Tjaldið fellur: Klöguð fyrir að slíta sig lausa frá rísandi Hollywood-stjörnu Birgir Olgeirsson skrifar 27. nóvember 2017 21:09 Fjöldi kvenna segja frá kynferðisofbeldi, áreitni og mismunun innan sviðslita og kvikmyndagerðar á Íslandi. Tvær þeirra segja frá samskiptum sínum við Hollywood-stjörnur. Vísir/Getty Konur sem starfa eða hafa starfað innan sviðslista og kvikmyndagerðar á Íslandi hafa á síðustu dögum deilt nafnlausum reynslusögum um kynferðisofbeldi, áreitni og mismunun innan stéttarinnar á lokuðum Facebook-hóp. 62 af þessum sögum hafa verið gerðar opinberar en þar er til að mynda sagt frá samskiptum íslenskrar konu við rísandi Hollywood-stjörnu.Hægt er að lesa allar sögurnar hér. Var þetta fyrsta verkefni konunnar og um að ræða fjölþjóðlega framleiðslu bíómyndar hér á landi þar sem þessi rísandi Hollywood-stjarna var í aðalhlutverki. Kvöld eitt var konan beðin af yfirmanni sínum um að sækja eitthvað á heimili yfirmannsins sem leikaranum vantaði. Það var hlutverk hennar við gerð þessarar kvikmyndar, að sendast til og frá með hluti. Hún fór með hlutinn upp á hótel og afhenti leikaranum hann. „Þá króar hann mig af úti í horni, þakkar mér fyrir eins og ég hafi verið að gera honum persónulegan greiða en ekki vinna vinnuna mína og grípur um mig og kyssir mig rembingskossi og reynir að troða tungunni upp í mig,“ segir í konan. Hún segist hafa náð að slíta sig lausa en þá hafi leikarinn klagað hana hana í yfirmann hennar.„Can´t make this shit up“ Önnur kona segir frá framleiðslu Hollywood-myndar hér á landi þar sem heimsfrægur leikari leikstýrði sjálfum sér. Konan segist hafa fengið atvinnutilboð um að passa monitor leikstjórans, sem hún afþakkaði. Skömmu síðar fékk hún símtal frá íslenska framleiðandanum sem bauð henni starfið. Þá var hann staddur í þyrlu með fyrrnefndum leikstjóra. Bauð framleiðandinn henni í partí og átti að taka tvær vinkonur sínar með sér. Leikstjóranum var réttur síminn og spjallaði konan stuttlega við hann. Hún sagðist ætla að hugsa málið en framleiðandinn hringdi nokkrum sinnum aftur í hana og sagði þetta geta greitt götur hennar í Hollywood. Þegar konan sagðist geta mætt í partíið með kærasta sínum var henni tjá að það gengi ekki upp og afþakkaði hún því boðið. „Og heyri svo af því að önnur leikkona hafi þegið þetta fína boð. Can't make this shit up, allavega ekki þetta með monitorinn og þyrluna. Mér var ekki ofboðið heldur fannst mér þetta fyndið og absúrd en á heldur lágu plani. Og ég fíla alveg þennan framleiðanda.“„Senan orðin að kynlífssenu sem var ekki einu sinni leikin“ Ein kona segir frá því þegar hún lék í íslenskri bíómynd úti á landi. Hún tók að sér hlutverkið á þeim forsendum að um væri að ræða atriði þar sem hún ætti að leika stelpu á bar. Aðalleikarinn átti að daðra við hana og aðra stelpu í atriðinu sem átti að enda uppi á hótelherbergi hjá honum. Ekki hafi verið minnst á að neitt við hana nema að hún ætti að klæða sig úr fötunum og þá myndi atriðið enda. Þegar komið var upp á hótelherbergið stakk aðalleikarinn upp á að alvöru kampavín yrði drukkið í senunni og hvorki leikstjórinn né tökuteymið hefði stoppað það. Leikarinn og mótleikkona konunnar drukku kampavínið og urðu ölvuð að sögn konunnar. „Mér leið eins og ég væri að leika í klámmynd. Þetta fór frá því að vera sena þar sem við áttum að byrja að klæða okkur úr fötunum, yfir í það að vera sena þar sem við vorum í sleik við þennan mann (sem lyktaði eins og spíri) og senan var orðin að kynlífssenu sem var ekki einu sinni leikin,“ segir leikkonan. Hún upplifði varnarleysi þar sem leikstjórinn hefði samþykkt þetta allt. Hún hélt um tíma að þetta væri eðlilegt en nokkrum dögum síðar ræddi hún málið við foreldra sína og sá þá að það var ekkert eðlilegt við þessi vinnubrögð. Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur í leiklistargeiranum segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Mætti leikara með typpið úti í búningsklefanum: „Við höfum sjö mínútur“ Leikkonan Sara Martí Guðmundsdóttir, er ein þeirra kvenna innan sviðlista og kvikmyndagerðar á Íslandi, sem stigið hefur fram og greint frá kynferðislegri áreitni eða ofbeldi í geiranum. 27. nóvember 2017 20:43 Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Konur sem starfa eða hafa starfað innan sviðslista og kvikmyndagerðar á Íslandi hafa á síðustu dögum deilt nafnlausum reynslusögum um kynferðisofbeldi, áreitni og mismunun innan stéttarinnar á lokuðum Facebook-hóp. 62 af þessum sögum hafa verið gerðar opinberar en þar er til að mynda sagt frá samskiptum íslenskrar konu við rísandi Hollywood-stjörnu.Hægt er að lesa allar sögurnar hér. Var þetta fyrsta verkefni konunnar og um að ræða fjölþjóðlega framleiðslu bíómyndar hér á landi þar sem þessi rísandi Hollywood-stjarna var í aðalhlutverki. Kvöld eitt var konan beðin af yfirmanni sínum um að sækja eitthvað á heimili yfirmannsins sem leikaranum vantaði. Það var hlutverk hennar við gerð þessarar kvikmyndar, að sendast til og frá með hluti. Hún fór með hlutinn upp á hótel og afhenti leikaranum hann. „Þá króar hann mig af úti í horni, þakkar mér fyrir eins og ég hafi verið að gera honum persónulegan greiða en ekki vinna vinnuna mína og grípur um mig og kyssir mig rembingskossi og reynir að troða tungunni upp í mig,“ segir í konan. Hún segist hafa náð að slíta sig lausa en þá hafi leikarinn klagað hana hana í yfirmann hennar.„Can´t make this shit up“ Önnur kona segir frá framleiðslu Hollywood-myndar hér á landi þar sem heimsfrægur leikari leikstýrði sjálfum sér. Konan segist hafa fengið atvinnutilboð um að passa monitor leikstjórans, sem hún afþakkaði. Skömmu síðar fékk hún símtal frá íslenska framleiðandanum sem bauð henni starfið. Þá var hann staddur í þyrlu með fyrrnefndum leikstjóra. Bauð framleiðandinn henni í partí og átti að taka tvær vinkonur sínar með sér. Leikstjóranum var réttur síminn og spjallaði konan stuttlega við hann. Hún sagðist ætla að hugsa málið en framleiðandinn hringdi nokkrum sinnum aftur í hana og sagði þetta geta greitt götur hennar í Hollywood. Þegar konan sagðist geta mætt í partíið með kærasta sínum var henni tjá að það gengi ekki upp og afþakkaði hún því boðið. „Og heyri svo af því að önnur leikkona hafi þegið þetta fína boð. Can't make this shit up, allavega ekki þetta með monitorinn og þyrluna. Mér var ekki ofboðið heldur fannst mér þetta fyndið og absúrd en á heldur lágu plani. Og ég fíla alveg þennan framleiðanda.“„Senan orðin að kynlífssenu sem var ekki einu sinni leikin“ Ein kona segir frá því þegar hún lék í íslenskri bíómynd úti á landi. Hún tók að sér hlutverkið á þeim forsendum að um væri að ræða atriði þar sem hún ætti að leika stelpu á bar. Aðalleikarinn átti að daðra við hana og aðra stelpu í atriðinu sem átti að enda uppi á hótelherbergi hjá honum. Ekki hafi verið minnst á að neitt við hana nema að hún ætti að klæða sig úr fötunum og þá myndi atriðið enda. Þegar komið var upp á hótelherbergið stakk aðalleikarinn upp á að alvöru kampavín yrði drukkið í senunni og hvorki leikstjórinn né tökuteymið hefði stoppað það. Leikarinn og mótleikkona konunnar drukku kampavínið og urðu ölvuð að sögn konunnar. „Mér leið eins og ég væri að leika í klámmynd. Þetta fór frá því að vera sena þar sem við áttum að byrja að klæða okkur úr fötunum, yfir í það að vera sena þar sem við vorum í sleik við þennan mann (sem lyktaði eins og spíri) og senan var orðin að kynlífssenu sem var ekki einu sinni leikin,“ segir leikkonan. Hún upplifði varnarleysi þar sem leikstjórinn hefði samþykkt þetta allt. Hún hélt um tíma að þetta væri eðlilegt en nokkrum dögum síðar ræddi hún málið við foreldra sína og sá þá að það var ekkert eðlilegt við þessi vinnubrögð.
Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur í leiklistargeiranum segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Mætti leikara með typpið úti í búningsklefanum: „Við höfum sjö mínútur“ Leikkonan Sara Martí Guðmundsdóttir, er ein þeirra kvenna innan sviðlista og kvikmyndagerðar á Íslandi, sem stigið hefur fram og greint frá kynferðislegri áreitni eða ofbeldi í geiranum. 27. nóvember 2017 20:43 Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Tjaldið fellur: Konur í leiklistargeiranum segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01
Mætti leikara með typpið úti í búningsklefanum: „Við höfum sjö mínútur“ Leikkonan Sara Martí Guðmundsdóttir, er ein þeirra kvenna innan sviðlista og kvikmyndagerðar á Íslandi, sem stigið hefur fram og greint frá kynferðislegri áreitni eða ofbeldi í geiranum. 27. nóvember 2017 20:43
Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00
Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00