Táknrænt bankahrun fer fram þessa dagana í Lækjargötu Heimir Már Pétursson skrifar 25. nóvember 2017 19:45 Þessa dagana verða borgarbúar vitni að því að áður glæsilegt stórhýsi í miðborginni er smátt og smátt að hverfa fyrir augum þeirra. Eftir um tvö ár verður risið þar nýtt hótel en eigendur þess segja enn mikla þörf fyrir fleiri hótelherbergi í Reykjavík. Það má segja að borgarbúar séu vitni að bankahruni í bókstaflegri merkingu þess orðs. Nú er lítið eftir af áður glæsilegum höfuðstöðvum Iðnaðarbankans þar sem Íslandsbanki varð síðar til húsa og Glitnir. En þegar þessu niðurrifi er lokið stendur til að byggja nýtt hótel á lóðinni.Hús Iðnaðarbankans við Lækjargötu 12 var byggt á árunum 1959 til 1963 og tók því um fjögur ár í byggingu. Húsið var þá meðal hæstu húsa í miðborginni og þótti mörgum mikið í lagt. Það er hins vegar aðeins vika frá því hafist var handa við að klippa húsið í sundur og karlinn á klippunum segir að eftir um viku verði húsið að fullu horfið af yfirborði jarðar. Myndatökumenn Stöðvar 2 hafa myndað niðurrifið frá því það hófst. En þótt mörgum kunni að finnast missir af húsinu er líka eitthvað heillandi við að sjá mannshöndina að verki við niðurrifið og sjá húsið hverfa fyrir augum manns. Ólafur Davíð Stefán Torfason stjórnarmaður Fosshótela segir að upp úr rústunum mun síðan rísa nýjasta hótel keðjunnar. Nú erum við smátt og smátt að sjá þetta hverfa hérna, hvenær sjáið þið fram á að hefja ykkar framkvæmdir? „Svona á miðju næsta ári. Hérna verður hús með um hundrað hótelherbergjum. Síðan tökum við Vonarstræti 4 líka undir hótel og væntanlega einnig Skólabrú 2. Þetta verður allt með gistingu,“ segir Ólafur.Haldin var samkeppni um hönnun hótelbyggingar á lóðinni árið 2015 en mikil óánægja myndaðist meðal almennings um þá hugmynd. Ólafur segir að nú sé búið að gera töluverðar breytingar á byggingunni eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Stór hluti lóðarinnar var áður bílastæði við Íslandsbanka en á því bílastæði stóðu fram áttunda áratug síðustu aldar þrjú timburhús sem brunnu öll til kaldra kola í miklum bruna í mars árið 1967. Mildi þótti að enginn fórst í þeim bruna því tugir manna bjuggu í húsunum. Miklar skemmdir urðu þá á Iðnaðarbankahúsinu eins og sjá má á þessum kvikmyndum sem Baldur Hrafnkell myndatökumaður okkar tók þá fimmtíu árum yngri. Vísir/AntonEn þeir hjá Fosshótelum ætla að hafa hraðan á við byggingu nýja hótelsins sem verður það tuttugasta undir merkjum fyrirtækisins.Hvaða sérstöðu mun hótelið hér við Lækjargötuna hafa? „Það hefur náttúrlega þessa staðsetningu og verður auk þess fjögurra stjörnu hótel. Síðan verður þetta byggt upp veitingatengt og mögulega verður safn í þessu með fornminjum og þess háttar.“Hvenær sjáið þið fyrir ykkur að þið getið staðið í anddyrinu á nýju hóteli og klippt á borða? „Árið 2020, fyrri part.“„Það er ekki langur tími? „Nei, þetta má ekki taka langan tíma. Þetta er búið að taka nógu langan tíma,“ segir Ólafur.Og þetta er líka viðkvæmur staður í borginni? „Já.“ Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarnis Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira
Þessa dagana verða borgarbúar vitni að því að áður glæsilegt stórhýsi í miðborginni er smátt og smátt að hverfa fyrir augum þeirra. Eftir um tvö ár verður risið þar nýtt hótel en eigendur þess segja enn mikla þörf fyrir fleiri hótelherbergi í Reykjavík. Það má segja að borgarbúar séu vitni að bankahruni í bókstaflegri merkingu þess orðs. Nú er lítið eftir af áður glæsilegum höfuðstöðvum Iðnaðarbankans þar sem Íslandsbanki varð síðar til húsa og Glitnir. En þegar þessu niðurrifi er lokið stendur til að byggja nýtt hótel á lóðinni.Hús Iðnaðarbankans við Lækjargötu 12 var byggt á árunum 1959 til 1963 og tók því um fjögur ár í byggingu. Húsið var þá meðal hæstu húsa í miðborginni og þótti mörgum mikið í lagt. Það er hins vegar aðeins vika frá því hafist var handa við að klippa húsið í sundur og karlinn á klippunum segir að eftir um viku verði húsið að fullu horfið af yfirborði jarðar. Myndatökumenn Stöðvar 2 hafa myndað niðurrifið frá því það hófst. En þótt mörgum kunni að finnast missir af húsinu er líka eitthvað heillandi við að sjá mannshöndina að verki við niðurrifið og sjá húsið hverfa fyrir augum manns. Ólafur Davíð Stefán Torfason stjórnarmaður Fosshótela segir að upp úr rústunum mun síðan rísa nýjasta hótel keðjunnar. Nú erum við smátt og smátt að sjá þetta hverfa hérna, hvenær sjáið þið fram á að hefja ykkar framkvæmdir? „Svona á miðju næsta ári. Hérna verður hús með um hundrað hótelherbergjum. Síðan tökum við Vonarstræti 4 líka undir hótel og væntanlega einnig Skólabrú 2. Þetta verður allt með gistingu,“ segir Ólafur.Haldin var samkeppni um hönnun hótelbyggingar á lóðinni árið 2015 en mikil óánægja myndaðist meðal almennings um þá hugmynd. Ólafur segir að nú sé búið að gera töluverðar breytingar á byggingunni eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Stór hluti lóðarinnar var áður bílastæði við Íslandsbanka en á því bílastæði stóðu fram áttunda áratug síðustu aldar þrjú timburhús sem brunnu öll til kaldra kola í miklum bruna í mars árið 1967. Mildi þótti að enginn fórst í þeim bruna því tugir manna bjuggu í húsunum. Miklar skemmdir urðu þá á Iðnaðarbankahúsinu eins og sjá má á þessum kvikmyndum sem Baldur Hrafnkell myndatökumaður okkar tók þá fimmtíu árum yngri. Vísir/AntonEn þeir hjá Fosshótelum ætla að hafa hraðan á við byggingu nýja hótelsins sem verður það tuttugasta undir merkjum fyrirtækisins.Hvaða sérstöðu mun hótelið hér við Lækjargötuna hafa? „Það hefur náttúrlega þessa staðsetningu og verður auk þess fjögurra stjörnu hótel. Síðan verður þetta byggt upp veitingatengt og mögulega verður safn í þessu með fornminjum og þess háttar.“Hvenær sjáið þið fyrir ykkur að þið getið staðið í anddyrinu á nýju hóteli og klippt á borða? „Árið 2020, fyrri part.“„Það er ekki langur tími? „Nei, þetta má ekki taka langan tíma. Þetta er búið að taka nógu langan tíma,“ segir Ólafur.Og þetta er líka viðkvæmur staður í borginni? „Já.“
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarnis Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira