Gunnar Birgisson var nær dauða en lífi þremur dögum fyrir sjötugsafmælið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2017 20:00 Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, var hætt kominn þegar hjartaloka rifnaði. Hann segist hafa fengið annað tækifæri í lífinu og það tileinki hann ástvinum sínum. Hann sé þó hvergi hættur störfum, hann þurfi bara að jafna sig aðeins betur. Erla Björg Gunnarsdóttir heimsótti Gunnar. Gunnar dvelur nú á heimili sínu í Kópavogi á meðan hann jafnar sig eftir stóra aðgerð í lok september en annað heimili hans er á Siglufirði. Þremur dögum fyrir sjötugsafmælið þyrmdi yfir Gunnar. Hann var einn heima á Siglufirði og hringdi strax á sjúkrabíl. Hann var fluttur fyrst á Akureyri og svo með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann fór í stóra aðgerð. „Það var farið með mig beint á skurðstofuna og þá kemur þessi sígilda spurning: Hefurðu ofnæmi fyrir einhverju, Gunnar Birgisson? Já. Og hvað er það? Það eru kommúnistar, sagði ég. Ég er líklega eini sem hef fengið það skráð á sjúkraskrá. En ég segi þeim að drífa í þessu og svo er ég skorinn. Líkurnar voru meiri en fimm prósent en minni en tíu prósent.“ Læknar sögðu það kraftaverk að Gunnar hafi lifað aðgerðina af, en í aðgerðinni fékk hann nýja hjartaloku.Sér lífið í nýju ljósi Gunnar þakkar konu sinni fyrir stuðninginn sem kom honum á fætur eftir aðgerðina og segist hann sjá lífið í nýju ljósi þar sem ástvinirnir eru fremstir í forgangi. „Forsjónin var mér hliðholl og gamla máltækið er þannig að ekki verður ófeigum í hel komið og það gilti um mig. En þeir sögðu að ég hefði sterkan líkama og sterkan lífsvilja, og það hafi kannski gert útslagið.“ Nú tekur við endurhæfing hjá Gunnari og bíður hann eftir að verða nógu hraustur til að fara á Reykjalund. „Síðan mun bara lífið halda áfram. Ég leggst ekki í kör þótt þetta hafi komið fyrir. Ég þakka almættinu fyrir og held bara áfram. Það er enginn bilbugur á mér í því.“ Síðustu daga hefur Gunnar verið að þjálfa fínhreyfingarnar með því að árita ævisögu sína sem kemur út í vikunni. Þar segist Gunnar segja hreint og beint frá sínu lífi og störfum. Það verða ekki allir ánægðir því ég er vanur að tala tæpitungulaust. Það var einn kollegi minn í pólitíkinni sem gaf út ævisögu sína. Hann dáðist aðallega að pabba sínum, hvað hann var myndarlegur við skrifborðið og hvað hann var duglegur, pabbi hans. Það voru fleiri kaflar um þetta. En hann þorði ekkert að segja um pólitíkina. En það er nóg þarna,“ segir Gunnar sposkur á svip. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, var hætt kominn þegar hjartaloka rifnaði. Hann segist hafa fengið annað tækifæri í lífinu og það tileinki hann ástvinum sínum. Hann sé þó hvergi hættur störfum, hann þurfi bara að jafna sig aðeins betur. Erla Björg Gunnarsdóttir heimsótti Gunnar. Gunnar dvelur nú á heimili sínu í Kópavogi á meðan hann jafnar sig eftir stóra aðgerð í lok september en annað heimili hans er á Siglufirði. Þremur dögum fyrir sjötugsafmælið þyrmdi yfir Gunnar. Hann var einn heima á Siglufirði og hringdi strax á sjúkrabíl. Hann var fluttur fyrst á Akureyri og svo með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann fór í stóra aðgerð. „Það var farið með mig beint á skurðstofuna og þá kemur þessi sígilda spurning: Hefurðu ofnæmi fyrir einhverju, Gunnar Birgisson? Já. Og hvað er það? Það eru kommúnistar, sagði ég. Ég er líklega eini sem hef fengið það skráð á sjúkraskrá. En ég segi þeim að drífa í þessu og svo er ég skorinn. Líkurnar voru meiri en fimm prósent en minni en tíu prósent.“ Læknar sögðu það kraftaverk að Gunnar hafi lifað aðgerðina af, en í aðgerðinni fékk hann nýja hjartaloku.Sér lífið í nýju ljósi Gunnar þakkar konu sinni fyrir stuðninginn sem kom honum á fætur eftir aðgerðina og segist hann sjá lífið í nýju ljósi þar sem ástvinirnir eru fremstir í forgangi. „Forsjónin var mér hliðholl og gamla máltækið er þannig að ekki verður ófeigum í hel komið og það gilti um mig. En þeir sögðu að ég hefði sterkan líkama og sterkan lífsvilja, og það hafi kannski gert útslagið.“ Nú tekur við endurhæfing hjá Gunnari og bíður hann eftir að verða nógu hraustur til að fara á Reykjalund. „Síðan mun bara lífið halda áfram. Ég leggst ekki í kör þótt þetta hafi komið fyrir. Ég þakka almættinu fyrir og held bara áfram. Það er enginn bilbugur á mér í því.“ Síðustu daga hefur Gunnar verið að þjálfa fínhreyfingarnar með því að árita ævisögu sína sem kemur út í vikunni. Þar segist Gunnar segja hreint og beint frá sínu lífi og störfum. Það verða ekki allir ánægðir því ég er vanur að tala tæpitungulaust. Það var einn kollegi minn í pólitíkinni sem gaf út ævisögu sína. Hann dáðist aðallega að pabba sínum, hvað hann var myndarlegur við skrifborðið og hvað hann var duglegur, pabbi hans. Það voru fleiri kaflar um þetta. En hann þorði ekkert að segja um pólitíkina. En það er nóg þarna,“ segir Gunnar sposkur á svip.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira