Ráðherra telur tjáningarfrelsi skipað skör lægra en rétti til einkalífs Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. nóvember 2017 06:00 Aðalfundur Dómarafélags Íslands var haldinn síðastliðinn föstudag. Meðal ræðumanna var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. Vísir/anton brink Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra segir tjáningarfrelsinu skipað skör lægra í stjórnarskránni en réttinum til einkalífs. Á þetta benti ráðherra dómurum landsins í erindi sem hún hélt á aðalfundi Dómarafélags Íslands á föstudag. Þá lýsti ráðherrann efasemdum um réttmæti þess að opinberar persónur og æra þeirra þurfi að þola lakari réttarvernd en aðrir. Í erindinu gerði ráðherra umfjöllun og áhuga fjölmiðla á dómum Mannréttindadómstóls Evrópu í meiðyrðamálum að sérstöku að umtalsefni. En margir dómar hafa fallið gegn íslenska ríkinu í meiðyrðamálum; nú síðast í máli Steingríms Sævars Ólafssonar í mars síðastliðnum. „Mér hefur nú þótt undarlega einhliða sá áhugi allur. Bæði fjölmiðlar og stjórnmálamenn hafa til að mynda talið dóma Mannréttindadómstólsins sem fallið hafa á fyrri hluta ársins í meiðyrðamálum þar sem dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið á tjáningarfrelsi hér á landi, til marks um stórkostlega galla á löggjöf eða störfum íslenskra dómstóla; ef ekki hvoru tveggja,” sagði Sigríður. „Ég hef ítrekað verið krafin svara um aðgerðir í þessum efnum. Ég hef hins vegar ekki enn fengið neina fyrirspurn um nýlega dóma Mannréttindadómstólsins þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið á friðhelgi einkalífsins sem æra manns svo sannarlega er.” Sigríður lýsti því hvernig grundavallarréttindi borgarana vegast á í þessum málum tjáningarfrelsið annars vegar og rétturinn til einkalífs hins vegar. „Sumir myndu segja að þessi réttindi skelli harkalega saman í þessum málum. Á það má þó benda að tjáningarfrelsinu er þó skipað skör lægra í stjórnarskránni með því að gert er ráð fyrir að það megi takmarka vegna mannorðs annarra,” segir Sigríður. Sigríður vék sérstaklega að réttarstöðu svokallaðra opinberra persóna, en í dómaframkvæmd í meiðyrðamálum hefur þeirri reglu verið fylgt að þeir sem kosið hafa að starfa á opinberum vettvangi þurfi að þola hvassari umræðu en aðrir. Sérstaklega á það við um stjórnmálamenn og aðra sem fara með áberandi og ábyrgðarmikil trúnaðarstörf í þjóðfélaginu. Ráðherra telur þetta umhugsunarefni fyrir löggjafann. „Hafa slíkar persónur þurft að búa við lakari réttarvernd en hinir. Þó hefur löggjafinn hvorki skilgreint hverjir það eru sem geta talist opinberar persónur né gert þennan skilsmun í lagatexta. Ég veit ekki hvenær opinberri persónu skaut fyrst upp í dómum hér á landi, en ég er ekki viss um að þessi skilsmunur sé sanngjarn eða í þágu almennings,” sagði ráðherra og telur þetta umhugsunarvert fyrir löggjafann. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fordæmdi fréttir um dómara Formaður Dómarafélags Íslands gerði fjölmiðlaumfjöllun um dómara að aðalefni setningarræðu sinnar á aðalfundi félagsins í gær. Fullyrti þvert á niðurstöðu siðanefndar Blaðamannafélagsins og Fjölmiðlanefndar. 25. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra segir tjáningarfrelsinu skipað skör lægra í stjórnarskránni en réttinum til einkalífs. Á þetta benti ráðherra dómurum landsins í erindi sem hún hélt á aðalfundi Dómarafélags Íslands á föstudag. Þá lýsti ráðherrann efasemdum um réttmæti þess að opinberar persónur og æra þeirra þurfi að þola lakari réttarvernd en aðrir. Í erindinu gerði ráðherra umfjöllun og áhuga fjölmiðla á dómum Mannréttindadómstóls Evrópu í meiðyrðamálum að sérstöku að umtalsefni. En margir dómar hafa fallið gegn íslenska ríkinu í meiðyrðamálum; nú síðast í máli Steingríms Sævars Ólafssonar í mars síðastliðnum. „Mér hefur nú þótt undarlega einhliða sá áhugi allur. Bæði fjölmiðlar og stjórnmálamenn hafa til að mynda talið dóma Mannréttindadómstólsins sem fallið hafa á fyrri hluta ársins í meiðyrðamálum þar sem dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið á tjáningarfrelsi hér á landi, til marks um stórkostlega galla á löggjöf eða störfum íslenskra dómstóla; ef ekki hvoru tveggja,” sagði Sigríður. „Ég hef ítrekað verið krafin svara um aðgerðir í þessum efnum. Ég hef hins vegar ekki enn fengið neina fyrirspurn um nýlega dóma Mannréttindadómstólsins þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið á friðhelgi einkalífsins sem æra manns svo sannarlega er.” Sigríður lýsti því hvernig grundavallarréttindi borgarana vegast á í þessum málum tjáningarfrelsið annars vegar og rétturinn til einkalífs hins vegar. „Sumir myndu segja að þessi réttindi skelli harkalega saman í þessum málum. Á það má þó benda að tjáningarfrelsinu er þó skipað skör lægra í stjórnarskránni með því að gert er ráð fyrir að það megi takmarka vegna mannorðs annarra,” segir Sigríður. Sigríður vék sérstaklega að réttarstöðu svokallaðra opinberra persóna, en í dómaframkvæmd í meiðyrðamálum hefur þeirri reglu verið fylgt að þeir sem kosið hafa að starfa á opinberum vettvangi þurfi að þola hvassari umræðu en aðrir. Sérstaklega á það við um stjórnmálamenn og aðra sem fara með áberandi og ábyrgðarmikil trúnaðarstörf í þjóðfélaginu. Ráðherra telur þetta umhugsunarefni fyrir löggjafann. „Hafa slíkar persónur þurft að búa við lakari réttarvernd en hinir. Þó hefur löggjafinn hvorki skilgreint hverjir það eru sem geta talist opinberar persónur né gert þennan skilsmun í lagatexta. Ég veit ekki hvenær opinberri persónu skaut fyrst upp í dómum hér á landi, en ég er ekki viss um að þessi skilsmunur sé sanngjarn eða í þágu almennings,” sagði ráðherra og telur þetta umhugsunarvert fyrir löggjafann.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fordæmdi fréttir um dómara Formaður Dómarafélags Íslands gerði fjölmiðlaumfjöllun um dómara að aðalefni setningarræðu sinnar á aðalfundi félagsins í gær. Fullyrti þvert á niðurstöðu siðanefndar Blaðamannafélagsins og Fjölmiðlanefndar. 25. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Fordæmdi fréttir um dómara Formaður Dómarafélags Íslands gerði fjölmiðlaumfjöllun um dómara að aðalefni setningarræðu sinnar á aðalfundi félagsins í gær. Fullyrti þvert á niðurstöðu siðanefndar Blaðamannafélagsins og Fjölmiðlanefndar. 25. nóvember 2017 07:00