Fagnar dómi í ofbeldismáli móður gegn börnum: „Þau eiga góðar fjölskyldur núna“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. nóvember 2017 20:00 Réttargæslumaður þriggja barna sem beitt voru grófu andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu móður segir gagnrýnisvert að foreldrar geti flúið barnaverndaryfirvöld með því að flytja á milli sveitarfélaga. Móðirin var dæmd í tveggja ára fangelsi í gær. Formaður Barnaverndar Reykjavíkur fagnar því að dómur hafi fallið í málinu þar sem oft séu mál látin niður falla vegna skorts á sönnun. Móðir var í gær dæmd í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir endurtekið ofbeldi gegn börnum sínum þremur í margra ára skeið. Eitt barnanna er á leikskólaaldri en hin á grunnskólaaldri. Móðirin neitaði sök en lýsingar barnanna á ofbeldi fá stoð í læknisvottorðum og óvenjulega mörgum áverkum á líkama þeirra. Auk þess að greina frá ofbeldi gagnvart þeim sjálfum lýstu þau öll ofbeldi móður gegn systkinum. Þá segjast þau hafa verið beitt ofbeldi svo lengi sem þau muni. Í dómnum yfir móðurinni kemur fram að hún hafi slegið börn sín með belti, höndum, rifið í hár og eyru auk þess að slá höfði utan í vegg. Konan var dæmd til að greiða elsta barni sínu 1,5 milljónir króna í bætur en þeim yngri 1,2 milljónir króna. Athygli vekur að móðirin er dæmd fyrir ofbeldi gegn börnunum í langan tíma eða fjögur ár. „Hún flutti á milli sveitarfélaga, að minnsta kosti þriggja sveitarfélaga, málin fylgdu henni á milli sveitarfélaga. En eins og þú segir hún er dæmd fyrir ofbeldi gegn þeim í fjögur ár þannig maður veltir alveg fyrir sér hvort þarna sé í raun galli í kerfinu,“ segir Lilja Margrét Olsen, lögmaður, og á við að foreldrar geti þannig flúið barnaverndaryfirvöld með því að flytja á milli sveitarfélaga. „Og það á að sjálfsögðu ekki að vera þannig og þá er spurning hvort þetta sé ekki einmitt eitthvað sem barnavernd þarf að kanna að þegar það eru tíðir flutningar fjölskyldna að grípa harðar inn í með könnun máls strax,“ segir Lilja. Börnin búa í dag hvert á sínu heimilinu og eru í góðum höndum að sögn Lilju. „Þau eiga góðar fjölskyldur núna, fósturfjölskyldur,“ segir Lilja.En er tveggja ára dómur í svona alvarlegu máli ekki of stuttur? „Fyrir mér skiptir lengd dómsins í sjálfu sér ekki máli heldur að það varð dómur því í mörgum þessara mál þar sem við óskum lögreglurannsóknar í ná ekki að fá neinn dóm heldur eru látin falla niður á rannsóknarstigi vegna skorts á sönnun sérstaklega hvað varðar yngstu börnin,“ segir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, forstjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Hún segir að svo alvarleg mál eins og umrætt mál séu fátíð. Þau séu innan við eitt á ári í Reykjavík. „Árið 2016 þá sendum við 37 beiðnir til lögreglunnar með ósk um rannsókn en það varðar þá kynferðisofbeldi, líkamlegt ofbeldi eða eitthvert annað ofbeldi,“ segir Halldóra en stór hluti málanna sé vegna ofbeldis af hálfu einhvers sem er náin barni. Halldóra segir að talan sé svipuð í ár. Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira
Réttargæslumaður þriggja barna sem beitt voru grófu andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu móður segir gagnrýnisvert að foreldrar geti flúið barnaverndaryfirvöld með því að flytja á milli sveitarfélaga. Móðirin var dæmd í tveggja ára fangelsi í gær. Formaður Barnaverndar Reykjavíkur fagnar því að dómur hafi fallið í málinu þar sem oft séu mál látin niður falla vegna skorts á sönnun. Móðir var í gær dæmd í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir endurtekið ofbeldi gegn börnum sínum þremur í margra ára skeið. Eitt barnanna er á leikskólaaldri en hin á grunnskólaaldri. Móðirin neitaði sök en lýsingar barnanna á ofbeldi fá stoð í læknisvottorðum og óvenjulega mörgum áverkum á líkama þeirra. Auk þess að greina frá ofbeldi gagnvart þeim sjálfum lýstu þau öll ofbeldi móður gegn systkinum. Þá segjast þau hafa verið beitt ofbeldi svo lengi sem þau muni. Í dómnum yfir móðurinni kemur fram að hún hafi slegið börn sín með belti, höndum, rifið í hár og eyru auk þess að slá höfði utan í vegg. Konan var dæmd til að greiða elsta barni sínu 1,5 milljónir króna í bætur en þeim yngri 1,2 milljónir króna. Athygli vekur að móðirin er dæmd fyrir ofbeldi gegn börnunum í langan tíma eða fjögur ár. „Hún flutti á milli sveitarfélaga, að minnsta kosti þriggja sveitarfélaga, málin fylgdu henni á milli sveitarfélaga. En eins og þú segir hún er dæmd fyrir ofbeldi gegn þeim í fjögur ár þannig maður veltir alveg fyrir sér hvort þarna sé í raun galli í kerfinu,“ segir Lilja Margrét Olsen, lögmaður, og á við að foreldrar geti þannig flúið barnaverndaryfirvöld með því að flytja á milli sveitarfélaga. „Og það á að sjálfsögðu ekki að vera þannig og þá er spurning hvort þetta sé ekki einmitt eitthvað sem barnavernd þarf að kanna að þegar það eru tíðir flutningar fjölskyldna að grípa harðar inn í með könnun máls strax,“ segir Lilja. Börnin búa í dag hvert á sínu heimilinu og eru í góðum höndum að sögn Lilju. „Þau eiga góðar fjölskyldur núna, fósturfjölskyldur,“ segir Lilja.En er tveggja ára dómur í svona alvarlegu máli ekki of stuttur? „Fyrir mér skiptir lengd dómsins í sjálfu sér ekki máli heldur að það varð dómur því í mörgum þessara mál þar sem við óskum lögreglurannsóknar í ná ekki að fá neinn dóm heldur eru látin falla niður á rannsóknarstigi vegna skorts á sönnun sérstaklega hvað varðar yngstu börnin,“ segir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, forstjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Hún segir að svo alvarleg mál eins og umrætt mál séu fátíð. Þau séu innan við eitt á ári í Reykjavík. „Árið 2016 þá sendum við 37 beiðnir til lögreglunnar með ósk um rannsókn en það varðar þá kynferðisofbeldi, líkamlegt ofbeldi eða eitthvert annað ofbeldi,“ segir Halldóra en stór hluti málanna sé vegna ofbeldis af hálfu einhvers sem er náin barni. Halldóra segir að talan sé svipuð í ár.
Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira