„Það virðast allir vera áhugalausir“: Flogaveik kona gagnrýnin á íslensk heilbrigðisyfirvöld Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. nóvember 2017 19:45 Íslensk kona sem þjáist af sjaldgæfri kuldatengdri flogaveiki er afar gagnrýnin á íslensk heilbrigðisyfirvöld. Hún þarf að ferðast reglulega til Noregs til að fá þau lyf sem hún þarf og segist hafa mætt þekkingarleysi á Íslandi í fjölmörg ár. Arna Magnúsdóttir hrjáist af sjaldgæfri flogaveiki sem brýst fram þegar henni verður kalt. Hún er 75 prósent öryrki vegna veikinnar en reglulega fær hún köst sem stafa af því að heilafrumurnar vinna öðruvísi þegar henni er kalt. Hún fékk fyrsta flogakastið fyrir um 20 árum en fékk ekki greiningu fyrr en árið 2007 þegar erlendur læknir starfaði hér á landi en áður hafði engin læknir haft þekkingu á sjúkdómnum. Þegar sá flutti úr landi fann Arna fyrir þekkingarleysinu á ný. Í Apríl síðastliðnum höfðu aukaverkanir lyfjanna sem hún tók þau áhrif að líkami hennar lamaðist. Eftir það var meðferð hætt. Þá þurfti Arna að grípa til þess að vera nánast alltaf á hreyfingu til að halda líkama sínum heitum og gekk hún stundum fleiri kílómetra á dag.Fer reglulega til Noregs Í september ákvað Arna að fara til Noregs til að leita ráða. „Læknarnir hér höfðu ekki skilning. Þeir vissu ekki hvað þetta var. Sérfræðingurinn minn gafst upp,“ segir Arna en í Noregi var vel tekið á móti henni en þar fékk hún ný lyf sem hún segir vera þau réttu. „Það var mín fyrsta niðurstaða á spítalanum. Þarf ég að flytja út því læknarnir hér heima kunna ekki það sem læknarnir hér kunna? Er ég þá ekki eins og aðrir Íslendingar eða með sama rétt?,“ segist Arna hafa hugsað þegar hún var á spítalanum í Noregi. Arna er afar gagnrýnin á heilbrigðiskerfið og segir leitt að hafa hvergi mætt neinum skilningi vegna sjúkdómsins hér á landi. Eins og er þarf hún að ferðast á milli Íslands og Noregs til þess að fá lyfin sem hún þarf en þau fást ekki á Íslandi. Hana langar að flytja út en hún er þriggja barna móðir og kostnaður við flutninga því mikill. Vinir hennar ákváðu að reyna hjálpa og héldu styrktarkvöld í gærkvöldi sem gekk vel. „Ég var búin að láta landlækni vita af þessu og fleiri hvernig málin stæðu en það virðast allir vera áhugalausir,“ segir Arna. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira
Íslensk kona sem þjáist af sjaldgæfri kuldatengdri flogaveiki er afar gagnrýnin á íslensk heilbrigðisyfirvöld. Hún þarf að ferðast reglulega til Noregs til að fá þau lyf sem hún þarf og segist hafa mætt þekkingarleysi á Íslandi í fjölmörg ár. Arna Magnúsdóttir hrjáist af sjaldgæfri flogaveiki sem brýst fram þegar henni verður kalt. Hún er 75 prósent öryrki vegna veikinnar en reglulega fær hún köst sem stafa af því að heilafrumurnar vinna öðruvísi þegar henni er kalt. Hún fékk fyrsta flogakastið fyrir um 20 árum en fékk ekki greiningu fyrr en árið 2007 þegar erlendur læknir starfaði hér á landi en áður hafði engin læknir haft þekkingu á sjúkdómnum. Þegar sá flutti úr landi fann Arna fyrir þekkingarleysinu á ný. Í Apríl síðastliðnum höfðu aukaverkanir lyfjanna sem hún tók þau áhrif að líkami hennar lamaðist. Eftir það var meðferð hætt. Þá þurfti Arna að grípa til þess að vera nánast alltaf á hreyfingu til að halda líkama sínum heitum og gekk hún stundum fleiri kílómetra á dag.Fer reglulega til Noregs Í september ákvað Arna að fara til Noregs til að leita ráða. „Læknarnir hér höfðu ekki skilning. Þeir vissu ekki hvað þetta var. Sérfræðingurinn minn gafst upp,“ segir Arna en í Noregi var vel tekið á móti henni en þar fékk hún ný lyf sem hún segir vera þau réttu. „Það var mín fyrsta niðurstaða á spítalanum. Þarf ég að flytja út því læknarnir hér heima kunna ekki það sem læknarnir hér kunna? Er ég þá ekki eins og aðrir Íslendingar eða með sama rétt?,“ segist Arna hafa hugsað þegar hún var á spítalanum í Noregi. Arna er afar gagnrýnin á heilbrigðiskerfið og segir leitt að hafa hvergi mætt neinum skilningi vegna sjúkdómsins hér á landi. Eins og er þarf hún að ferðast á milli Íslands og Noregs til þess að fá lyfin sem hún þarf en þau fást ekki á Íslandi. Hana langar að flytja út en hún er þriggja barna móðir og kostnaður við flutninga því mikill. Vinir hennar ákváðu að reyna hjálpa og héldu styrktarkvöld í gærkvöldi sem gekk vel. „Ég var búin að láta landlækni vita af þessu og fleiri hvernig málin stæðu en það virðast allir vera áhugalausir,“ segir Arna.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira