Sveinn Andri kærður til héraðssaksóknara Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. nóvember 2017 06:00 Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður. Vísir/GVA Skúli Gunnar Sigfússon, kenndur við Subway, hefur ásamt viðskiptafélögum sínum kært Svein Andra Sveinsson hæstaréttarlögmann til héraðssaksóknara fyrir meintar ólögmætar þvinganir og rangar sakargiftir. Í kærunni er því meðal annars beint til héraðssaksóknara að hann taki til rannsóknar hvort skiptastjóri hafi gert tilraun til að kúga fé af kærendum með hótun um kæru sem byggist á röngum sakargiftum en háttsemi hans renni stoðum undir að annarleg sjónarmið og persónulegir hagsmunir hans ráði för fremur en hagsmunir þrotabúsins. Tildrög kærunnar eru meintar hótanir og þvinganir Sveins Andra í garð kærenda í störfum hans sem skiptastjóri félagsins EK1923. Með tölvupóstum sem kærendum bárust á Þorláksmessukvöld 2016 krafðist Sveinn Andri greiðslna upp á tugi milljóna inn á vörslureikning sinn frá tveimur félögum á vegum kærenda vegna riftanlegra gerninga milli félaganna tveggja og EK1923. Tekið var fram að yrðu kröfurnar ekki greiddar fyrir árslok 2016 yrðu höfðuð riftunarmál á hendur félögunum og kærur sendar til héraðssaksóknara á hendur fyrirsvarsmönnum þeirra, fyrir fjársvik og skilasvik. Um meinta ólögmæta þvingun segir í kærunni að það hafi vakað fyrir skiptastjóranum að fá kærendur ofan af því að taka til varna í einkamáli um umdeildar riftunarkröfur, með því að hóta þeim kæru til héraðssaksóknara fyrir meint hegningarlagabrot. Sveinn er einnig kærður fyrir rangar sakargiftir með því að kæra þá fyrir alvarleg auðgunarbrot þrátt fyrir að honum mætti vera ljóst að ásakanirnar tengdust með beinum hætti niðurstöðu riftunarmála sem hann hafi sjálfur höfðað fyrir héraðsdómi. Kærendur kvörtuðu undan Sveini til úrskurðarnefndar Lögmannafélagsins og kvað nefndin upp úrskurð 9. október síðastliðinn. Þar kemur fram að í bréfum skiptastjórans til kærenda felist ótilhlýðileg þvingun gagnvart kærendum í skilningi 35. gr. siðareglna lögmanna og að aðfinnsluvert hafi verið að setja fram ítrekaðar kröfur um greiðslu skuldbindinga sem ljóst var að kærendur féllust ekki á og vildu verjast fyrir héraðsdómi, með tilvísun til þess að yrðu þær ekki greiddar yrðu fyrirsvarsmenn félaganna kærðir til embættis héraðssaksóknara. Sveinn Andri vísar ásökunum á bugSkúli Gunnar Sigfússon, athafnamaður og eigandi Subwaykeðjunnarvísir/gva„Sem skiptastjóri kærði ég Skúla og tvo samstarfsmenn hans fyrir skilasvik, ranga skýrslugjöf og skjalabrot og það er gersamlega fráleitt að tala um útbreiðslu rangra sakargifta þegar fyrir liggur að héraðssaksóknari vísar ekki frá kærum þrotabúsins heldur hefur ákveðið að setja sakamálarannsókn af stað,“ segir Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður. „Ef ég vissi ekki að lítið fer fyrir skopskyninu hjá viðkomandi myndi ég halda að þetta væri grín. Það er spurning hvort ég bæti við kæru á hendur þessum aðilum fyrir rangar sakargiftir,“ segir Sveinn Andri, sem kom af fjöllum þegar blaðamaður hafði samband til að inna hann eftir viðbrögðum við kærum þeirra Skúla og félaga á hendur honum. Sveinn Andri segir það mikinn misskilning að kærurnar hafi verið lagðar fram til að þvinga fram greiðslur eins og byggt er á í kærunni og úrskurðarnefnd Lögmannafélagsins féllst á með kærendum í úrskurði frá 9. október síðastliðinn. „Þessu er einmitt öfugt farið því ég vakti athygli Skúla og hinna á því að ég teldi þarna hafa verið brotið gegn ákvæðum laga og gaf mönnum kost á því að vinda ofan af því sem ég taldi vera auðgunarbrot en það var ekki gert.“ Sveinn lætur þess getið, eins og kemur fram í kæru Skúla og félaga, að þegar mál þetta var tekið fyrir í héraðsdómi fyrir nokkru, hafi héraðsdómari talið að hann hefði átt að tilkynna hin meintu brot strax. „Lögmaður þeirra kvartaði undan því við héraðsdómara að ég hefði ekki kært strax í staðinn fyrir að gefa þeim kost á fresti og vera almennilegur,“ segir Sveinn Andri. Samkvæmt 84. gr. gjaldþrotalaga er skiptastjóra uppálagt að tilkynna grun um refsivert athæfi til héraðssaksóknara. Í málinu er meðal annars um það deilt hvort skiptastjóri hafi rétt á, í stað tilkynningar, að ráðast sjálfur í rannsókn og kæra svo á grundvelli hennar. Í öðru lagi hvort heimilt sé með vísan til hinnar fortakslausu tilkynningarskyldu að sleppa mönnum við tilkynningu til saksóknara, inni menn umkrafðar greiðslur af hendi. „Málið er að skilin eru mjög óljós á milli gerninga sem hægt er að rifta í einkamáli og refsiverðra skilasvika,“ segir Sveinn Andri aðspurður um túlkun 84. gr. og bendir á að það varði aðallega huglæga afstöðu manna og ásetning. „Ég hef hins vegar leitt að því óyggjandi rök að þarna væru menn fullkomlega grandsamir um að gerningar þeirra væru riftanlegir.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skúli í Subway til rannsóknar hjá saksóknara Viðskiptagjörningar Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oft er kenndur við Subway, eru til rannsóknar hjá Héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari en vill ekki segja til um hvert inntak rannsóknarinnar er eða hvar hún er á vegi stödd. 15. september 2017 06:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Sjá meira
Skúli Gunnar Sigfússon, kenndur við Subway, hefur ásamt viðskiptafélögum sínum kært Svein Andra Sveinsson hæstaréttarlögmann til héraðssaksóknara fyrir meintar ólögmætar þvinganir og rangar sakargiftir. Í kærunni er því meðal annars beint til héraðssaksóknara að hann taki til rannsóknar hvort skiptastjóri hafi gert tilraun til að kúga fé af kærendum með hótun um kæru sem byggist á röngum sakargiftum en háttsemi hans renni stoðum undir að annarleg sjónarmið og persónulegir hagsmunir hans ráði för fremur en hagsmunir þrotabúsins. Tildrög kærunnar eru meintar hótanir og þvinganir Sveins Andra í garð kærenda í störfum hans sem skiptastjóri félagsins EK1923. Með tölvupóstum sem kærendum bárust á Þorláksmessukvöld 2016 krafðist Sveinn Andri greiðslna upp á tugi milljóna inn á vörslureikning sinn frá tveimur félögum á vegum kærenda vegna riftanlegra gerninga milli félaganna tveggja og EK1923. Tekið var fram að yrðu kröfurnar ekki greiddar fyrir árslok 2016 yrðu höfðuð riftunarmál á hendur félögunum og kærur sendar til héraðssaksóknara á hendur fyrirsvarsmönnum þeirra, fyrir fjársvik og skilasvik. Um meinta ólögmæta þvingun segir í kærunni að það hafi vakað fyrir skiptastjóranum að fá kærendur ofan af því að taka til varna í einkamáli um umdeildar riftunarkröfur, með því að hóta þeim kæru til héraðssaksóknara fyrir meint hegningarlagabrot. Sveinn er einnig kærður fyrir rangar sakargiftir með því að kæra þá fyrir alvarleg auðgunarbrot þrátt fyrir að honum mætti vera ljóst að ásakanirnar tengdust með beinum hætti niðurstöðu riftunarmála sem hann hafi sjálfur höfðað fyrir héraðsdómi. Kærendur kvörtuðu undan Sveini til úrskurðarnefndar Lögmannafélagsins og kvað nefndin upp úrskurð 9. október síðastliðinn. Þar kemur fram að í bréfum skiptastjórans til kærenda felist ótilhlýðileg þvingun gagnvart kærendum í skilningi 35. gr. siðareglna lögmanna og að aðfinnsluvert hafi verið að setja fram ítrekaðar kröfur um greiðslu skuldbindinga sem ljóst var að kærendur féllust ekki á og vildu verjast fyrir héraðsdómi, með tilvísun til þess að yrðu þær ekki greiddar yrðu fyrirsvarsmenn félaganna kærðir til embættis héraðssaksóknara. Sveinn Andri vísar ásökunum á bugSkúli Gunnar Sigfússon, athafnamaður og eigandi Subwaykeðjunnarvísir/gva„Sem skiptastjóri kærði ég Skúla og tvo samstarfsmenn hans fyrir skilasvik, ranga skýrslugjöf og skjalabrot og það er gersamlega fráleitt að tala um útbreiðslu rangra sakargifta þegar fyrir liggur að héraðssaksóknari vísar ekki frá kærum þrotabúsins heldur hefur ákveðið að setja sakamálarannsókn af stað,“ segir Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður. „Ef ég vissi ekki að lítið fer fyrir skopskyninu hjá viðkomandi myndi ég halda að þetta væri grín. Það er spurning hvort ég bæti við kæru á hendur þessum aðilum fyrir rangar sakargiftir,“ segir Sveinn Andri, sem kom af fjöllum þegar blaðamaður hafði samband til að inna hann eftir viðbrögðum við kærum þeirra Skúla og félaga á hendur honum. Sveinn Andri segir það mikinn misskilning að kærurnar hafi verið lagðar fram til að þvinga fram greiðslur eins og byggt er á í kærunni og úrskurðarnefnd Lögmannafélagsins féllst á með kærendum í úrskurði frá 9. október síðastliðinn. „Þessu er einmitt öfugt farið því ég vakti athygli Skúla og hinna á því að ég teldi þarna hafa verið brotið gegn ákvæðum laga og gaf mönnum kost á því að vinda ofan af því sem ég taldi vera auðgunarbrot en það var ekki gert.“ Sveinn lætur þess getið, eins og kemur fram í kæru Skúla og félaga, að þegar mál þetta var tekið fyrir í héraðsdómi fyrir nokkru, hafi héraðsdómari talið að hann hefði átt að tilkynna hin meintu brot strax. „Lögmaður þeirra kvartaði undan því við héraðsdómara að ég hefði ekki kært strax í staðinn fyrir að gefa þeim kost á fresti og vera almennilegur,“ segir Sveinn Andri. Samkvæmt 84. gr. gjaldþrotalaga er skiptastjóra uppálagt að tilkynna grun um refsivert athæfi til héraðssaksóknara. Í málinu er meðal annars um það deilt hvort skiptastjóri hafi rétt á, í stað tilkynningar, að ráðast sjálfur í rannsókn og kæra svo á grundvelli hennar. Í öðru lagi hvort heimilt sé með vísan til hinnar fortakslausu tilkynningarskyldu að sleppa mönnum við tilkynningu til saksóknara, inni menn umkrafðar greiðslur af hendi. „Málið er að skilin eru mjög óljós á milli gerninga sem hægt er að rifta í einkamáli og refsiverðra skilasvika,“ segir Sveinn Andri aðspurður um túlkun 84. gr. og bendir á að það varði aðallega huglæga afstöðu manna og ásetning. „Ég hef hins vegar leitt að því óyggjandi rök að þarna væru menn fullkomlega grandsamir um að gerningar þeirra væru riftanlegir.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skúli í Subway til rannsóknar hjá saksóknara Viðskiptagjörningar Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oft er kenndur við Subway, eru til rannsóknar hjá Héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari en vill ekki segja til um hvert inntak rannsóknarinnar er eða hvar hún er á vegi stödd. 15. september 2017 06:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Sjá meira
Skúli í Subway til rannsóknar hjá saksóknara Viðskiptagjörningar Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oft er kenndur við Subway, eru til rannsóknar hjá Héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari en vill ekki segja til um hvert inntak rannsóknarinnar er eða hvar hún er á vegi stödd. 15. september 2017 06:00