Ráðherra telur tjáningarfrelsi skipað skör lægra en rétti til einkalífs Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. nóvember 2017 06:00 Aðalfundur Dómarafélags Íslands var haldinn síðastliðinn föstudag. Meðal ræðumanna var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. Vísir/anton brink Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra segir tjáningarfrelsinu skipað skör lægra í stjórnarskránni en réttinum til einkalífs. Á þetta benti ráðherra dómurum landsins í erindi sem hún hélt á aðalfundi Dómarafélags Íslands á föstudag. Þá lýsti ráðherrann efasemdum um réttmæti þess að opinberar persónur og æra þeirra þurfi að þola lakari réttarvernd en aðrir. Í erindinu gerði ráðherra umfjöllun og áhuga fjölmiðla á dómum Mannréttindadómstóls Evrópu í meiðyrðamálum að sérstöku að umtalsefni. En margir dómar hafa fallið gegn íslenska ríkinu í meiðyrðamálum; nú síðast í máli Steingríms Sævars Ólafssonar í mars síðastliðnum. „Mér hefur nú þótt undarlega einhliða sá áhugi allur. Bæði fjölmiðlar og stjórnmálamenn hafa til að mynda talið dóma Mannréttindadómstólsins sem fallið hafa á fyrri hluta ársins í meiðyrðamálum þar sem dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið á tjáningarfrelsi hér á landi, til marks um stórkostlega galla á löggjöf eða störfum íslenskra dómstóla; ef ekki hvoru tveggja,” sagði Sigríður. „Ég hef ítrekað verið krafin svara um aðgerðir í þessum efnum. Ég hef hins vegar ekki enn fengið neina fyrirspurn um nýlega dóma Mannréttindadómstólsins þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið á friðhelgi einkalífsins sem æra manns svo sannarlega er.” Sigríður lýsti því hvernig grundavallarréttindi borgarana vegast á í þessum málum tjáningarfrelsið annars vegar og rétturinn til einkalífs hins vegar. „Sumir myndu segja að þessi réttindi skelli harkalega saman í þessum málum. Á það má þó benda að tjáningarfrelsinu er þó skipað skör lægra í stjórnarskránni með því að gert er ráð fyrir að það megi takmarka vegna mannorðs annarra,” segir Sigríður. Sigríður vék sérstaklega að réttarstöðu svokallaðra opinberra persóna, en í dómaframkvæmd í meiðyrðamálum hefur þeirri reglu verið fylgt að þeir sem kosið hafa að starfa á opinberum vettvangi þurfi að þola hvassari umræðu en aðrir. Sérstaklega á það við um stjórnmálamenn og aðra sem fara með áberandi og ábyrgðarmikil trúnaðarstörf í þjóðfélaginu. Ráðherra telur þetta umhugsunarefni fyrir löggjafann. „Hafa slíkar persónur þurft að búa við lakari réttarvernd en hinir. Þó hefur löggjafinn hvorki skilgreint hverjir það eru sem geta talist opinberar persónur né gert þennan skilsmun í lagatexta. Ég veit ekki hvenær opinberri persónu skaut fyrst upp í dómum hér á landi, en ég er ekki viss um að þessi skilsmunur sé sanngjarn eða í þágu almennings,” sagði ráðherra og telur þetta umhugsunarvert fyrir löggjafann. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fordæmdi fréttir um dómara Formaður Dómarafélags Íslands gerði fjölmiðlaumfjöllun um dómara að aðalefni setningarræðu sinnar á aðalfundi félagsins í gær. Fullyrti þvert á niðurstöðu siðanefndar Blaðamannafélagsins og Fjölmiðlanefndar. 25. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra segir tjáningarfrelsinu skipað skör lægra í stjórnarskránni en réttinum til einkalífs. Á þetta benti ráðherra dómurum landsins í erindi sem hún hélt á aðalfundi Dómarafélags Íslands á föstudag. Þá lýsti ráðherrann efasemdum um réttmæti þess að opinberar persónur og æra þeirra þurfi að þola lakari réttarvernd en aðrir. Í erindinu gerði ráðherra umfjöllun og áhuga fjölmiðla á dómum Mannréttindadómstóls Evrópu í meiðyrðamálum að sérstöku að umtalsefni. En margir dómar hafa fallið gegn íslenska ríkinu í meiðyrðamálum; nú síðast í máli Steingríms Sævars Ólafssonar í mars síðastliðnum. „Mér hefur nú þótt undarlega einhliða sá áhugi allur. Bæði fjölmiðlar og stjórnmálamenn hafa til að mynda talið dóma Mannréttindadómstólsins sem fallið hafa á fyrri hluta ársins í meiðyrðamálum þar sem dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið á tjáningarfrelsi hér á landi, til marks um stórkostlega galla á löggjöf eða störfum íslenskra dómstóla; ef ekki hvoru tveggja,” sagði Sigríður. „Ég hef ítrekað verið krafin svara um aðgerðir í þessum efnum. Ég hef hins vegar ekki enn fengið neina fyrirspurn um nýlega dóma Mannréttindadómstólsins þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið á friðhelgi einkalífsins sem æra manns svo sannarlega er.” Sigríður lýsti því hvernig grundavallarréttindi borgarana vegast á í þessum málum tjáningarfrelsið annars vegar og rétturinn til einkalífs hins vegar. „Sumir myndu segja að þessi réttindi skelli harkalega saman í þessum málum. Á það má þó benda að tjáningarfrelsinu er þó skipað skör lægra í stjórnarskránni með því að gert er ráð fyrir að það megi takmarka vegna mannorðs annarra,” segir Sigríður. Sigríður vék sérstaklega að réttarstöðu svokallaðra opinberra persóna, en í dómaframkvæmd í meiðyrðamálum hefur þeirri reglu verið fylgt að þeir sem kosið hafa að starfa á opinberum vettvangi þurfi að þola hvassari umræðu en aðrir. Sérstaklega á það við um stjórnmálamenn og aðra sem fara með áberandi og ábyrgðarmikil trúnaðarstörf í þjóðfélaginu. Ráðherra telur þetta umhugsunarefni fyrir löggjafann. „Hafa slíkar persónur þurft að búa við lakari réttarvernd en hinir. Þó hefur löggjafinn hvorki skilgreint hverjir það eru sem geta talist opinberar persónur né gert þennan skilsmun í lagatexta. Ég veit ekki hvenær opinberri persónu skaut fyrst upp í dómum hér á landi, en ég er ekki viss um að þessi skilsmunur sé sanngjarn eða í þágu almennings,” sagði ráðherra og telur þetta umhugsunarvert fyrir löggjafann.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fordæmdi fréttir um dómara Formaður Dómarafélags Íslands gerði fjölmiðlaumfjöllun um dómara að aðalefni setningarræðu sinnar á aðalfundi félagsins í gær. Fullyrti þvert á niðurstöðu siðanefndar Blaðamannafélagsins og Fjölmiðlanefndar. 25. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Fordæmdi fréttir um dómara Formaður Dómarafélags Íslands gerði fjölmiðlaumfjöllun um dómara að aðalefni setningarræðu sinnar á aðalfundi félagsins í gær. Fullyrti þvert á niðurstöðu siðanefndar Blaðamannafélagsins og Fjölmiðlanefndar. 25. nóvember 2017 07:00