Erlent

Á þriðja tug lögreglumanna slösuðust í átökum í Brussel

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Um fjögur prósent íbúa borgarinnar koma frá Marokkó.
Um fjögur prósent íbúa borgarinnar koma frá Marokkó. Vísir/AFP
Á þriðja tug lögreglumanna slösuðust í Brussel þegar til átaka kom í kjölfar sigurs Marokkó á liði Fílabeinsstrandarinnar í fótbolta. Óeirðir brutust út í kjölfar mikilla fagnaðarláta en með sigrinum varð ljóst að Marokkó tekur þátt í heimsmeistaramótinu í fótbolta á næsta ári.

Stuðningsmenn liðsins flykktust út á götur borgarinnar og kveiktu í að minnsta kosti einum bíl, brutu glugga og rændu verslanir. Um fjögur prósent íbúa borgarinnar koma frá Marokkó.

Lögreglan beitti háþrýstidælum á um 300 manns sem köstuðu grjóti. Einnig kom til átaka hjá stuðningsmönnum liðsins í Hollandi. Lögreglan í Haag greindi frá því að einhverjir hefðu kastað hlutum í lögreglu á meðan stuðningsmenn liðsins í Rotterdam kveiktu á blysum í fánalitum landsins.

Í Marokkó fögnuðu þúsundir á götum MarrakeshCasablanca og í öðrum borgum landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×