Ekki búið að semja um að Katrín fari í forsætisráðuneytið Heimir Már Pétursson skrifar 16. nóvember 2017 19:07 Ekki hefur formlega verið gengið frá samkomulagi um að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verði forsætisráðherra í viðræðum hennar og formanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Formennirnir segja viðræðurnar þó ganga vel. Formennirnir hafa fundað í Ráðherrabústaðnum frá því upp úr hádegi í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir þau bjartsýn á að niðurstaða fáist innan nokkurra daga.Heldur þú að þetta verði örugglega að stjórn? „Ég hef alltaf verið bjartsýnn að við náum til enda. Sjáum bara til,“ sagði Sigurður Ingi sem vildi ekki upplýsa hvort til stæði að fjölga ráðherrum en taldi mikilvægt að ræða við forystufólk aðila vinnumarkaðarins í dag.Hvers eruð þið að óska eftir að heyra frá þeim? „Við ákváðum að þar sem að þessi kjaralota sem er fram undan er eitt af stærstu verkefnum nýrrar ríkisstjórnar og hugsanleg aðkoma, að það væri mikilvægt að ræða við aðila vinnumarkaðarins,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins var einnig bjartsýnn á að formennirnir næðu saman. „Mér finnst vera ágætis bjartsýni í þessu samtali. Við erum að þessu til að ná saman. Auðvitað getur maður ekki útilokað að eitthvað komi upp á. En mér finnst þetta ganga ágætlega,“ sagði Bjarni en ekki væri búið að ljúka viðræðum um fjölda ráðuneyta eða ráðherra enda ekki aðalatriði á þessari stundu.Er enn þá eða er gengið út frá því að Katrín verði forsætisráðherra ef þetta nær að landi? „Það er meðal þess sem við höfum verið að ræða,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins.Við heyrðum á Bjarna áðan að hann var ekkert alveg viss um að þú yrðir forsætisráðherra í stjórninni. Er ekki gengið út frá því enn þá? „Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið. Þannig er það bara,“ svaraði Katrín Jakobsdóttir en var engu að síður bjartsýn á gang viðræðnanna einis og Sigurður Ingi og Bjarni. Ef Katrín fer í forsætisráðuneytið sagði Bjarni eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn fengi fleiri ráðherra en ella. Nú ræddu þau hvert mál fyrir sig og þannig næðist utan um helstu mál að lokum. „Þess vegna þurfum við bara smá vinnufrið í nokkra daga til að reyna að ljúka þessu,“Þannig að þið þurfið að minnsta kosti helgina, eða hvað? „Já, ég er að segja að það gæti verið að við náum að ljúka þeirri vinnu um helgina. Ég vona það,“ sagði Bjarni. Katrín segir hafa legið ljóst fyrir frá upphafi viðræðna og fyrir kosningar að allir þyrftu að gera málamiðlanir í þessum viðræðum. „Við erum auðvitað mjög meðvituð um að það verður að gera málamiðlanir í hvaða stjórnarsamstarfi sem er. Skilaboð kosninganna eru vissulega blendin í þessum efnum líka og það kallar á að allir flokkar séu meðvitaðir um þetta. En það er bara með þetta eins og þegar samið er um ríkisstjórn að þá virka hnútarnir þannig að þeir leysast yfirleitt allir í einu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Kosningar 2017 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Ekki hefur formlega verið gengið frá samkomulagi um að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verði forsætisráðherra í viðræðum hennar og formanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Formennirnir segja viðræðurnar þó ganga vel. Formennirnir hafa fundað í Ráðherrabústaðnum frá því upp úr hádegi í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir þau bjartsýn á að niðurstaða fáist innan nokkurra daga.Heldur þú að þetta verði örugglega að stjórn? „Ég hef alltaf verið bjartsýnn að við náum til enda. Sjáum bara til,“ sagði Sigurður Ingi sem vildi ekki upplýsa hvort til stæði að fjölga ráðherrum en taldi mikilvægt að ræða við forystufólk aðila vinnumarkaðarins í dag.Hvers eruð þið að óska eftir að heyra frá þeim? „Við ákváðum að þar sem að þessi kjaralota sem er fram undan er eitt af stærstu verkefnum nýrrar ríkisstjórnar og hugsanleg aðkoma, að það væri mikilvægt að ræða við aðila vinnumarkaðarins,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins var einnig bjartsýnn á að formennirnir næðu saman. „Mér finnst vera ágætis bjartsýni í þessu samtali. Við erum að þessu til að ná saman. Auðvitað getur maður ekki útilokað að eitthvað komi upp á. En mér finnst þetta ganga ágætlega,“ sagði Bjarni en ekki væri búið að ljúka viðræðum um fjölda ráðuneyta eða ráðherra enda ekki aðalatriði á þessari stundu.Er enn þá eða er gengið út frá því að Katrín verði forsætisráðherra ef þetta nær að landi? „Það er meðal þess sem við höfum verið að ræða,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins.Við heyrðum á Bjarna áðan að hann var ekkert alveg viss um að þú yrðir forsætisráðherra í stjórninni. Er ekki gengið út frá því enn þá? „Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið. Þannig er það bara,“ svaraði Katrín Jakobsdóttir en var engu að síður bjartsýn á gang viðræðnanna einis og Sigurður Ingi og Bjarni. Ef Katrín fer í forsætisráðuneytið sagði Bjarni eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn fengi fleiri ráðherra en ella. Nú ræddu þau hvert mál fyrir sig og þannig næðist utan um helstu mál að lokum. „Þess vegna þurfum við bara smá vinnufrið í nokkra daga til að reyna að ljúka þessu,“Þannig að þið þurfið að minnsta kosti helgina, eða hvað? „Já, ég er að segja að það gæti verið að við náum að ljúka þeirri vinnu um helgina. Ég vona það,“ sagði Bjarni. Katrín segir hafa legið ljóst fyrir frá upphafi viðræðna og fyrir kosningar að allir þyrftu að gera málamiðlanir í þessum viðræðum. „Við erum auðvitað mjög meðvituð um að það verður að gera málamiðlanir í hvaða stjórnarsamstarfi sem er. Skilaboð kosninganna eru vissulega blendin í þessum efnum líka og það kallar á að allir flokkar séu meðvitaðir um þetta. En það er bara með þetta eins og þegar samið er um ríkisstjórn að þá virka hnútarnir þannig að þeir leysast yfirleitt allir í einu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Kosningar 2017 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira