Innlent

Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (til vinstri),leiddi lista flokksins í Suðvesturkjördæmi.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (til vinstri),leiddi lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Vísir.is/ Laufey Elíasdóttir

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri gænna, óskaði eftir því á fundi flokksins í gærkvöldi að gengið yrði til formlegrar atkvæðagreiðslu meðal þingmanna flokksins um afstöðu til stjórnarmyndunarviðræðna við Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn. Þetta segir Rósa Björk í samtali við Vísi.

Af þessum sökum var fundi flokksins frestað í gærkvöldi svo atkvæðagreiðsla gæti farið fram um málið. Niðurstaðan var sú að níu þingmenn voru fylgjandi en Andrés Ingi Jónsson og Rósa mótfallin. Vinstri grænir eru því á leið í formlegar viðræður við flokkana tvo.

„Ég byggi ákvörðun mína á sannfærðingu minni. Ég ber fullt traust til okkar og forystu Vinstri grænna. Ég get ekki sagt það sama um viðmælendur okkar, þá aðallega Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Rósa. Skemmst sé að minnast ástæðu þess hvers vegna gengið var til kosninga.

„Svo eru önnur mál sem vefjast fyrir mér þegar kemur að því að treysta Sjálfstæðisflokknum. Þetta er mín skoðun.“

Gangi formlegar stjórnarmyndunarviðræður vel er ljóst að mynduð verður ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks með 35 þingmenn.

En hvað ætlar Rósa að gera þá?

„Þá tek ég afstöðu til þess,“ segir Rósa. Borin verði á borð málefnasamningur og hún muni taka afstöðu til samningsins og þess ríkisstjórnarsamstarfs. 

„Það er alveg ljóst að þetta er ekki mitt fyrsta vel þegar kemur að ríkisstjórnarsamstarfi.“

Uppfært klukkan 14:40
Fyrirsögn fréttar var breytt. Rósa segist ekki treysta viðmælendum flokksins, aðallega Sjálfstæðisflokknum. Blaðamaður dró þá ályktun að hún treysti þá hvorki Framsókn né Sjálfstæðisflokki. Rósa leggur áherslu á að það sé fyrst og fremst Sjálfstæðisflokkurinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.