Arngrímur tjáir sig um flugslysið: Sat við hliðina á látnum vini sínum án þess að geta gert neitt Birgir Olgeirsson skrifar 3. mars 2017 11:44 Arngrímur Jóhannsson lýsir flugslysinu örlagaríka í viðtali við Vikudag. „Ég fæ oft „flashback“ og upplifi aftur þær mínútur sem við höfðum áður en vélin brotlenti. Það er án efa versta upplifun sem ég hef gengið í gegnum að sitja við hliðina á látnum vini mínum lengst upp á fjöllum og geta ekkert gert,“ segir Arngrímur Jóhannsson, einn þekktasti flugmaður landsins, í áhrifaríku viðtali í Vikudegi um flugslysið örlagaríka sem hann lenti í fyrir tveimur árum. Slysið átti sér stað í 9. ágúst árið 2015 en Arngrímur hafði lagt af stað frá Akureyrarflugvelli á sjóflugvél af gerðinni Beaver ásamt kanadískum vini sínum. Áætluð lending var í Keflavík klukkan 16:20 sama dag. Þegar flugvélin skilaði sér ekki þangað var farið að svipast um eftir henni. Um klukkan 17 var lýst yfir neyðarástandi eftir að leit hafði engu skilað. Klukkan 20:29 sama dag fann þyrla Landhelgisgæslunnar sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal.Forsíða Vikudags.Var með brunasár um allan líkamann Arngrímur var fluttur á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík með alvarlega áverka. Hann var síðar færður á lýtalækningadeild Landspítalans en í viðtalinu við Vikudag segist hann hafa verið með brunasár um allan líkamann og að tekið hafi verið af honum skinn á einum stað líkamans til að græða sár annars staðar á líkama hans. Í viðtalinu lýsir hann að þeir félagarnir haf vitað að þeir myndu brotlenda og að þessa reynsla hafi gjörbreytt lífi hans. Hann segist hafa haft mikla ástríðu fyrir listflugi fyrir slysið en nú geti hann ekki hugsað sér að snúa vélinni á hvolf.Bréf frá vinum hins látna ýtti honum aftur í flugið Hann segist hafa snúið aftur í flugið fljótlega eftir slysi og það sem fékk hann til að gera það var bréf sem honum barst frá vinum félaga hans sem lést. „Þeir voru allir sammála um að ég yrði að halda áfram að fljúga, því það væri það sem hann hefði viljað og einnig það sem ég hefði viljað ef hlutskipti okkar hefði verið öfugt farið.“ Nánar um málið í Vikudegi hér.Hér má sjá mynd þegar TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, flutti flak vélarinnar í niður að Bug í Hörgárdal.Vísir/Völundur Jónsson Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Arngrímur útskrifaður af lýtalækningadeild Framundan er langt og strangt bataferli en Arngrímur er á hægum en góðum batavegi. 17. september 2015 14:01 Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni Vélin var mikið brunnin þegar leitarmenn komu á vettvang. 10. ágúst 2015 14:19 Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18 Flugvélin var á leið til Ameríku: Brotlenti í síðustu ferðinni Lágskýjað var og aðstæður slæmar þegar sjóflugvél var flogið af stað frá Akureyri um miðjan dag á sunnudag. Vélin var á leið til Keflavíkur þaðan sem átti að fljúga henni vestur um haf til nýs eiganda. 11. ágúst 2015 07:00 Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Dónatal í desember Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
„Ég fæ oft „flashback“ og upplifi aftur þær mínútur sem við höfðum áður en vélin brotlenti. Það er án efa versta upplifun sem ég hef gengið í gegnum að sitja við hliðina á látnum vini mínum lengst upp á fjöllum og geta ekkert gert,“ segir Arngrímur Jóhannsson, einn þekktasti flugmaður landsins, í áhrifaríku viðtali í Vikudegi um flugslysið örlagaríka sem hann lenti í fyrir tveimur árum. Slysið átti sér stað í 9. ágúst árið 2015 en Arngrímur hafði lagt af stað frá Akureyrarflugvelli á sjóflugvél af gerðinni Beaver ásamt kanadískum vini sínum. Áætluð lending var í Keflavík klukkan 16:20 sama dag. Þegar flugvélin skilaði sér ekki þangað var farið að svipast um eftir henni. Um klukkan 17 var lýst yfir neyðarástandi eftir að leit hafði engu skilað. Klukkan 20:29 sama dag fann þyrla Landhelgisgæslunnar sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal.Forsíða Vikudags.Var með brunasár um allan líkamann Arngrímur var fluttur á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík með alvarlega áverka. Hann var síðar færður á lýtalækningadeild Landspítalans en í viðtalinu við Vikudag segist hann hafa verið með brunasár um allan líkamann og að tekið hafi verið af honum skinn á einum stað líkamans til að græða sár annars staðar á líkama hans. Í viðtalinu lýsir hann að þeir félagarnir haf vitað að þeir myndu brotlenda og að þessa reynsla hafi gjörbreytt lífi hans. Hann segist hafa haft mikla ástríðu fyrir listflugi fyrir slysið en nú geti hann ekki hugsað sér að snúa vélinni á hvolf.Bréf frá vinum hins látna ýtti honum aftur í flugið Hann segist hafa snúið aftur í flugið fljótlega eftir slysi og það sem fékk hann til að gera það var bréf sem honum barst frá vinum félaga hans sem lést. „Þeir voru allir sammála um að ég yrði að halda áfram að fljúga, því það væri það sem hann hefði viljað og einnig það sem ég hefði viljað ef hlutskipti okkar hefði verið öfugt farið.“ Nánar um málið í Vikudegi hér.Hér má sjá mynd þegar TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, flutti flak vélarinnar í niður að Bug í Hörgárdal.Vísir/Völundur Jónsson
Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Arngrímur útskrifaður af lýtalækningadeild Framundan er langt og strangt bataferli en Arngrímur er á hægum en góðum batavegi. 17. september 2015 14:01 Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni Vélin var mikið brunnin þegar leitarmenn komu á vettvang. 10. ágúst 2015 14:19 Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18 Flugvélin var á leið til Ameríku: Brotlenti í síðustu ferðinni Lágskýjað var og aðstæður slæmar þegar sjóflugvél var flogið af stað frá Akureyri um miðjan dag á sunnudag. Vélin var á leið til Keflavíkur þaðan sem átti að fljúga henni vestur um haf til nýs eiganda. 11. ágúst 2015 07:00 Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Dónatal í desember Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Arngrímur útskrifaður af lýtalækningadeild Framundan er langt og strangt bataferli en Arngrímur er á hægum en góðum batavegi. 17. september 2015 14:01
Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni Vélin var mikið brunnin þegar leitarmenn komu á vettvang. 10. ágúst 2015 14:19
Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18
Flugvélin var á leið til Ameríku: Brotlenti í síðustu ferðinni Lágskýjað var og aðstæður slæmar þegar sjóflugvél var flogið af stað frá Akureyri um miðjan dag á sunnudag. Vélin var á leið til Keflavíkur þaðan sem átti að fljúga henni vestur um haf til nýs eiganda. 11. ágúst 2015 07:00
Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00