Mál íslenskra sjómanna í skattaskjólum felld niður Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 07:41 Héraðssaksóknari hefur fellt niður 60 mál sem skattrannsóknarstjóri vísaði til embættisins eftir rannsókn á gögnum um fjármuni Íslendinga í skattaskjólum. Undandregnir skattstofnar í umræddum málum námu tæplega tíu milljörðum króna. Málin ná allt aftur til ársins 2012 og varða flest íslenska sjómenn sem störfuðu hjá íslenskum útgerðum erlendis. Stóran þátt á einn aðili en vanframtaldar tekjur og fjármagnstekjur hans námu um 2,2 milljörðum. Rannsóknirnar voru meðal annars byggðar á gögnum sem keypt voru í kjölfar Panama-lekans. Skattrannsóknarstjóri hefur mánuð til þess að kæra ákvörðunina til ríkissaksóknara. „Við sendum 152 mál til embættis héraðssaksóknara. Nú þegar hafa 60 mál verið felld niður og óvíst er með rest. Það er verið að taka ákvörðun um hvort við kærum ákvörðunina til ríkissaksóknara, en einhver mál verða kærð – það liggur fyrir,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. „Þetta er mikil blóðtaka,“ bætir hún við, en rannsókn málanna var umfangsmikil. Alls varða 34 þessara mála tekjur Íslendinga vegna starfa þeirra erlendis. Í heildina nema vanframtaldar tekjur um 5,7 milljörðum og vanframtaldar fjármagnstekjur rúmum fjórum milljörðum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir að litið hafi verið til dómafordæma við ákvörðunina. Vísar hann þar til máls Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar en Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í maí að íslenska ríkið hefði brotið á þeim þegar Hæstiréttur dæmdi þá fyrir skattalagabrot árið 2013. Hinn dómurinn varðar mál Braga G. Kristjánssonar, sem dæmdur var fyrir meiriháttar skattalagabrot í héraði, en Hæstiréttur ákvað að fresta máli hans á meðan beðið væri eftir dómi Mannréttindadómstólsins. „Við þurftum að bíða eftir niðurstöðum þessara dóma,“ segir Ólafur. „Í ljósi þessara dóma höfum við metið það sem svo að málin séu ekki líkleg til sakfellingar,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fleiri fréttir Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur fellt niður 60 mál sem skattrannsóknarstjóri vísaði til embættisins eftir rannsókn á gögnum um fjármuni Íslendinga í skattaskjólum. Undandregnir skattstofnar í umræddum málum námu tæplega tíu milljörðum króna. Málin ná allt aftur til ársins 2012 og varða flest íslenska sjómenn sem störfuðu hjá íslenskum útgerðum erlendis. Stóran þátt á einn aðili en vanframtaldar tekjur og fjármagnstekjur hans námu um 2,2 milljörðum. Rannsóknirnar voru meðal annars byggðar á gögnum sem keypt voru í kjölfar Panama-lekans. Skattrannsóknarstjóri hefur mánuð til þess að kæra ákvörðunina til ríkissaksóknara. „Við sendum 152 mál til embættis héraðssaksóknara. Nú þegar hafa 60 mál verið felld niður og óvíst er með rest. Það er verið að taka ákvörðun um hvort við kærum ákvörðunina til ríkissaksóknara, en einhver mál verða kærð – það liggur fyrir,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. „Þetta er mikil blóðtaka,“ bætir hún við, en rannsókn málanna var umfangsmikil. Alls varða 34 þessara mála tekjur Íslendinga vegna starfa þeirra erlendis. Í heildina nema vanframtaldar tekjur um 5,7 milljörðum og vanframtaldar fjármagnstekjur rúmum fjórum milljörðum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir að litið hafi verið til dómafordæma við ákvörðunina. Vísar hann þar til máls Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar en Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í maí að íslenska ríkið hefði brotið á þeim þegar Hæstiréttur dæmdi þá fyrir skattalagabrot árið 2013. Hinn dómurinn varðar mál Braga G. Kristjánssonar, sem dæmdur var fyrir meiriháttar skattalagabrot í héraði, en Hæstiréttur ákvað að fresta máli hans á meðan beðið væri eftir dómi Mannréttindadómstólsins. „Við þurftum að bíða eftir niðurstöðum þessara dóma,“ segir Ólafur. „Í ljósi þessara dóma höfum við metið það sem svo að málin séu ekki líkleg til sakfellingar,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fleiri fréttir Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Sjá meira