Flugfreyjufélagið harmar stofnun nýs stéttarfélags flugliða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. nóvember 2017 13:40 Flugliðar WOW air eru ósáttir við Flugfreyjufélagið. Vísir/vilhelm Stjórn Flugfreyjufélags Íslands harmar áætlanir flugliða WOW air um að stofna nýtt stéttarfélag flugliða. Stjórnin telur mikilvægt að að félagsmenn Flugfreyjufélagsins standi saman til að tryggja hagsmuni stéttarinnar sem heild. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Flugfreyjufélagsins í tilefni þess að boðað hefur verið til stofnfundar Sambands íslenskra flugliða þann 20. nóvember næstkomandi. Félagið mun verða nýtt stéttarfélag flugliða og að því standa flugliðar hjá WOW air. Telja þeir sig hafa lága rödd innan Flugfreyjufélagsins auk þess sem þeir telja að hagsmunum flugliða WOW air sé ekki best gætt innan Flugfreyufélagsins. Þessu er vísað á bug af stjórn Flugfreyjufélagsins. Í tilkynningunni segir að flugliðar WOW air hafi frá stofnun flugfélagsins notið góðs af reynslu og þeirri kjarabaráttu sem félagið hefur staðið fyrir. Réttindi og kjör flugliða WOW air hafi verið tryggð eins og unnt er í þeim tveimur kjarasamningum sem Flugfreyjufélagið og WOW air hafi staðið.Samningurinn tryggi ekki eðlilegar launahækkanir Kjarasamningur flugliða WOW air hefur verið laus frá því í september í fyrra og hafa formlegar samningaviðræður staðið yfir á árinu. Samningar hafa náðst og vilja flugliðar WOW air fá að kjósa um samninginn. Segja flugliðar WOW air sem standa að hinu nýja stéttarfélagi að formaður Flugfreyjufélagsins hafi ekki viljað skrifa undir hinn nýja kjarasamning og því væri ekki hægt að kjósa um hann. Í yfirlýsingu Flugfreyjufélagsins segir að samkvæmt lögum félagsins þurfi að leggja formlegt mat á samninginn sem ekki hafi farið fram. Þá tryggi samningurinn sem liggur fyrir ekki eðlilegar launahækkanir „Stjórn FFÍ hefur lagt á það áherslu að farið sé eftir lögum félagsins og lagt verði formlegt mat á þann kjarasamning sem samninganefnd er tilbúin að setja nafn sitt við. Það heildarmat hefur ekki farið fram. Sá samningur sem liggur til grundvallar tryggir ekki eðlilegar og réttmætar launahækkanir sem samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði en hlutverk FFÍ er að standa vörð um og tryggja hagsmuni allra félagsmanna.“ Segir stjórn Flugfreyjufélagsins að „að unnið sé að heilindum í málinu og að hagsmunir félagsmanna eru ávallt hafðir að leiðarljós. Markmiðið er að tryggja kjör og réttindi félagsmanna á sem bestan hátt, nú sem og endranær.“Yfirlýsing stjórnar Flugfreyjufélags Íslands vegna fréttatilkynningar um stofnun nýs stéttarfélags fyrir flugliða„Stjórn FFÍ harmar þá leið sem farin er í kjarabaráttu flugfreyja og flugþjóna hjá Wow air og boðuð er í fyrrgreindri fréttatilkynningu.Styrkur FFÍ felst í samstöðu allra félagsmanna í að tryggja hagsmuni sína og stéttarinnar í heild. Í nútíma vinnuumhverfi þar sem frjáls för vinnuafls og undirboð eru tíðkuð m.a. með erlendu ódýrum vinnuafla með takmörkuð réttindi, er enn brýnna en áður að félagsmenn standi saman og vinni saman að hagsmunum sínum.Allt frá stofnun Wow air á árinu 2012 hefur FFÍ verið flugfreyjum og flugþjónum sem starfað hafa hjá félaginu innan handar og gætt hagsmuna þeirra í hvívetna. Flugfreyjur og flugþjónar hjá Wow air hafa þannig notið góðs af áratuga reynslu félagsins og þeirri kjarabaráttu sem félagið hefur staðið fyrir m.a. með þvinguðum vinnumarkaðsúrræðum.Í þeim tveim kjarasamningum sem FFÍ og Wow air hafa staðið að þá hafa réttindi og kjör flugfreyja og flugþjóna verið tryggð eins og unnt er og hefur verið gætt samræmis milli hópa svo allir hafa getað vel við unað þó svo alltaf megi gera betur.Stjórn FFÍ harma þau ummæli sem fram koma í fyrrgreindri fréttatilkynningu og mótmælir harðlega að flugfreyjur og flugþjónar hjá Wow air hafi lítið vægi innan FFÍ. Hið rétta er að félagið hefur lagt sig fram allt frá stofnun Wow air að mismuna ekki félagsmönnum og hefur FFÍ gætt hagsmuna flugliða hjá Wow air fullum fetum.Stjórn FFÍ var kunnugt um þann stöðufund sem samninganefnd Wow air hélt þann 27. október sl. en var ekki kunnugt um að flugfreyjur og flugþjónar hjá Wow air hefðu ákveðið að stofna nýtt félag, fyrr en með fréttatilkynningu þess efnis. Fundur þessi var alfarið haldinn af samninganefnd og án aðkomu FFÍ.Stjórn FFÍ hefur lagt á það áherslu að farið sé eftir lögum félagsins og lagt verði formlegt mat á þann kjarasamning sem samninganefnd er tilbúin að setja nafn sitt við. Það heildarmat hefur ekki farið fram. Sá samningur sem liggur til grundvallar tryggir ekki eðlilegar og réttmætar launahækkanir sem samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði en hlutverk FFÍ er að standa vörð um og tryggja hagsmuni allra félagsmanna.Stjórn FFÍ vill koma þvi á framfæri að unnið sé að heilindum í málinu og að hagsmunir félagsmanna eru ávallt hafðir að leiðarljós. Markmiðið er að tryggja kjör og réttindi félagsmanna á sem bestan hátt, nú sem og endranær.F.h. stjórnar FFÍ.Berglind Hafsteinsdóttir“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugliðar WOW air stofna nýtt stéttarfélag Ákveðið hefur verið að boða til stofnfundar nýs stéttarfélags fyrir flugliða, það er flugfreyjur og flugþjóna, á Íslandi þann 20. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2017 08:26 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Sjá meira
Stjórn Flugfreyjufélags Íslands harmar áætlanir flugliða WOW air um að stofna nýtt stéttarfélag flugliða. Stjórnin telur mikilvægt að að félagsmenn Flugfreyjufélagsins standi saman til að tryggja hagsmuni stéttarinnar sem heild. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Flugfreyjufélagsins í tilefni þess að boðað hefur verið til stofnfundar Sambands íslenskra flugliða þann 20. nóvember næstkomandi. Félagið mun verða nýtt stéttarfélag flugliða og að því standa flugliðar hjá WOW air. Telja þeir sig hafa lága rödd innan Flugfreyjufélagsins auk þess sem þeir telja að hagsmunum flugliða WOW air sé ekki best gætt innan Flugfreyufélagsins. Þessu er vísað á bug af stjórn Flugfreyjufélagsins. Í tilkynningunni segir að flugliðar WOW air hafi frá stofnun flugfélagsins notið góðs af reynslu og þeirri kjarabaráttu sem félagið hefur staðið fyrir. Réttindi og kjör flugliða WOW air hafi verið tryggð eins og unnt er í þeim tveimur kjarasamningum sem Flugfreyjufélagið og WOW air hafi staðið.Samningurinn tryggi ekki eðlilegar launahækkanir Kjarasamningur flugliða WOW air hefur verið laus frá því í september í fyrra og hafa formlegar samningaviðræður staðið yfir á árinu. Samningar hafa náðst og vilja flugliðar WOW air fá að kjósa um samninginn. Segja flugliðar WOW air sem standa að hinu nýja stéttarfélagi að formaður Flugfreyjufélagsins hafi ekki viljað skrifa undir hinn nýja kjarasamning og því væri ekki hægt að kjósa um hann. Í yfirlýsingu Flugfreyjufélagsins segir að samkvæmt lögum félagsins þurfi að leggja formlegt mat á samninginn sem ekki hafi farið fram. Þá tryggi samningurinn sem liggur fyrir ekki eðlilegar launahækkanir „Stjórn FFÍ hefur lagt á það áherslu að farið sé eftir lögum félagsins og lagt verði formlegt mat á þann kjarasamning sem samninganefnd er tilbúin að setja nafn sitt við. Það heildarmat hefur ekki farið fram. Sá samningur sem liggur til grundvallar tryggir ekki eðlilegar og réttmætar launahækkanir sem samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði en hlutverk FFÍ er að standa vörð um og tryggja hagsmuni allra félagsmanna.“ Segir stjórn Flugfreyjufélagsins að „að unnið sé að heilindum í málinu og að hagsmunir félagsmanna eru ávallt hafðir að leiðarljós. Markmiðið er að tryggja kjör og réttindi félagsmanna á sem bestan hátt, nú sem og endranær.“Yfirlýsing stjórnar Flugfreyjufélags Íslands vegna fréttatilkynningar um stofnun nýs stéttarfélags fyrir flugliða„Stjórn FFÍ harmar þá leið sem farin er í kjarabaráttu flugfreyja og flugþjóna hjá Wow air og boðuð er í fyrrgreindri fréttatilkynningu.Styrkur FFÍ felst í samstöðu allra félagsmanna í að tryggja hagsmuni sína og stéttarinnar í heild. Í nútíma vinnuumhverfi þar sem frjáls för vinnuafls og undirboð eru tíðkuð m.a. með erlendu ódýrum vinnuafla með takmörkuð réttindi, er enn brýnna en áður að félagsmenn standi saman og vinni saman að hagsmunum sínum.Allt frá stofnun Wow air á árinu 2012 hefur FFÍ verið flugfreyjum og flugþjónum sem starfað hafa hjá félaginu innan handar og gætt hagsmuna þeirra í hvívetna. Flugfreyjur og flugþjónar hjá Wow air hafa þannig notið góðs af áratuga reynslu félagsins og þeirri kjarabaráttu sem félagið hefur staðið fyrir m.a. með þvinguðum vinnumarkaðsúrræðum.Í þeim tveim kjarasamningum sem FFÍ og Wow air hafa staðið að þá hafa réttindi og kjör flugfreyja og flugþjóna verið tryggð eins og unnt er og hefur verið gætt samræmis milli hópa svo allir hafa getað vel við unað þó svo alltaf megi gera betur.Stjórn FFÍ harma þau ummæli sem fram koma í fyrrgreindri fréttatilkynningu og mótmælir harðlega að flugfreyjur og flugþjónar hjá Wow air hafi lítið vægi innan FFÍ. Hið rétta er að félagið hefur lagt sig fram allt frá stofnun Wow air að mismuna ekki félagsmönnum og hefur FFÍ gætt hagsmuna flugliða hjá Wow air fullum fetum.Stjórn FFÍ var kunnugt um þann stöðufund sem samninganefnd Wow air hélt þann 27. október sl. en var ekki kunnugt um að flugfreyjur og flugþjónar hjá Wow air hefðu ákveðið að stofna nýtt félag, fyrr en með fréttatilkynningu þess efnis. Fundur þessi var alfarið haldinn af samninganefnd og án aðkomu FFÍ.Stjórn FFÍ hefur lagt á það áherslu að farið sé eftir lögum félagsins og lagt verði formlegt mat á þann kjarasamning sem samninganefnd er tilbúin að setja nafn sitt við. Það heildarmat hefur ekki farið fram. Sá samningur sem liggur til grundvallar tryggir ekki eðlilegar og réttmætar launahækkanir sem samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði en hlutverk FFÍ er að standa vörð um og tryggja hagsmuni allra félagsmanna.Stjórn FFÍ vill koma þvi á framfæri að unnið sé að heilindum í málinu og að hagsmunir félagsmanna eru ávallt hafðir að leiðarljós. Markmiðið er að tryggja kjör og réttindi félagsmanna á sem bestan hátt, nú sem og endranær.F.h. stjórnar FFÍ.Berglind Hafsteinsdóttir“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugliðar WOW air stofna nýtt stéttarfélag Ákveðið hefur verið að boða til stofnfundar nýs stéttarfélags fyrir flugliða, það er flugfreyjur og flugþjóna, á Íslandi þann 20. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2017 08:26 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Sjá meira
Flugliðar WOW air stofna nýtt stéttarfélag Ákveðið hefur verið að boða til stofnfundar nýs stéttarfélags fyrir flugliða, það er flugfreyjur og flugþjóna, á Íslandi þann 20. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2017 08:26
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels