Táknrænt bankahrun fer fram þessa dagana í Lækjargötu Heimir Már Pétursson skrifar 25. nóvember 2017 19:45 Þessa dagana verða borgarbúar vitni að því að áður glæsilegt stórhýsi í miðborginni er smátt og smátt að hverfa fyrir augum þeirra. Eftir um tvö ár verður risið þar nýtt hótel en eigendur þess segja enn mikla þörf fyrir fleiri hótelherbergi í Reykjavík. Það má segja að borgarbúar séu vitni að bankahruni í bókstaflegri merkingu þess orðs. Nú er lítið eftir af áður glæsilegum höfuðstöðvum Iðnaðarbankans þar sem Íslandsbanki varð síðar til húsa og Glitnir. En þegar þessu niðurrifi er lokið stendur til að byggja nýtt hótel á lóðinni.Hús Iðnaðarbankans við Lækjargötu 12 var byggt á árunum 1959 til 1963 og tók því um fjögur ár í byggingu. Húsið var þá meðal hæstu húsa í miðborginni og þótti mörgum mikið í lagt. Það er hins vegar aðeins vika frá því hafist var handa við að klippa húsið í sundur og karlinn á klippunum segir að eftir um viku verði húsið að fullu horfið af yfirborði jarðar. Myndatökumenn Stöðvar 2 hafa myndað niðurrifið frá því það hófst. En þótt mörgum kunni að finnast missir af húsinu er líka eitthvað heillandi við að sjá mannshöndina að verki við niðurrifið og sjá húsið hverfa fyrir augum manns. Ólafur Davíð Stefán Torfason stjórnarmaður Fosshótela segir að upp úr rústunum mun síðan rísa nýjasta hótel keðjunnar. Nú erum við smátt og smátt að sjá þetta hverfa hérna, hvenær sjáið þið fram á að hefja ykkar framkvæmdir? „Svona á miðju næsta ári. Hérna verður hús með um hundrað hótelherbergjum. Síðan tökum við Vonarstræti 4 líka undir hótel og væntanlega einnig Skólabrú 2. Þetta verður allt með gistingu,“ segir Ólafur.Haldin var samkeppni um hönnun hótelbyggingar á lóðinni árið 2015 en mikil óánægja myndaðist meðal almennings um þá hugmynd. Ólafur segir að nú sé búið að gera töluverðar breytingar á byggingunni eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Stór hluti lóðarinnar var áður bílastæði við Íslandsbanka en á því bílastæði stóðu fram áttunda áratug síðustu aldar þrjú timburhús sem brunnu öll til kaldra kola í miklum bruna í mars árið 1967. Mildi þótti að enginn fórst í þeim bruna því tugir manna bjuggu í húsunum. Miklar skemmdir urðu þá á Iðnaðarbankahúsinu eins og sjá má á þessum kvikmyndum sem Baldur Hrafnkell myndatökumaður okkar tók þá fimmtíu árum yngri. Vísir/AntonEn þeir hjá Fosshótelum ætla að hafa hraðan á við byggingu nýja hótelsins sem verður það tuttugasta undir merkjum fyrirtækisins.Hvaða sérstöðu mun hótelið hér við Lækjargötuna hafa? „Það hefur náttúrlega þessa staðsetningu og verður auk þess fjögurra stjörnu hótel. Síðan verður þetta byggt upp veitingatengt og mögulega verður safn í þessu með fornminjum og þess háttar.“Hvenær sjáið þið fyrir ykkur að þið getið staðið í anddyrinu á nýju hóteli og klippt á borða? „Árið 2020, fyrri part.“„Það er ekki langur tími? „Nei, þetta má ekki taka langan tíma. Þetta er búið að taka nógu langan tíma,“ segir Ólafur.Og þetta er líka viðkvæmur staður í borginni? „Já.“ Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Jane Goodall látin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið Val á þingflokksformanni bíður betri tíma „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Bein útsending: Loftslagsdagurinn Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Tæplega hundrað nemenda saknað Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Þessa dagana verða borgarbúar vitni að því að áður glæsilegt stórhýsi í miðborginni er smátt og smátt að hverfa fyrir augum þeirra. Eftir um tvö ár verður risið þar nýtt hótel en eigendur þess segja enn mikla þörf fyrir fleiri hótelherbergi í Reykjavík. Það má segja að borgarbúar séu vitni að bankahruni í bókstaflegri merkingu þess orðs. Nú er lítið eftir af áður glæsilegum höfuðstöðvum Iðnaðarbankans þar sem Íslandsbanki varð síðar til húsa og Glitnir. En þegar þessu niðurrifi er lokið stendur til að byggja nýtt hótel á lóðinni.Hús Iðnaðarbankans við Lækjargötu 12 var byggt á árunum 1959 til 1963 og tók því um fjögur ár í byggingu. Húsið var þá meðal hæstu húsa í miðborginni og þótti mörgum mikið í lagt. Það er hins vegar aðeins vika frá því hafist var handa við að klippa húsið í sundur og karlinn á klippunum segir að eftir um viku verði húsið að fullu horfið af yfirborði jarðar. Myndatökumenn Stöðvar 2 hafa myndað niðurrifið frá því það hófst. En þótt mörgum kunni að finnast missir af húsinu er líka eitthvað heillandi við að sjá mannshöndina að verki við niðurrifið og sjá húsið hverfa fyrir augum manns. Ólafur Davíð Stefán Torfason stjórnarmaður Fosshótela segir að upp úr rústunum mun síðan rísa nýjasta hótel keðjunnar. Nú erum við smátt og smátt að sjá þetta hverfa hérna, hvenær sjáið þið fram á að hefja ykkar framkvæmdir? „Svona á miðju næsta ári. Hérna verður hús með um hundrað hótelherbergjum. Síðan tökum við Vonarstræti 4 líka undir hótel og væntanlega einnig Skólabrú 2. Þetta verður allt með gistingu,“ segir Ólafur.Haldin var samkeppni um hönnun hótelbyggingar á lóðinni árið 2015 en mikil óánægja myndaðist meðal almennings um þá hugmynd. Ólafur segir að nú sé búið að gera töluverðar breytingar á byggingunni eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Stór hluti lóðarinnar var áður bílastæði við Íslandsbanka en á því bílastæði stóðu fram áttunda áratug síðustu aldar þrjú timburhús sem brunnu öll til kaldra kola í miklum bruna í mars árið 1967. Mildi þótti að enginn fórst í þeim bruna því tugir manna bjuggu í húsunum. Miklar skemmdir urðu þá á Iðnaðarbankahúsinu eins og sjá má á þessum kvikmyndum sem Baldur Hrafnkell myndatökumaður okkar tók þá fimmtíu árum yngri. Vísir/AntonEn þeir hjá Fosshótelum ætla að hafa hraðan á við byggingu nýja hótelsins sem verður það tuttugasta undir merkjum fyrirtækisins.Hvaða sérstöðu mun hótelið hér við Lækjargötuna hafa? „Það hefur náttúrlega þessa staðsetningu og verður auk þess fjögurra stjörnu hótel. Síðan verður þetta byggt upp veitingatengt og mögulega verður safn í þessu með fornminjum og þess háttar.“Hvenær sjáið þið fyrir ykkur að þið getið staðið í anddyrinu á nýju hóteli og klippt á borða? „Árið 2020, fyrri part.“„Það er ekki langur tími? „Nei, þetta má ekki taka langan tíma. Þetta er búið að taka nógu langan tíma,“ segir Ólafur.Og þetta er líka viðkvæmur staður í borginni? „Já.“
Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Jane Goodall látin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið Val á þingflokksformanni bíður betri tíma „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Bein útsending: Loftslagsdagurinn Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Tæplega hundrað nemenda saknað Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira