Áfram fundað um stjórnarmyndun í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 09:53 Það lá vel á formönnunum þremur, þeim Katrínu Jakobsdóttur, Bjarna Benediktssyni og Sigurði Inga Jóhannssyni, við upphaf fundar þeirra í gærmorgun. vísir/vilhelm Formenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna munu eiga fund fyrir hádegi í dag í formlegum viðræðum flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar. Þá mun annar hópur þar sem fulltrúar allra flokka koma saman einnig funda í dag og verður þar farið yfir málefnin. Samkvæmt heimildum Vísis miðar viðræðunum ágætlega en í gær fóru formennirnir og fulltrúar flokkanna yfir ríkisfjármálin. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ef vel gangi í viðræðunum gæti stjórnarsáttmáli legið fyrir í lok vikunnar. Það er í samræmi við þann tímaramma sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti formönnunum þremur ef marka má yfirlýsingu hans frá því á mánudag þar sem sagði að það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort viðræðurnar beri árangur. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að ágreiningur gæti komið upp um atvinnumál og umhverfismál í viðræðunum og er það haft eftir ónefndum þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Þeir þingmenn flokkanna þriggja sem blaðið ræddi við eru engu að síður nokkuð bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar. Þá telja þeir að samstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sé besti möguleikinn til að auka stöðugleika í stjórnmálum. Tengdar fréttir Ágreiningur gæti orðið um atvinnumál og umhverfismál Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Telja stjórn flokkanna geta aukið stöðugleika í stjórnmálum. 15. nóvember 2017 06:00 Teikna upp ramma stjórnarsáttmálans Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks vonast til þess að hægt verði að klára nýjan stjórnarsáttmála í lok þessarar viku. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar hófust í morgun. 14. nóvember 2017 11:45 Kæmi þægilega á óvart ef stjórnarsamstarfið gengur snurðulaust fyrir sig Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir það ákveðið stílbrot í íslenskum stjórnmálum ef flokkarnir sem eru lengst til hægri og vinstri, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn, fara saman í ríkisstjórn. 14. nóvember 2017 13:15 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Formenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna munu eiga fund fyrir hádegi í dag í formlegum viðræðum flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar. Þá mun annar hópur þar sem fulltrúar allra flokka koma saman einnig funda í dag og verður þar farið yfir málefnin. Samkvæmt heimildum Vísis miðar viðræðunum ágætlega en í gær fóru formennirnir og fulltrúar flokkanna yfir ríkisfjármálin. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ef vel gangi í viðræðunum gæti stjórnarsáttmáli legið fyrir í lok vikunnar. Það er í samræmi við þann tímaramma sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti formönnunum þremur ef marka má yfirlýsingu hans frá því á mánudag þar sem sagði að það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort viðræðurnar beri árangur. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að ágreiningur gæti komið upp um atvinnumál og umhverfismál í viðræðunum og er það haft eftir ónefndum þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Þeir þingmenn flokkanna þriggja sem blaðið ræddi við eru engu að síður nokkuð bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar. Þá telja þeir að samstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sé besti möguleikinn til að auka stöðugleika í stjórnmálum.
Tengdar fréttir Ágreiningur gæti orðið um atvinnumál og umhverfismál Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Telja stjórn flokkanna geta aukið stöðugleika í stjórnmálum. 15. nóvember 2017 06:00 Teikna upp ramma stjórnarsáttmálans Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks vonast til þess að hægt verði að klára nýjan stjórnarsáttmála í lok þessarar viku. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar hófust í morgun. 14. nóvember 2017 11:45 Kæmi þægilega á óvart ef stjórnarsamstarfið gengur snurðulaust fyrir sig Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir það ákveðið stílbrot í íslenskum stjórnmálum ef flokkarnir sem eru lengst til hægri og vinstri, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn, fara saman í ríkisstjórn. 14. nóvember 2017 13:15 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Ágreiningur gæti orðið um atvinnumál og umhverfismál Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Telja stjórn flokkanna geta aukið stöðugleika í stjórnmálum. 15. nóvember 2017 06:00
Teikna upp ramma stjórnarsáttmálans Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks vonast til þess að hægt verði að klára nýjan stjórnarsáttmála í lok þessarar viku. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar hófust í morgun. 14. nóvember 2017 11:45
Kæmi þægilega á óvart ef stjórnarsamstarfið gengur snurðulaust fyrir sig Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir það ákveðið stílbrot í íslenskum stjórnmálum ef flokkarnir sem eru lengst til hægri og vinstri, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn, fara saman í ríkisstjórn. 14. nóvember 2017 13:15