Innlent

Frumsýnir mynd á tvítugsafmælinu sínu

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Ísak Hinriksson er tvítugur í dag og frumsýndi stuttmynd sína Skeljar af því tilefni. Hann fjármagnaði myndina í gegnum Karolina Fund en myndin fjallar um unga konu sem reynir að fóta sig í lífinu fjarri hraða nútímasamfélagsins.

Myndin var tekin upp í Flatey og í myndinni er konan ekki í neinu netsambandi og segir Ísak þetta vera nýjan veruleika unga fólksins, þ.e. að flýja tæknina og jafnvel sækja í gamlan tíma.

Yngri bróðir Ísaks leikur í myndinni, Blær Hinriksson, sem lék aðalhlutverkið í Hjartasteini. Blær segir það hafa verið gaman að leika undir stjórn bróður síns, hann hafi verið nokkuð harður við hann en það hafi komið góðir hlutir út úr því.

Viðtal við Ísak og aðalleikara myndarinnar má sjá í spilaranum þegar fréttmaður hitti þau rétt fyrir frumsýninguna í Bíó Paradís.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×