Slökkviliðið hefur áhyggjur af útleigu ólöglegs húsnæðis Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. nóvember 2017 12:36 Áætlað er að alls búi 3.600 manns í ólöglegu húsnæði í Reykjavík. Vísir/pjetur Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu áætlar að alls búi 3.660 manns í ólöglegu húsnæði. Ríflega tvö þúsund karlar, þúsund konur og tæplega níu hundruð börn. Þetta kom fram á ráðstefnu sem Reykjavíkur Akademían og Reykjavíkurborg héldu í gær um aukna búsetu í óleyfilegu atvinnuhúsnæði, en skortur á leiguhúsnæði og hátt leiguverð hefur valdið þeirri þróun. Svandís Jóna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Reykjavíkur Akademíunnar, gerði rannsókn meðal 140 erlendra verkamanna á höfuðborgarsvæðinu og spurði út í húsnæðishagi. Hún komst að því að meðalleiga er 140 þúsund krónur á mánuði í atvinnuhúsnæði en að flestir borgi tvö hundruð þúsund á mánuði. Sumir hafi ekki aðgengi að grunnþjónustu og í sumum tilfellum er heimilissorp ekki hirt. Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri forvarnarsviðs Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir að slökkviðliðið hafi áhyggjur af þróun mála. „Við höfum aðallega áhyggjur af því að þetta er enn að vaxa og fjölgunin frá því í fyrra er drjúg. Svo er þetta jú, eins og við vitum, hluti af miklu stærra vandamáli. Almennri húsnæðiseklu og fjölda efnalítilla sem hafa ekki annað úrræði,“ segir Bjarni. Bjarni Kjartansson sviðsstjóri forvarnarsviðs Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.vísir/auðunnBjarni segir að stór hluti þeirra sem búi í ólöglegu atvinnuhúsnæði búi við ágætt öryggi. Hins vegar séu mörg húsnæði sem séu ekki viðunandi. „Þá er ég að tala um húsnæði þar sem geta verið margvíslegir ágallar. Það getur vantað viðvörun, verið ágallar á hólfunum, ekki nógu góðar flóttaleiðir og síðan þegar þetta er orðið alvarlegt þá getur verið að það sé bara ein flóttaleið úr húsnæði.“ Slökkviliðið hefur þau úrræði að leggja dagsektir á leigusala eða að loka húsnæði. „Þegar við beitum kannski dagsektum við að knýja á um úrbætur þá tekur það langan tíma. Það er tímafrekt úrræði. Og síðan höfum við upplifað að daginn fyrir fyrirhugaða lokun getur verið farið með íbúa eitthvað annað. Síðan getur komið aftur búseta í sama húsnæði einhverntíman seinna. Þungt að elta uppi þennan minnsta hóp þar sem að brotaviljinn er mjög einlægur.“ Bjarni útskýrir að í brunalögum sé kveðið á um að kæra skuli þau tilvik til lögreglu þegar hætta hlýst af ólöglegri búsetu í atvinnuhúsnæði. Slökkviliðið hafi kært í nokkrum tilfellum en án árangurs þar sem málin hafa ekki þótt líkleg til sakfellingar þar sem lagagrundvöllur þykir of veikur. Þá sé ákvæði í almennum hegningarlögum sem segir að hver sá sem í ábataskyni, af gáska eða á annan ófyrirleitinn hátt stofnar lífi eða heilsu annarra í augljósan hásku skuli sæta fangelsi í allt að fjögur ár. „Lög um brunavarnir eru sérlög og það eru almennt séð ekki þungar sakfellingar vegna brota á sérlögum. Við veltum því fyrir okkur hvort það sé ekki full ástæða til að þetta ákvæði brunalaga verði hreinlega tengt við þetta ákvæði í hegningarlögum. Hvað er þetta annað en ábátaskyn að leigja fólki jafnvel stórhættulegt húsnæði til búsetu.“ Bjarni vill að löggjafinn bregðist við. „Það er meinlegt við þetta umhverfi sem við búum í núna er að það er ekkert sem fælir frá því að leigja út atvinnuhúsnæði til óleyfilegrar búsetu.“ Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu áætlar að alls búi 3.660 manns í ólöglegu húsnæði. Ríflega tvö þúsund karlar, þúsund konur og tæplega níu hundruð börn. Þetta kom fram á ráðstefnu sem Reykjavíkur Akademían og Reykjavíkurborg héldu í gær um aukna búsetu í óleyfilegu atvinnuhúsnæði, en skortur á leiguhúsnæði og hátt leiguverð hefur valdið þeirri þróun. Svandís Jóna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Reykjavíkur Akademíunnar, gerði rannsókn meðal 140 erlendra verkamanna á höfuðborgarsvæðinu og spurði út í húsnæðishagi. Hún komst að því að meðalleiga er 140 þúsund krónur á mánuði í atvinnuhúsnæði en að flestir borgi tvö hundruð þúsund á mánuði. Sumir hafi ekki aðgengi að grunnþjónustu og í sumum tilfellum er heimilissorp ekki hirt. Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri forvarnarsviðs Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir að slökkviðliðið hafi áhyggjur af þróun mála. „Við höfum aðallega áhyggjur af því að þetta er enn að vaxa og fjölgunin frá því í fyrra er drjúg. Svo er þetta jú, eins og við vitum, hluti af miklu stærra vandamáli. Almennri húsnæðiseklu og fjölda efnalítilla sem hafa ekki annað úrræði,“ segir Bjarni. Bjarni Kjartansson sviðsstjóri forvarnarsviðs Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.vísir/auðunnBjarni segir að stór hluti þeirra sem búi í ólöglegu atvinnuhúsnæði búi við ágætt öryggi. Hins vegar séu mörg húsnæði sem séu ekki viðunandi. „Þá er ég að tala um húsnæði þar sem geta verið margvíslegir ágallar. Það getur vantað viðvörun, verið ágallar á hólfunum, ekki nógu góðar flóttaleiðir og síðan þegar þetta er orðið alvarlegt þá getur verið að það sé bara ein flóttaleið úr húsnæði.“ Slökkviliðið hefur þau úrræði að leggja dagsektir á leigusala eða að loka húsnæði. „Þegar við beitum kannski dagsektum við að knýja á um úrbætur þá tekur það langan tíma. Það er tímafrekt úrræði. Og síðan höfum við upplifað að daginn fyrir fyrirhugaða lokun getur verið farið með íbúa eitthvað annað. Síðan getur komið aftur búseta í sama húsnæði einhverntíman seinna. Þungt að elta uppi þennan minnsta hóp þar sem að brotaviljinn er mjög einlægur.“ Bjarni útskýrir að í brunalögum sé kveðið á um að kæra skuli þau tilvik til lögreglu þegar hætta hlýst af ólöglegri búsetu í atvinnuhúsnæði. Slökkviliðið hafi kært í nokkrum tilfellum en án árangurs þar sem málin hafa ekki þótt líkleg til sakfellingar þar sem lagagrundvöllur þykir of veikur. Þá sé ákvæði í almennum hegningarlögum sem segir að hver sá sem í ábataskyni, af gáska eða á annan ófyrirleitinn hátt stofnar lífi eða heilsu annarra í augljósan hásku skuli sæta fangelsi í allt að fjögur ár. „Lög um brunavarnir eru sérlög og það eru almennt séð ekki þungar sakfellingar vegna brota á sérlögum. Við veltum því fyrir okkur hvort það sé ekki full ástæða til að þetta ákvæði brunalaga verði hreinlega tengt við þetta ákvæði í hegningarlögum. Hvað er þetta annað en ábátaskyn að leigja fólki jafnvel stórhættulegt húsnæði til búsetu.“ Bjarni vill að löggjafinn bregðist við. „Það er meinlegt við þetta umhverfi sem við búum í núna er að það er ekkert sem fælir frá því að leigja út atvinnuhúsnæði til óleyfilegrar búsetu.“
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira