Andrés og Rósa Björk styðja ekki sáttmálann Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. nóvember 2017 19:15 Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, Vísir/Anton Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir á flokksráðsfundi flokksins að þau gætu ekki stutt stjórnarsáttmála VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þingmennirnir tveir voru einu þingmenn VG sem greiddu atkvæði gegn því að fara í stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum fyrir nokkrum vikum. Sögðust þau þá ekki treysta Sjálfstæðisflokknum. Í umræðu um sáttmálann eftir kynningu Katrínar Jakobsdóttur, formann flokksins og Svandísar Svavarsdóttur, þingflokksformanns flokksins, stigu Rósa Björk og Andrés Ingi í pontu þar sem þau lýstu þau yfir að þau gætu ekki stutt sjórnarsáttmálann. Sagði Rósa Björk að veigamikil atriði vantaði í sáttmálann til þess að hún gæti stutt hann. Þá sagði Andrés Ingi að of miklir annmarkar væru á sáttmálanum til þess að hann gæti stutt hann. Eftir á að greiða atkvæði um sáttmálann en leynileg atkvæðagreiðsla fer fram eftir að umræður um sáttmálann er lokið. Flokkstofnanir flokkanna þriggja sem munu mynda fyrirhugaða ríkisstjórn þurfa allar að samþykkja sáttmálann sem liggur fyrir. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins samþykkti sáttmálann einróma fyrr í dagen miðstjórn Framsóknarflokksins mun funda síðar í kvöld. Á morgun funda svo þingflokkarnir þrír en verði sáttmálinn samþykktur af öllum flokkstofnunum flokkanna þriggja er stefnt að því að ríkistjórn Katrínar Jakobsdóttur taki formlega við völdum á morgun. Ljóst er að ef Andrés Ingi og Rósa Björk munu ekki styðja ríkisstjórnina mun ríkisstjórnin vera með 33 þingsæta meirihluta, í stað 35 sæta. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir á flokksráðsfundi flokksins að þau gætu ekki stutt stjórnarsáttmála VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þingmennirnir tveir voru einu þingmenn VG sem greiddu atkvæði gegn því að fara í stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum fyrir nokkrum vikum. Sögðust þau þá ekki treysta Sjálfstæðisflokknum. Í umræðu um sáttmálann eftir kynningu Katrínar Jakobsdóttur, formann flokksins og Svandísar Svavarsdóttur, þingflokksformanns flokksins, stigu Rósa Björk og Andrés Ingi í pontu þar sem þau lýstu þau yfir að þau gætu ekki stutt sjórnarsáttmálann. Sagði Rósa Björk að veigamikil atriði vantaði í sáttmálann til þess að hún gæti stutt hann. Þá sagði Andrés Ingi að of miklir annmarkar væru á sáttmálanum til þess að hann gæti stutt hann. Eftir á að greiða atkvæði um sáttmálann en leynileg atkvæðagreiðsla fer fram eftir að umræður um sáttmálann er lokið. Flokkstofnanir flokkanna þriggja sem munu mynda fyrirhugaða ríkisstjórn þurfa allar að samþykkja sáttmálann sem liggur fyrir. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins samþykkti sáttmálann einróma fyrr í dagen miðstjórn Framsóknarflokksins mun funda síðar í kvöld. Á morgun funda svo þingflokkarnir þrír en verði sáttmálinn samþykktur af öllum flokkstofnunum flokkanna þriggja er stefnt að því að ríkistjórn Katrínar Jakobsdóttur taki formlega við völdum á morgun. Ljóst er að ef Andrés Ingi og Rósa Björk munu ekki styðja ríkisstjórnina mun ríkisstjórnin vera með 33 þingsæta meirihluta, í stað 35 sæta.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira