Innlent

Kanna hleðslu vélar sem brotlenti

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Vélin var flutt ofan úr hlíðum Barkárdals.
Vélin var flutt ofan úr hlíðum Barkárdals. Vísir/völundur
Lögð hafa verið fyrir rannsóknarnefnd samgönguslysa drög að lokaskýrslu um orsakir þess að lítil flugvél brotlenti í Barkárdal á Tröllaskaga í ágúst 2015.

Arngrímur Jóhannsson, eigandi vélarinnar, flaug vélinni, sem hann ætlaði að selja, frá Akureyri. Kanadískur félagi hans sem ætlaði síðan að fljúga vélinni vestur frá Keflavík lést er vélin brotlenti og brann í kjölfarið. Arngrímur brenndist illa.

Að því er kemur fram í stöðuskýrslu rannsóknarnefndarinnar nú í nóvember var hreyfill flugvélarinnar ásamt loftskrúfu skoðaður ítarlega í Bandaríkjunum. „Rannsóknin beinist að hreyfli, afkastagetu, hleðslu og veðri.“ 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×