla þörf fyrir fleiri hótelherbergi í Reykjavík. Það má segja að borgarbúar séu vitni að bankahruni í bókstaflegri merkingu þess orðs. Nú er lítið eftir af áður glæsilegum höfuðstöðvum Iðnaðarbankans þar sem Íslandsbanki varð síðar til húsa og Glitnir. En þegar þessu niðurrifi er lokið stendur til að byggja nýtt hótel á lóðinni.Hús Iðnaðarbankans við Lækjargötu 12 var byggt á árunum 1959 til 1963 og tók því um fjögur ár í byggingu. Húsið var þá meðal hæstu húsa í miðborginni og þótti mörgum mikið í lagt. Það er hins vegar aðeins vika frá því hafist var handa við að klippa húsið í sundur og karlinn á klippunum segir að eftir um viku verði húsið að fullu horfið af yfirborði jarðar. Myndatökumenn Stöðvar 2 hafa myndað niðurrifið frá því það hófst. En þótt mörgum kunni að finnast missir af húsinu er líka eitthvað heillandi við að sjá mannshöndina að verki við niðurrifið og sjá húsið hverfa fyrir augum manns. Ólafur Davíð Stefán Torfason stjórnarmaður Fosshótela segir að upp úr rústunum mun síðan rísa nýjasta hótel keðjunnar. Nú erum við smátt og smátt að sjá þetta hverfa hérna, hvenær sjáið þið fram á að hefja ykkar framkvæmdir? „Svona á miðju næsta ári. Hérna verður hús með um hundrað hótelherbergjum. Síðan tökum við Vonarstræti 4 líka undir hótel og væntanlega einnig Skólabrú 2. Þetta verður allt með gistingu,“ segir Ólafur.Haldin var samkeppni um hönnun hótelbyggingar á lóðinni árið 2015 en mikil óánægja myndaðist meðal almennings um þá hugmynd. Ólafur segir að nú sé búið að gera töluverðar breytingar á byggingunni eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Stór hluti lóðarinnar var áður bílastæði við Íslandsbanka en á því bílastæði stóðu fram áttunda áratug síðustu aldar þrjú timburhús sem brunnu öll til kaldra kola í miklum bruna í mars árið 1967. Mildi þótti að enginn fórst í þeim bruna því tugir manna bjuggu í húsunum. Miklar skemmdir urðu þá á Iðnaðarbankahúsinu eins og sjá má á þessum kvikmyndum sem Baldur Hrafnkell myndatökumaður okkar tók þá fimmtíu árum yngri. Vísir/AntonEn þeir hjá Fosshótelum ætla að hafa hraðan á við byggingu nýja hótelsins sem verður það tuttugasta undir merkjum fyrirtækisins.Hvaða sérstöðu mun hótelið hér við Lækjargötuna hafa? „Það hefur náttúrlega þessa staðsetningu og verður auk þess fjögurra stjörnu hótel. Síðan verður þetta byggt upp veitingatengt og mögulega verður safn í þessu með fornminjum og þess háttar.“Hvenær sjáið þið fyrir ykkur að þið getið staðið í anddyrinu á nýju hóteli og klippt á borða? „Árið 2020, fyrri part.“„Það er ekki langur tími? „Nei, þetta má ekki taka langan tíma. Þetta er búið að taka nógu langan tíma,“ segir Ólafur.Og þetta er líka viðkvæmur staður í borginni? „Já.“ Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Þessa dagana verða borgarbúar vitni að því að áður glæsilegt stórhýsi í miðborginni er smátt og smátt að hverfa fyrir augum þeirra. Eftir um tvö ár verður risið þar nýtt hótel en eigendur þess segja enn mikla þörf fyrir fleiri hótelherbergi í Reykjavík. Það má segja að borgarbúar séu vitni að bankahruni í bókstaflegri merkingu þess orðs. Nú er lítið eftir af áður glæsilegum höfuðstöðvum Iðnaðarbankans þar sem Íslandsbanki varð síðar til húsa og Glitnir. En þegar þessu niðurrifi er lokið stendur til að byggja nýtt hótel á lóðinni.Hús Iðnaðarbankans við Lækjargötu 12 var byggt á árunum 1959 til 1963 og tók því um fjögur ár í byggingu. Húsið var þá meðal hæstu húsa í miðborginni og þótti mörgum mikið í lagt. Það er hins vegar aðeins vika frá því hafist var handa við að klippa húsið í sundur og karlinn á klippunum segir að eftir um viku verði húsið að fullu horfið af yfirborði jarðar. Myndatökumenn Stöðvar 2 hafa myndað niðurrifið frá því það hófst. En þótt mörgum kunni að finnast missir af húsinu er líka eitthvað heillandi við að sjá mannshöndina að verki við niðurrifið og sjá húsið hverfa fyrir augum manns. Ólafur Davíð Stefán Torfason stjórnarmaður Fosshótela segir að upp úr rústunum mun síðan rísa nýjasta hótel keðjunnar. Nú erum við smátt og smátt að sjá þetta hverfa hérna, hvenær sjáið þið fram á að hefja ykkar framkvæmdir? „Svona á miðju næsta ári. Hérna verður hús með um hundrað hótelherbergjum. Síðan tökum við Vonarstræti 4 líka undir hótel og væntanlega einnig Skólabrú 2. Þetta verður allt með gistingu,“ segir Ólafur.Haldin var samkeppni um hönnun hótelbyggingar á lóðinni árið 2015 en mikil óánægja myndaðist meðal almennings um þá hugmynd. Ólafur segir að nú sé búið að gera töluverðar breytingar á byggingunni eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Stór hluti lóðarinnar var áður bílastæði við Íslandsbanka en á því bílastæði stóðu fram áttunda áratug síðustu aldar þrjú timburhús sem brunnu öll til kaldra kola í miklum bruna í mars árið 1967. Mildi þótti að enginn fórst í þeim bruna því tugir manna bjuggu í húsunum. Miklar skemmdir urðu þá á Iðnaðarbankahúsinu eins og sjá má á þessum kvikmyndum sem Baldur Hrafnkell myndatökumaður okkar tók þá fimmtíu árum yngri. Vísir/AntonEn þeir hjá Fosshótelum ætla að hafa hraðan á við byggingu nýja hótelsins sem verður það tuttugasta undir merkjum fyrirtækisins.Hvaða sérstöðu mun hótelið hér við Lækjargötuna hafa? „Það hefur náttúrlega þessa staðsetningu og verður auk þess fjögurra stjörnu hótel. Síðan verður þetta byggt upp veitingatengt og mögulega verður safn í þessu með fornminjum og þess háttar.“Hvenær sjáið þið fyrir ykkur að þið getið staðið í anddyrinu á nýju hóteli og klippt á borða? „Árið 2020, fyrri part.“„Það er ekki langur tími? „Nei, þetta má ekki taka langan tíma. Þetta er búið að taka nógu langan tíma,“ segir Ólafur.Og þetta er líka viðkvæmur staður í borginni? „Já.“
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira