„Óhrekjandi sönnun“ Rússa reyndist fölsuð Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2017 18:54 Varnarmálaráðuneyti Rússlands notaði myndband úr tölvuleik til að „sanna“ mál sitt. Vísir/AFP Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti í dag myndir sem áttu að vera „óhrekjandi sönnun“ þess að Bandaríkin væru í samstarfi við vígamenn Íslamska ríkisins. Myndirnar voru birtar á Twitter og Facebook og sýndu þær bílalest sem Rússar sögðu að hefði verið bílalest ISIS. Þeir sögðu einnig að Bandaríkin hefðu neitað að gera árás á bílalestina. Netverjar voru þó fljótir að taka eftir því að ein myndin, sem átti að hafa verið tekin yfir Abu Kamel þann 9. Nóvember, var úr kynningarmyndbandi fyrir símaleikinn AC-130 Gunship Simulator: Special Ops Squadron. Myndin sem ráðuneytið birti hafði að auki verið klippt svo að texti um að leikurinn væri enn í vinnslu væri ekki lengur sýnilegur. Starfsmenn Conflict Intelligence Team og Bellingcat fundu einnig út að önnur myndin í sönnun Rússa hefði verið tekin úr myndbandi sem birt var af varnarmálaráðuneyti Írak í júní í fyrra. Það myndband sýndi flugvélar írakska hersins gera loftárásir á bílalest ISIS. Smá má skýringarmyndband CIT hér.pic.twitter.com/RKr34Go0Y5— CIT (en) (@CITeam_en) November 14, 2017 Önnur mynd enn var af einnig úr myndbandi frá írakska hernum og var einnig birt í fyrra. Ráðuneytið fjarlægði myndirnar eftir að netverjar hófu að gera grín að þeim. Samkvæmt frétt Newsweek gagnrýndu Rússar einnig ráðuneytið. „Er þetta það sem skattgreiðslur mínar fara í,“ sagði einn. Annar sagði að réttast væri að skera hendurnar af einhverjum starfsmanni ráðuneytisins fyrir þetta.Ekki í fyrsta sinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að í ljós hefur komið að Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur falsað myndefni. Nú síðast komst upp um það í viðtölum Oliver Stone við Vladimir Putin, forseta Rússlands. Þá sýndi Putin myndband í síma sínum sem hann sagði að sýndi hersveitir Rússa í Í ljós kom þó að þetta hefði verið gamalt myndband af bandarískum hermönnum í Afganistan. Þá birti sendiráð Rússa í Bretlandi mynd úr leiknum Command & Conquer Generals í fyrra í tísti um að uppreisnarmenn nærri Aleppo hefðu komið höndum yfir efnavopn. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti í dag myndir sem áttu að vera „óhrekjandi sönnun“ þess að Bandaríkin væru í samstarfi við vígamenn Íslamska ríkisins. Myndirnar voru birtar á Twitter og Facebook og sýndu þær bílalest sem Rússar sögðu að hefði verið bílalest ISIS. Þeir sögðu einnig að Bandaríkin hefðu neitað að gera árás á bílalestina. Netverjar voru þó fljótir að taka eftir því að ein myndin, sem átti að hafa verið tekin yfir Abu Kamel þann 9. Nóvember, var úr kynningarmyndbandi fyrir símaleikinn AC-130 Gunship Simulator: Special Ops Squadron. Myndin sem ráðuneytið birti hafði að auki verið klippt svo að texti um að leikurinn væri enn í vinnslu væri ekki lengur sýnilegur. Starfsmenn Conflict Intelligence Team og Bellingcat fundu einnig út að önnur myndin í sönnun Rússa hefði verið tekin úr myndbandi sem birt var af varnarmálaráðuneyti Írak í júní í fyrra. Það myndband sýndi flugvélar írakska hersins gera loftárásir á bílalest ISIS. Smá má skýringarmyndband CIT hér.pic.twitter.com/RKr34Go0Y5— CIT (en) (@CITeam_en) November 14, 2017 Önnur mynd enn var af einnig úr myndbandi frá írakska hernum og var einnig birt í fyrra. Ráðuneytið fjarlægði myndirnar eftir að netverjar hófu að gera grín að þeim. Samkvæmt frétt Newsweek gagnrýndu Rússar einnig ráðuneytið. „Er þetta það sem skattgreiðslur mínar fara í,“ sagði einn. Annar sagði að réttast væri að skera hendurnar af einhverjum starfsmanni ráðuneytisins fyrir þetta.Ekki í fyrsta sinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að í ljós hefur komið að Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur falsað myndefni. Nú síðast komst upp um það í viðtölum Oliver Stone við Vladimir Putin, forseta Rússlands. Þá sýndi Putin myndband í síma sínum sem hann sagði að sýndi hersveitir Rússa í Í ljós kom þó að þetta hefði verið gamalt myndband af bandarískum hermönnum í Afganistan. Þá birti sendiráð Rússa í Bretlandi mynd úr leiknum Command & Conquer Generals í fyrra í tísti um að uppreisnarmenn nærri Aleppo hefðu komið höndum yfir efnavopn.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira